Einkavæðing banka og ábyrgð ráðherra Oddný G. Harðardóttir skrifar 22. nóvember 2022 13:30 Það má öllum vera ljóst að stjórnarsamstarfið er undir þegar ráðherrar tjá sig um bankasöluna og ábyrgð fjármálaráðherrans. Ef þau viðurkenna ábyrgð hans þá verður krafan eindregnari um að hann segi af sér, fari þau ekki fram á það sjálf. En hversu langt ætla þau að ganga? Fyrst þóttust þau hólpin og hafa haldreipi í einhverju sem þau kölluðu armslengd, að fjármálaráðherra hefði ekki mátt skipta sér af framkvæmdinni. Svo gera þau sér flest grein fyrir að það átti ekki við. Þá tala þau um að stjórnsýslan hafi ekki verið nógu góð en minnast ekkert á ábyrgð ráðherrans í þeim efnum. Umgjörðin var ekki nógu góð segja þau sum og eiga þá væntanlega við lögin sem gilda um söluna, þó ég efist um að þau hafi öll lesið þau. Lögin eru hvorki flókin né torskilin og þar er ekkert svigrúm til að senda ábyrgðina eitthvert annað - í burtu frá fjármálaráðherranum. Að selja banka sé ekki líkt og að selja prívateign segir forsætisráðherrann og hefur áhyggjur af rýrnandi trausti eftir bankasöluna. Lausnin sé að leggja Bankasýsluna niður og setja alla framkvæmd til fjármálaráðherrans. Ætli hún haldi að það sé til þess fallið að auka traustið? Út á við lítur út fyrir að hér sé spillt stjórnkerfi þar sem ráðherrar nýta sér stöðu sína til að gæta að sérhagsmunum. Forsætisráðherra segir mikilvægt að taka skýrslu Ríkisendurskoðanda alvarlega. Ætli hún vilji líka taka það alvarlega sem skrifað er á blaðsíðu 26 í skýrslunni?: „Þótt ekki sé gert ráð fyrir aðkomu ráðherra að framkvæmd sölunnar ber hann engu að síður ábyrgð á því að söluferlið sé í samræmi við þær forsendur og þau skilyrði sem lögð voru til grundvallar í greinargerð hans. Honum ber því að hafa eftirlit með söluferlinu og ganga í skugga um að það hafi verið í samræmi við greinargerðina áður en hann tekur ákvörðun um sölu.“. Ráðherranum er með öðrum orðum ætlað samkvæmt lögum að hafa virkt hlutverk í ákvarðanatöku um sölumeðferðina. Lagaleg og pólitísk ábyrgð Lögin um bankasöluna eru skýr . Myndin sem fylgir er myndræn skýring á lögunum nr.155/2012 um sölu á hlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Hér er slóð á lagatextann: https://www.althingi.is/lagas/nuna/2012155.html Lögunum var ætlað að skapa trausta umgjörð ef og þegar til þess kæmi að selja hluti ríkisins. Leiðarstef laganna eru gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni. Þar átti að draga lærdóm af bankahruninu. Salan í höndum fjármála- og efnahagsráðherrans vekur upp spurningar um hvort ráðherrann hafi ekkert lært af bankahruninu og aðdraganda þess. Almenn óánægja ríkir um söluna og traust til ráðherrans og ríkisstjórnarinnar hefur beðið hnekki. Ásakanir um spillingu og vanrækslu eru háværar og um að lögin um söluna hafi verið brotin. Ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og þingmenn Vinstri grænna, Framsóknar og að sjálfsögðu Sjálfstæðisflokksins, slá skjaldborg um fjármála- og efnahagsráðherra. Þau láta eins og ábyrgð hans á sölunni og söluferlinu sé engin, hvorki lagaleg né pólitísk. Því ef þau verja hann ekki er ríkisstjórnin fallin. En væri það svo slæmt? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Það má öllum vera ljóst að stjórnarsamstarfið er undir þegar ráðherrar tjá sig um bankasöluna og ábyrgð fjármálaráðherrans. Ef þau viðurkenna ábyrgð hans þá verður krafan eindregnari um að hann segi af sér, fari þau ekki fram á það sjálf. En hversu langt ætla þau að ganga? Fyrst þóttust þau hólpin og hafa haldreipi í einhverju sem þau kölluðu armslengd, að fjármálaráðherra hefði ekki mátt skipta sér af framkvæmdinni. Svo gera þau sér flest grein fyrir að það átti ekki við. Þá tala þau um að stjórnsýslan hafi ekki verið nógu góð en minnast ekkert á ábyrgð ráðherrans í þeim efnum. Umgjörðin var ekki nógu góð segja þau sum og eiga þá væntanlega við lögin sem gilda um söluna, þó ég efist um að þau hafi öll lesið þau. Lögin eru hvorki flókin né torskilin og þar er ekkert svigrúm til að senda ábyrgðina eitthvert annað - í burtu frá fjármálaráðherranum. Að selja banka sé ekki líkt og að selja prívateign segir forsætisráðherrann og hefur áhyggjur af rýrnandi trausti eftir bankasöluna. Lausnin sé að leggja Bankasýsluna niður og setja alla framkvæmd til fjármálaráðherrans. Ætli hún haldi að það sé til þess fallið að auka traustið? Út á við lítur út fyrir að hér sé spillt stjórnkerfi þar sem ráðherrar nýta sér stöðu sína til að gæta að sérhagsmunum. Forsætisráðherra segir mikilvægt að taka skýrslu Ríkisendurskoðanda alvarlega. Ætli hún vilji líka taka það alvarlega sem skrifað er á blaðsíðu 26 í skýrslunni?: „Þótt ekki sé gert ráð fyrir aðkomu ráðherra að framkvæmd sölunnar ber hann engu að síður ábyrgð á því að söluferlið sé í samræmi við þær forsendur og þau skilyrði sem lögð voru til grundvallar í greinargerð hans. Honum ber því að hafa eftirlit með söluferlinu og ganga í skugga um að það hafi verið í samræmi við greinargerðina áður en hann tekur ákvörðun um sölu.“. Ráðherranum er með öðrum orðum ætlað samkvæmt lögum að hafa virkt hlutverk í ákvarðanatöku um sölumeðferðina. Lagaleg og pólitísk ábyrgð Lögin um bankasöluna eru skýr . Myndin sem fylgir er myndræn skýring á lögunum nr.155/2012 um sölu á hlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Hér er slóð á lagatextann: https://www.althingi.is/lagas/nuna/2012155.html Lögunum var ætlað að skapa trausta umgjörð ef og þegar til þess kæmi að selja hluti ríkisins. Leiðarstef laganna eru gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni. Þar átti að draga lærdóm af bankahruninu. Salan í höndum fjármála- og efnahagsráðherrans vekur upp spurningar um hvort ráðherrann hafi ekkert lært af bankahruninu og aðdraganda þess. Almenn óánægja ríkir um söluna og traust til ráðherrans og ríkisstjórnarinnar hefur beðið hnekki. Ásakanir um spillingu og vanrækslu eru háværar og um að lögin um söluna hafi verið brotin. Ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og þingmenn Vinstri grænna, Framsóknar og að sjálfsögðu Sjálfstæðisflokksins, slá skjaldborg um fjármála- og efnahagsráðherra. Þau láta eins og ábyrgð hans á sölunni og söluferlinu sé engin, hvorki lagaleg né pólitísk. Því ef þau verja hann ekki er ríkisstjórnin fallin. En væri það svo slæmt? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun