Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar 8. nóvember 2025 09:02 Í umræðuni hefur verið mótökudeildir í skólum landsins fyrir börn af erlendum uppruna. Það er verið að kynna slíkt sem leið til að „styðja“ börn af erlendum uppruna. Það á að hjálpa þeim að læra íslensku áður en þau fara í almennan bekk. Það er meira að segja verið að selja okkur þetta sem inngildingu. Við sem vinnum með inngildingu og erum sérfæðingar í því vitum betur. Þetta hljómar fallega í pólitískum ræðum og á kynningarglærum. En staðreyndin er sú að þetta er aðskilnaður í mildari mynd. Falið inngrip sem seinkar inngildingu og festir stéttaskiptingu eftir uppruna. Ísland hefur formlega skuldbundið sig til skóla án aðgreiningar, þar sem kveðið er á um að nemendur eigi að læra saman og fá stuðning þar sem þeir eru. Ekki vera teknir frá í sérúrræði og „undirbúnir“ fyrir samfélagið. Móttökudeild nálgunganga gegn þessari meginreglu. Þær taka hóp barna út úr samfélagi með því markmiði að undirbúa þau fyrir samfélagið. Þegar þeir verða “nóg góð” þá geta þau tekið þátt. Það er hugsanavilla sem skapar aðskilnað, ekki brú. Vandinn sem móttökudeildir eiga að bregðast við er ekki börnin sjálf heldur kerfið í kringum þau. Bekkjastærðir eru of miklar og stuðningur innan bekkjar veikur. Samkvæmt OECD skýrslu frá 2023 er Ísland með hærri nemendafjölda á hvern kennara en flest nágrannalönd. Þegar kennari hefur 25-28 nemendur verður barn sem ekki talar íslensku ósýnilegt. Móttökudeildir leysa það ekki- þær fela það. Rannsóknir á tvítyngdum nemendum sýna að tungumál lærist hraðast í félagslegum samskiptum, ekki í hliðarherbergi sem á að „undirbúa“ barnið fyrir samfélagið. Að segja að börn þurfi fyrst að læra tungumálið og síðan að verða hluti af bekknum er einfaldlega rangt. Tungumálið lærist í samfélaginu og með félagslegri þátttöku. Það er inngilding. Danmörk sýnir okkur hvað gerist ef við látum þetta þróast áfram. Þar reyndust móttökudeildir ekki vera brú heldur skurður. Börn sátu föst í sérúrræðum í eitt til fjögur ár og náðu síður fullri þátttöku í almennum bekk. Árið 2020 gaf danska menntamálaráðuneytið út opinbera áætlun þar sem viðurkennt var að þessi nálgun hafði mistekist og markmiðið var fært yfir í stuðning innan bekkjarfremur en aðgreiningu. Danmörk er því ekki fyrirmynd – heldur viðvörun. Það er líka kerfisbrestur að tala um inngildingu barna án þess að tala um inngildingu foreldra. Rannsóknir sýna að tungumálakunnátta foreldra, hefur bein áhrif á námsárangur barna.Þrátt fyrir það er íslenskukennsla fyrir foreldra veik, ósveigjanleg og illa fjármögnuð. Við erum þannig að kenna barni tungumál sem það getur ekki notað heima. Þetta allt er ekki smekksatriði. Þetta er stefna sem annaðhvort byggir upp samfélag eða endurskapar jaðarsetningu. Móttökudeildir eru ekki inngilding. Þær eru pólitískt samþykkt aðskilnaðarform með góðum ásetningi en slæmum afleiðingum. Ef við meinum eitthvað með jafnrétti í menntun, þá förum við ekki í millilausnir til að friða samviskuna. Við gerum það sem virkar: Við minnkum bekkjarstærðir.Við færum stuðning inn í bekkinn.Við tryggjum að foreldrar fái íslenskukennslu strax við komu. Inngilding gerist ekki þegar barnið er „búið að læra nóg til að vera með hinum“. Hún gerist þegar kerfið hættir að gera ráð fyrir að það þurfi að aðlagast einhliða. Höfundur er stjórnmálafræðingur, samfélagsrýnir og rödd þeirra sem byggja líf á nýjum stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jasmina Vajzović Crnac Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Sjá meira
Í umræðuni hefur verið mótökudeildir í skólum landsins fyrir börn af erlendum uppruna. Það er verið að kynna slíkt sem leið til að „styðja“ börn af erlendum uppruna. Það á að hjálpa þeim að læra íslensku áður en þau fara í almennan bekk. Það er meira að segja verið að selja okkur þetta sem inngildingu. Við sem vinnum með inngildingu og erum sérfæðingar í því vitum betur. Þetta hljómar fallega í pólitískum ræðum og á kynningarglærum. En staðreyndin er sú að þetta er aðskilnaður í mildari mynd. Falið inngrip sem seinkar inngildingu og festir stéttaskiptingu eftir uppruna. Ísland hefur formlega skuldbundið sig til skóla án aðgreiningar, þar sem kveðið er á um að nemendur eigi að læra saman og fá stuðning þar sem þeir eru. Ekki vera teknir frá í sérúrræði og „undirbúnir“ fyrir samfélagið. Móttökudeild nálgunganga gegn þessari meginreglu. Þær taka hóp barna út úr samfélagi með því markmiði að undirbúa þau fyrir samfélagið. Þegar þeir verða “nóg góð” þá geta þau tekið þátt. Það er hugsanavilla sem skapar aðskilnað, ekki brú. Vandinn sem móttökudeildir eiga að bregðast við er ekki börnin sjálf heldur kerfið í kringum þau. Bekkjastærðir eru of miklar og stuðningur innan bekkjar veikur. Samkvæmt OECD skýrslu frá 2023 er Ísland með hærri nemendafjölda á hvern kennara en flest nágrannalönd. Þegar kennari hefur 25-28 nemendur verður barn sem ekki talar íslensku ósýnilegt. Móttökudeildir leysa það ekki- þær fela það. Rannsóknir á tvítyngdum nemendum sýna að tungumál lærist hraðast í félagslegum samskiptum, ekki í hliðarherbergi sem á að „undirbúa“ barnið fyrir samfélagið. Að segja að börn þurfi fyrst að læra tungumálið og síðan að verða hluti af bekknum er einfaldlega rangt. Tungumálið lærist í samfélaginu og með félagslegri þátttöku. Það er inngilding. Danmörk sýnir okkur hvað gerist ef við látum þetta þróast áfram. Þar reyndust móttökudeildir ekki vera brú heldur skurður. Börn sátu föst í sérúrræðum í eitt til fjögur ár og náðu síður fullri þátttöku í almennum bekk. Árið 2020 gaf danska menntamálaráðuneytið út opinbera áætlun þar sem viðurkennt var að þessi nálgun hafði mistekist og markmiðið var fært yfir í stuðning innan bekkjarfremur en aðgreiningu. Danmörk er því ekki fyrirmynd – heldur viðvörun. Það er líka kerfisbrestur að tala um inngildingu barna án þess að tala um inngildingu foreldra. Rannsóknir sýna að tungumálakunnátta foreldra, hefur bein áhrif á námsárangur barna.Þrátt fyrir það er íslenskukennsla fyrir foreldra veik, ósveigjanleg og illa fjármögnuð. Við erum þannig að kenna barni tungumál sem það getur ekki notað heima. Þetta allt er ekki smekksatriði. Þetta er stefna sem annaðhvort byggir upp samfélag eða endurskapar jaðarsetningu. Móttökudeildir eru ekki inngilding. Þær eru pólitískt samþykkt aðskilnaðarform með góðum ásetningi en slæmum afleiðingum. Ef við meinum eitthvað með jafnrétti í menntun, þá förum við ekki í millilausnir til að friða samviskuna. Við gerum það sem virkar: Við minnkum bekkjarstærðir.Við færum stuðning inn í bekkinn.Við tryggjum að foreldrar fái íslenskukennslu strax við komu. Inngilding gerist ekki þegar barnið er „búið að læra nóg til að vera með hinum“. Hún gerist þegar kerfið hættir að gera ráð fyrir að það þurfi að aðlagast einhliða. Höfundur er stjórnmálafræðingur, samfélagsrýnir og rödd þeirra sem byggja líf á nýjum stað.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun