Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar 10. nóvember 2025 08:03 Tveimur árum eftir að bærinn var rýmdur brennur sársaukinn enn í minningunni – en líka vonin, samhugurinn og styrkurinn sem gerir Grindavík að Grindavík. Í dag eru liðin tvö ár frá því að Grindavík var rýmd. Þessi dagur brennur í minni okkar Grindvíkinga. Við munum eftir nóttinni þegar ljósin slökknuðu, þegar heimilin urðu að óvissu og við stóðum frammi fyrir því sem enginn hafði ímyndað sér – að yfirgefa bæinn okkar. Þessi reynsla hefur markað okkur, tekið sinn toll og hún mun fylgja okkur lífsleiðina. En í dag minnum við okkur líka á allt það sem lifir –á vonina sem hefur fest rætur í hjörtum okkar þrátt fyrir allt, og leiðir okkur áfram inn í það sem koma skal.Því Grindavík lifir. Hún lifir í fólkinu sem heldur atvinnulífinu gangandi, í íþróttahreyfingunni sem sameinar okkur og gleður, í kvenfélaginu sem stendur vörð um hefðirnar, í björgunarsveitinni sem aldrei hikar og í vinahópum og fjölskyldum sem halda í grindvískar rætur og samhug.Hún lifir í öllum þeim sem ákveða, dag eftir dag, að byggja upp Grindavík þrátt fyrir breyttar aðstæður. Grindavík var og er alltaf einstök. Grindavík lifði og lifir líka utan landamæra sinna sem og í Grindavík. Því það sem gerir Grindavík að Grindavík eru ekki húsin sem standa nú mörg hver auð. – Grindavík er fólkið, samfélagið, samkenndin og gulu og bláu hjörtun.Við Grindvíkingar erum eins og geitin sem lengi hefur verið tákn bæjarins– harðger, aðlögunarhæf og úrræðagóð. Við höfum staðið á grýttum stöðum og fundið jafnvægi þegar allt skelfur í kringum okkur. Við höfum sýnt seiglu og hugrekki til að feta nýjar leiðir og samkennd til að halda í hvert annað þegar mest á reynir. Þetta eru ekki bara einkenni táknsins okkar, þetta eru einkenni okkar íbúa. Þannig höfum við haldið samfélaginu lifandi og haldið tengslum milli okkar þrátt fyrir allt sem á okkur hefur dunið og þær fjarlægðir sem skyndilega mynduðust á milli okkar. Í dag eru Grindvíkingar dreifðir um Ísland, eins og neistar úr sama eldi sem tengja okkur saman. Í dag er líka Grindavík byrjuð að byggjast upp á ný og iðar af lífi og orku. Grindvíkingar gegna þar lykilhlutverki með þátttöku sinni á fjölbreyttan hátt við uppbygginguna. ---- Þegar á reynir, þá stendur samfélagið á herðum margra.Það verður ekki til í orðum, heldur í verkum.Í höndum sem hjálpast að, í þrautseigju þeirra sem mæta dag eftir dag. Því hvert verk, hvert handtak og hver von skiptir máli. ---- Höfundur er Grindvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Tveimur árum eftir að bærinn var rýmdur brennur sársaukinn enn í minningunni – en líka vonin, samhugurinn og styrkurinn sem gerir Grindavík að Grindavík. Í dag eru liðin tvö ár frá því að Grindavík var rýmd. Þessi dagur brennur í minni okkar Grindvíkinga. Við munum eftir nóttinni þegar ljósin slökknuðu, þegar heimilin urðu að óvissu og við stóðum frammi fyrir því sem enginn hafði ímyndað sér – að yfirgefa bæinn okkar. Þessi reynsla hefur markað okkur, tekið sinn toll og hún mun fylgja okkur lífsleiðina. En í dag minnum við okkur líka á allt það sem lifir –á vonina sem hefur fest rætur í hjörtum okkar þrátt fyrir allt, og leiðir okkur áfram inn í það sem koma skal.Því Grindavík lifir. Hún lifir í fólkinu sem heldur atvinnulífinu gangandi, í íþróttahreyfingunni sem sameinar okkur og gleður, í kvenfélaginu sem stendur vörð um hefðirnar, í björgunarsveitinni sem aldrei hikar og í vinahópum og fjölskyldum sem halda í grindvískar rætur og samhug.Hún lifir í öllum þeim sem ákveða, dag eftir dag, að byggja upp Grindavík þrátt fyrir breyttar aðstæður. Grindavík var og er alltaf einstök. Grindavík lifði og lifir líka utan landamæra sinna sem og í Grindavík. Því það sem gerir Grindavík að Grindavík eru ekki húsin sem standa nú mörg hver auð. – Grindavík er fólkið, samfélagið, samkenndin og gulu og bláu hjörtun.Við Grindvíkingar erum eins og geitin sem lengi hefur verið tákn bæjarins– harðger, aðlögunarhæf og úrræðagóð. Við höfum staðið á grýttum stöðum og fundið jafnvægi þegar allt skelfur í kringum okkur. Við höfum sýnt seiglu og hugrekki til að feta nýjar leiðir og samkennd til að halda í hvert annað þegar mest á reynir. Þetta eru ekki bara einkenni táknsins okkar, þetta eru einkenni okkar íbúa. Þannig höfum við haldið samfélaginu lifandi og haldið tengslum milli okkar þrátt fyrir allt sem á okkur hefur dunið og þær fjarlægðir sem skyndilega mynduðust á milli okkar. Í dag eru Grindvíkingar dreifðir um Ísland, eins og neistar úr sama eldi sem tengja okkur saman. Í dag er líka Grindavík byrjuð að byggjast upp á ný og iðar af lífi og orku. Grindvíkingar gegna þar lykilhlutverki með þátttöku sinni á fjölbreyttan hátt við uppbygginguna. ---- Þegar á reynir, þá stendur samfélagið á herðum margra.Það verður ekki til í orðum, heldur í verkum.Í höndum sem hjálpast að, í þrautseigju þeirra sem mæta dag eftir dag. Því hvert verk, hvert handtak og hver von skiptir máli. ---- Höfundur er Grindvíkingur.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun