Á að fækka húsum? Jónas Elíasson skrifar 18. nóvember 2022 13:00 Reykjavík er þekkt um heim allann fyrir nýtingu jarðhita. Margir hafa lagt þar hönd á plóginn, hér nægir að nefna tvö nöfn, Geir Hallgrímsson borgarstjóra og Jóhannes Zoega hitaveitustjóra. Jóhannes var mjög þekktur fyrir tæknilega þekkingu á jarðhitamálum. Þegar ég kom til Kína í fyrsta sinn var farið með mig í skoðunarferð í bókasafn alþýðunnar í Peking. Ég spurði auðvitað hvaða íslenskir höfundar væru á safninu. Þeir reyndust tveir, Nonni, eða Jón Sveinsson, og Jóhannes Zoega. Jóhannes tók við HR (Hitaveitu Reykjavíkur) í slæmri stöðu, en þróaði fyrirtækið af mikilli framsýni svo ekki skorti heitt vatn. Nú berast þær fregnir að sú tíð sé úti. Meira þarf til, líklega er það 400 milljarða skuld og tilheyrandi peningaleysi Rvk sem á sökina. En þetta er engin afsökun fyrir því að láta Rvk verða eins og Kiev. Hér eru engir Rússar að sprengja vatnsleiðslur. Aðeins borgarstjórn sem búin er að missa tökin á fjármálum, samgöngumálum, skólamálum og nú orkumálum. En hún hefur borgarstjóra með liðugt málbein, sem er mjög duglegur að gefa hrútskýringar í RÚV og sleppa með það. En nú þarf heitt vatn, ekki málæði. Svo hvað leggur borgarstjóri til ? E. t. v. er vísbending í því sem hann lagði til þegar samgöngukreppan helltist yfir borgina, þá lagði hann til að fækka bílum. Í beinu framhaldi getur hann núna komið með tillögu um að fækka húsum. Að auka aðrennsli hitaveituvatns frá Hellisheiði eða Nesjavöllum er tiltölulega ódýrt. Að gera það ekki varðar þjóðaröryggi. Skortur á aðrennsli til dælustöðva getur leitt til alvarlegra bilana, húsin missa heita vatnið og íbúarnir verða að flytja út. Slíkt hefur skeð. Borgarstjórnin þarf að hugsa sín mál. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Orkumál Jónas Elíasson Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Reykjavík er þekkt um heim allann fyrir nýtingu jarðhita. Margir hafa lagt þar hönd á plóginn, hér nægir að nefna tvö nöfn, Geir Hallgrímsson borgarstjóra og Jóhannes Zoega hitaveitustjóra. Jóhannes var mjög þekktur fyrir tæknilega þekkingu á jarðhitamálum. Þegar ég kom til Kína í fyrsta sinn var farið með mig í skoðunarferð í bókasafn alþýðunnar í Peking. Ég spurði auðvitað hvaða íslenskir höfundar væru á safninu. Þeir reyndust tveir, Nonni, eða Jón Sveinsson, og Jóhannes Zoega. Jóhannes tók við HR (Hitaveitu Reykjavíkur) í slæmri stöðu, en þróaði fyrirtækið af mikilli framsýni svo ekki skorti heitt vatn. Nú berast þær fregnir að sú tíð sé úti. Meira þarf til, líklega er það 400 milljarða skuld og tilheyrandi peningaleysi Rvk sem á sökina. En þetta er engin afsökun fyrir því að láta Rvk verða eins og Kiev. Hér eru engir Rússar að sprengja vatnsleiðslur. Aðeins borgarstjórn sem búin er að missa tökin á fjármálum, samgöngumálum, skólamálum og nú orkumálum. En hún hefur borgarstjóra með liðugt málbein, sem er mjög duglegur að gefa hrútskýringar í RÚV og sleppa með það. En nú þarf heitt vatn, ekki málæði. Svo hvað leggur borgarstjóri til ? E. t. v. er vísbending í því sem hann lagði til þegar samgöngukreppan helltist yfir borgina, þá lagði hann til að fækka bílum. Í beinu framhaldi getur hann núna komið með tillögu um að fækka húsum. Að auka aðrennsli hitaveituvatns frá Hellisheiði eða Nesjavöllum er tiltölulega ódýrt. Að gera það ekki varðar þjóðaröryggi. Skortur á aðrennsli til dælustöðva getur leitt til alvarlegra bilana, húsin missa heita vatnið og íbúarnir verða að flytja út. Slíkt hefur skeð. Borgarstjórnin þarf að hugsa sín mál. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun