Bókabíllinn: úti að aka Brynhildur Bolladóttir skrifar 18. nóvember 2022 11:01 Síðustu vikur hef ég rétt eins og í skáldsögum blikkað augunum margoft og klórað mér í höfðinu til að fullvissa mig um að mig sé ekki að dreyma. Bókabíllinn er að hætta þjónustu sinni við borgarbúa eftir rúm 50 ár á götunni. Á fimmtudögum sjáum ég og dóttir mín bláu rútuna keyra inn Laugalækinn á leið okkar heim úr leikskólanum og hún æpir upp yfir sig af gleði „Bókabíllinn!“ og við förum og veljum okkur bækur í ævintýraheiminum sem bíllinn er. Ég og hún. Gæðastundir. Kaldhæðni örlaganna er sú að strákurinn minn (18 mánaða) mun eins og fram horfir ekki fá að upplifa þessar stundir, ekki finna gleðina við það þegar bíllinn keyrir inn götuna og hann getur valið sér ævintýri til að týna sér í, flett í gegnum bækur og vegið og metið hverjar skuli taka með heim. Strákurinn minn sem finnst svo gaman að lesa, mun læra að lesa sjálfur og kunna að lesa sér til gagns mun ekki fá þessar stundir. Við fjölskyldan notum bókasöfnin líka, en ekkert er í beint göngufjarlægð frá okkur. Bókasöfn eru eitthvað það stórkostlegasta sem til er og Borgarbókasafnið býður svo sannarlega frábæra þjónustu í allskonar formi. Ég geri mér grein fyrir því að verkefni borgarinnar eru mörg og ærin, málaflokkarnir eru margir og flóknir, fjármagnið af skornum skammti. Eins og alltaf. En í stóra samhenginu eru 100 milljónir í nærþjónustu sem eykur ánægju og gleði af lestri einhvernveginn eitthvað svo lítið. Þegar ég hugsa út fyrir heimilisbókhaldið mitt og yfir í rekstur borgarinnar þá get ég ekki annað en spurt mig hvort þetta sé í alvöru sú forgangsröðun sem þurfi að fara í. Fátt hefur verið háværara í umræðu um skólakerfið sl. ár en hvernig lestrarkunnáttu og lesskilningi fari aftur, fyrir utan auðvitað mögulega útdauða íslenskunnar. Ekkert af þessu er nú kannski á ábyrgð Bókabílsins, en hverfi hann þá styður það a.m.k. ekki við bækur í nábýli fólks í Laugarnesi, Kjalarnesi, Fossvogi, Hlíðum, Grafarholti… Í raun ætti Bókabíllinn að aka meira, stoppa á fleiri stöðum. Ég sé strax í svipinn að það mætti bæta Vesturbæjarlaug við. Kæri Dagur borgarstjóri, kæra Pálína borgarbókavörður. Ég skrifa þessi orð í veikri von um að ákvörðuninni verði snúið við og Bókabíllinn efldur þess í stað. Borgin gerð enn blómlegri en hún er, með ávöxtum bókmenntanna sem auðga lífið svo sannarlega. Leyfum Bókabílnum að gera það sem hann gerir svo vel, að vera úti að aka. Höfundur er lögfræðingur og lestrarhestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Bolladóttir Reykjavík Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hef ég rétt eins og í skáldsögum blikkað augunum margoft og klórað mér í höfðinu til að fullvissa mig um að mig sé ekki að dreyma. Bókabíllinn er að hætta þjónustu sinni við borgarbúa eftir rúm 50 ár á götunni. Á fimmtudögum sjáum ég og dóttir mín bláu rútuna keyra inn Laugalækinn á leið okkar heim úr leikskólanum og hún æpir upp yfir sig af gleði „Bókabíllinn!“ og við förum og veljum okkur bækur í ævintýraheiminum sem bíllinn er. Ég og hún. Gæðastundir. Kaldhæðni örlaganna er sú að strákurinn minn (18 mánaða) mun eins og fram horfir ekki fá að upplifa þessar stundir, ekki finna gleðina við það þegar bíllinn keyrir inn götuna og hann getur valið sér ævintýri til að týna sér í, flett í gegnum bækur og vegið og metið hverjar skuli taka með heim. Strákurinn minn sem finnst svo gaman að lesa, mun læra að lesa sjálfur og kunna að lesa sér til gagns mun ekki fá þessar stundir. Við fjölskyldan notum bókasöfnin líka, en ekkert er í beint göngufjarlægð frá okkur. Bókasöfn eru eitthvað það stórkostlegasta sem til er og Borgarbókasafnið býður svo sannarlega frábæra þjónustu í allskonar formi. Ég geri mér grein fyrir því að verkefni borgarinnar eru mörg og ærin, málaflokkarnir eru margir og flóknir, fjármagnið af skornum skammti. Eins og alltaf. En í stóra samhenginu eru 100 milljónir í nærþjónustu sem eykur ánægju og gleði af lestri einhvernveginn eitthvað svo lítið. Þegar ég hugsa út fyrir heimilisbókhaldið mitt og yfir í rekstur borgarinnar þá get ég ekki annað en spurt mig hvort þetta sé í alvöru sú forgangsröðun sem þurfi að fara í. Fátt hefur verið háværara í umræðu um skólakerfið sl. ár en hvernig lestrarkunnáttu og lesskilningi fari aftur, fyrir utan auðvitað mögulega útdauða íslenskunnar. Ekkert af þessu er nú kannski á ábyrgð Bókabílsins, en hverfi hann þá styður það a.m.k. ekki við bækur í nábýli fólks í Laugarnesi, Kjalarnesi, Fossvogi, Hlíðum, Grafarholti… Í raun ætti Bókabíllinn að aka meira, stoppa á fleiri stöðum. Ég sé strax í svipinn að það mætti bæta Vesturbæjarlaug við. Kæri Dagur borgarstjóri, kæra Pálína borgarbókavörður. Ég skrifa þessi orð í veikri von um að ákvörðuninni verði snúið við og Bókabíllinn efldur þess í stað. Borgin gerð enn blómlegri en hún er, með ávöxtum bókmenntanna sem auðga lífið svo sannarlega. Leyfum Bókabílnum að gera það sem hann gerir svo vel, að vera úti að aka. Höfundur er lögfræðingur og lestrarhestur.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun