Þingmenn ósammála um nauðsyn rannsóknarskýrslu Árni Sæberg og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. nóvember 2022 20:09 Bjarni Benediktsson segist ekki sjá að Íslandsbankaskýrslan gefi tilefni til skipunar rannsóknarnefndar á vegum Alþingis. Allir þingmenn stjórnarandstöðunnar, sem fréttastofa hefur rætt við um málið, eru ósammála því. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun segir margt hafa farið úrskeiðis við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og bendir á að Bankasýslan hafi ekki fylgt meginreglu laga um að fá hæsta verð fyrir hlutinn. Fjármálaráðherra hafnar því að farið hafi verið á svig við lög við söluna. Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan er mikill áfellisdómur yfir söluferlinu. Fram kemur að standa hafi þurft betur að undirbúningi og framkvæmd sölunnar. Farið var yfir helstu aðfinnslur Ríkisendurskoðunar vegna sölunnar á Vísi í dag. Í lögum er kveðið á um að söluferli hluta ríkisins í fjármálafyrirtæki skuli vera gagnsætt, leitað skuli hæsta verðs og tilboðsgjafar njóti jafnræðis. Það er því ljóst að Ríkisendurskoðun lætur að því liggja að þessi tilteknu lög hafi verið brotin í söluferlinu. Fjármálaráðherra telur svo ekki vera. „Ég sé engar alvarlegar ábendingar um lögbrot í þessari skýrslu það finnst mér nú vera stærsta atriðið,“ sagði Bjarni Benediktsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bjarni segist ánægður með skýrsluna og ekki sé þörf á rannsóknarnefnd Alþingis. „Ég sé ekki slík mál í þessu tilviki sem kalli á slíka rannsókn. Það er bara mín skoðun og aðrir geta verið á annarri skoðun og það er bara í góðu lagi,“ segir hann. Stjórnarandstaðan fer fram á skipun rannsóknarnefndar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar fór hörðum orðum um Bjarna í samtali við fréttastofu í dag. „Það liggur alveg fyrir að það er mjög alvarleg gagnrýni á vinnubrögð ráðherra í þessari skýrslu. Það liggur fyrir að ráðherra ber ábyrgð á að tryggja hæsta verð og að jafnræðis sé gætt og það liggur fyrir í þessari skýrslu að svo hafi ekki verið,“ sagði hún og lagði áherslu á mikilvægi þess að skipuð yrði rannsóknarnefnd á vegum Alþingis til þess að komast að því hver beri ábyrgð á sölunni. Þá sagði hún að öll þjóðin sæi að salan hafi verið klúður og að einhver þurfi að bera ábyrgð á því klúðri. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sló á sama streng og sagði rannsókn Ríkisendurskoðunar ekki duga til. „Á öllum stigum þess sem Ríkisendurskoðun skoðar eru brotalamir. Það segir einfaldlega að það er algjörlega ómöglegt að það séu engar brotalamir á þeim sviðum sem Ríkisendurskoðun skoðar ekki og það segir að það þarf að komast til botns í málinu í heild,“ sagði hann. Ríkisstjórnin og fjármálaráðuneytið beri ábyrgð á málinu Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar sagði að ríkisstjórnin og þá helst fjármálaráðuneytið beri ábyrgð á því hvers vegna illa tókst til við söluna. „Þegar svona illa tekst til, eins og raunin er í þessu tilviki, jafnvel þó ekki sé búið að fara yfir alla þætti málsins. Við skulum nú athuga það að það á enn þá eftir að athuga það sem snýr að söluráðgjöfunum og auðvitað hinni pólitísku ábyrgð. Þá eru það auðvitað ríkistjórnarflokkarnir og ekki síst fjármálaráðuneytið sem bera höfuðábyrgð á að svona illa tókst til,“ sagði hann. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan er mikill áfellisdómur yfir söluferlinu. Fram kemur að standa hafi þurft betur að undirbúningi og framkvæmd sölunnar. Farið var yfir helstu aðfinnslur Ríkisendurskoðunar vegna sölunnar á Vísi í dag. Í lögum er kveðið á um að söluferli hluta ríkisins í fjármálafyrirtæki skuli vera gagnsætt, leitað skuli hæsta verðs og tilboðsgjafar njóti jafnræðis. Það er því ljóst að Ríkisendurskoðun lætur að því liggja að þessi tilteknu lög hafi verið brotin í söluferlinu. Fjármálaráðherra telur svo ekki vera. „Ég sé engar alvarlegar ábendingar um lögbrot í þessari skýrslu það finnst mér nú vera stærsta atriðið,“ sagði Bjarni Benediktsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bjarni segist ánægður með skýrsluna og ekki sé þörf á rannsóknarnefnd Alþingis. „Ég sé ekki slík mál í þessu tilviki sem kalli á slíka rannsókn. Það er bara mín skoðun og aðrir geta verið á annarri skoðun og það er bara í góðu lagi,“ segir hann. Stjórnarandstaðan fer fram á skipun rannsóknarnefndar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar fór hörðum orðum um Bjarna í samtali við fréttastofu í dag. „Það liggur alveg fyrir að það er mjög alvarleg gagnrýni á vinnubrögð ráðherra í þessari skýrslu. Það liggur fyrir að ráðherra ber ábyrgð á að tryggja hæsta verð og að jafnræðis sé gætt og það liggur fyrir í þessari skýrslu að svo hafi ekki verið,“ sagði hún og lagði áherslu á mikilvægi þess að skipuð yrði rannsóknarnefnd á vegum Alþingis til þess að komast að því hver beri ábyrgð á sölunni. Þá sagði hún að öll þjóðin sæi að salan hafi verið klúður og að einhver þurfi að bera ábyrgð á því klúðri. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sló á sama streng og sagði rannsókn Ríkisendurskoðunar ekki duga til. „Á öllum stigum þess sem Ríkisendurskoðun skoðar eru brotalamir. Það segir einfaldlega að það er algjörlega ómöglegt að það séu engar brotalamir á þeim sviðum sem Ríkisendurskoðun skoðar ekki og það segir að það þarf að komast til botns í málinu í heild,“ sagði hann. Ríkisstjórnin og fjármálaráðuneytið beri ábyrgð á málinu Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar sagði að ríkisstjórnin og þá helst fjármálaráðuneytið beri ábyrgð á því hvers vegna illa tókst til við söluna. „Þegar svona illa tekst til, eins og raunin er í þessu tilviki, jafnvel þó ekki sé búið að fara yfir alla þætti málsins. Við skulum nú athuga það að það á enn þá eftir að athuga það sem snýr að söluráðgjöfunum og auðvitað hinni pólitísku ábyrgð. Þá eru það auðvitað ríkistjórnarflokkarnir og ekki síst fjármálaráðuneytið sem bera höfuðábyrgð á að svona illa tókst til,“ sagði hann.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent