Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar 10. nóvember 2025 10:30 Vissirðu að á fyrri hluta þessa árs dróst raforkuframleiðsla úr kolum saman hvorttveggja í Kína og á Indlandi? Sú var raunin og það þrátt fyrir að raforkuvinnslan í löndunum í heild hafi aukist frá fyrra ári. Að orkukerfi tveggja fjölmennustu ríkja heims hafi þróast með þessum hætti vegur þyngst í því að á fyrri hluta ársins var raforkuframleiðsla úr endurnýjanlegum orkugjöfum í fyrsta skipti meiri en með því að brenna kolum. Í fyrsta skipti í meira en öld sótti mannkynið innan við þriðjung raforkuþarfar sinnar í kolabrennslu. Það eru ánægjuleg tímamót. Á fyrri hluta þessa árs jókst rafmagnsnotkun í heiminum frá árinu áður þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagsvexti. Það sem drífur þennan vöxt er aukin eftirspurn og á bak við hana er iðnaður af ýmsu tagi, raftækjum í notkun fjölgar, gagnaver kalla á orku og svo orkuskipti yfir í rafmagn. Vindur og sól í sókn Þessu erum við mannfólkið að svara í síauknu mæli með endurnýjanlegri orku og aukningin er mjög hressileg sérstaklega í nýtingu vinds og sólar. Samanlagt er reiknað með því að orkugjafarnir tveir standi undir um 20% raforkuvinnslu heimsins á næsta ári. Hlutdeild þeirra var 4% fyrir áratug. Kína og Indland eru í 1. og 3. sæti yfir þær þjóðir sem mest losa af gróðurhúsalofttegundum. Þetta eru tvær fjölmennustu þjóðir heimsins og langt í frá að losa mest á hvern íbúa. Þar eru Vesturlönd – við þeirra á meðal – sporþyngri. Það er kannski ekki síst fyrir framtak Kínverja og Indverja í orkumálum að mannkyninu í heild er farið að miða í rétta átt í loftslagsmálum. (Í það minnsta jókst raforkuframleiðsla úr kolum hvorttveggja innan Evrópusambandsins og Bandaríkjanna frá í fyrra.) Höfum tekið stór skref – tökum fleiri Stærsta skref okkar Íslendinga í loftslagsmálum var að hagnýta jarðhita til húshitunar. Á höfuðborgarsvæðinu tók sú aðgerð um hálfa öld. Gróflega frá 1930 til 1980, en síðan þá hefur nánast hvert hús á svæðinu notið hitaveitu. Það hefur verið talsvert átak að fylgja þessu eftir því íbúafjöldi hefur meira en tvöfaldast frá því átakinu lauk og umfang húsnæðis aukist enn meira. Það er eiginlega skondið að jarðhitinn stendur líka á bak við helsta átak okkar í loftslagsmálum frá hitaveituvæðingunni. Orka náttúrunnar, sem hefur verið öðrum fyrirtækjum duglegra að byggja upp hleðslustöðvar, sækir nánast allt sitt rafmagn í jarðhitann á Hengilssvæðinu, sem líka skaffar okkur meira en helminginn af heita vatninu í hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu. Eftir að boðlegir rafmagnsbílar komu á markað, fyrir rúmum áratug, hefur okkur gengið sæmilega að skipta út bílum. Af einstökum orkugjöfum nýskráðra bíla er rafmagn algengast nú í ár en það var dísill í fyrra. Aftur rafmagn árin tvö þar á undan, það er 2022 og 2023. 2021 var tengiltvinnárið mikla og svona höfum við verið svolítið rokkandi í þessu síðustu árin. Það stefnir þó í rétta átt og útreikningar ON benda til að bara rafmagnið sem það fyrirtæki hefur selt í gegnum hleðslukerfin sín hafi sparað 21 milljón lítra af eldsneyti sem kostað hefðu 5½ milljarð króna. Losun á tæpum 50 þúsund tonn af koldíoxíði spöruðust. Áhugaverð ráðstefna Í fyrramálið gengst Orka náttúrunnar fyrir ráðstefnu í Hörpu þar sem brýningin er skýr – klárum orkuskiptin á Íslandi. Þar tekur þátt lykilfólk í að stilla okkur þannig saman að orkuskipti í samgöngum geti tekið eitthvað færri áratugi en útbreiðsla hitaveitunnar. Nú þegar er einn að baki og við erum farin að sjá árangurinn því bráðabirgðatölur sýna að kolefnislosun vegna vegasamgangna dróst saman um 2,5% milli áranna 2023 og 2024. Það er einmitt í þessa átt sem við verðum að stefna – með Indverjum og Kínverjum. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Hjálmarsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Vissirðu að á fyrri hluta þessa árs dróst raforkuframleiðsla úr kolum saman hvorttveggja í Kína og á Indlandi? Sú var raunin og það þrátt fyrir að raforkuvinnslan í löndunum í heild hafi aukist frá fyrra ári. Að orkukerfi tveggja fjölmennustu ríkja heims hafi þróast með þessum hætti vegur þyngst í því að á fyrri hluta ársins var raforkuframleiðsla úr endurnýjanlegum orkugjöfum í fyrsta skipti meiri en með því að brenna kolum. Í fyrsta skipti í meira en öld sótti mannkynið innan við þriðjung raforkuþarfar sinnar í kolabrennslu. Það eru ánægjuleg tímamót. Á fyrri hluta þessa árs jókst rafmagnsnotkun í heiminum frá árinu áður þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagsvexti. Það sem drífur þennan vöxt er aukin eftirspurn og á bak við hana er iðnaður af ýmsu tagi, raftækjum í notkun fjölgar, gagnaver kalla á orku og svo orkuskipti yfir í rafmagn. Vindur og sól í sókn Þessu erum við mannfólkið að svara í síauknu mæli með endurnýjanlegri orku og aukningin er mjög hressileg sérstaklega í nýtingu vinds og sólar. Samanlagt er reiknað með því að orkugjafarnir tveir standi undir um 20% raforkuvinnslu heimsins á næsta ári. Hlutdeild þeirra var 4% fyrir áratug. Kína og Indland eru í 1. og 3. sæti yfir þær þjóðir sem mest losa af gróðurhúsalofttegundum. Þetta eru tvær fjölmennustu þjóðir heimsins og langt í frá að losa mest á hvern íbúa. Þar eru Vesturlönd – við þeirra á meðal – sporþyngri. Það er kannski ekki síst fyrir framtak Kínverja og Indverja í orkumálum að mannkyninu í heild er farið að miða í rétta átt í loftslagsmálum. (Í það minnsta jókst raforkuframleiðsla úr kolum hvorttveggja innan Evrópusambandsins og Bandaríkjanna frá í fyrra.) Höfum tekið stór skref – tökum fleiri Stærsta skref okkar Íslendinga í loftslagsmálum var að hagnýta jarðhita til húshitunar. Á höfuðborgarsvæðinu tók sú aðgerð um hálfa öld. Gróflega frá 1930 til 1980, en síðan þá hefur nánast hvert hús á svæðinu notið hitaveitu. Það hefur verið talsvert átak að fylgja þessu eftir því íbúafjöldi hefur meira en tvöfaldast frá því átakinu lauk og umfang húsnæðis aukist enn meira. Það er eiginlega skondið að jarðhitinn stendur líka á bak við helsta átak okkar í loftslagsmálum frá hitaveituvæðingunni. Orka náttúrunnar, sem hefur verið öðrum fyrirtækjum duglegra að byggja upp hleðslustöðvar, sækir nánast allt sitt rafmagn í jarðhitann á Hengilssvæðinu, sem líka skaffar okkur meira en helminginn af heita vatninu í hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu. Eftir að boðlegir rafmagnsbílar komu á markað, fyrir rúmum áratug, hefur okkur gengið sæmilega að skipta út bílum. Af einstökum orkugjöfum nýskráðra bíla er rafmagn algengast nú í ár en það var dísill í fyrra. Aftur rafmagn árin tvö þar á undan, það er 2022 og 2023. 2021 var tengiltvinnárið mikla og svona höfum við verið svolítið rokkandi í þessu síðustu árin. Það stefnir þó í rétta átt og útreikningar ON benda til að bara rafmagnið sem það fyrirtæki hefur selt í gegnum hleðslukerfin sín hafi sparað 21 milljón lítra af eldsneyti sem kostað hefðu 5½ milljarð króna. Losun á tæpum 50 þúsund tonn af koldíoxíði spöruðust. Áhugaverð ráðstefna Í fyrramálið gengst Orka náttúrunnar fyrir ráðstefnu í Hörpu þar sem brýningin er skýr – klárum orkuskiptin á Íslandi. Þar tekur þátt lykilfólk í að stilla okkur þannig saman að orkuskipti í samgöngum geti tekið eitthvað færri áratugi en útbreiðsla hitaveitunnar. Nú þegar er einn að baki og við erum farin að sjá árangurinn því bráðabirgðatölur sýna að kolefnislosun vegna vegasamgangna dróst saman um 2,5% milli áranna 2023 og 2024. Það er einmitt í þessa átt sem við verðum að stefna – með Indverjum og Kínverjum. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun