Hefur ýmislegt að athuga við uppáskrift stórra morfínskammta til fíknisjúklinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. nóvember 2022 06:41 Landlæknir hefur boðað Árna Tómas á sinn fund í dag. Vísir/Vilhelm Landlæknir hefur ýmislegt við þá aðferðafræði að athuga sem Árni Tómas Ragnarsson læknir lýsti í aðsendri grein í Morgunblaðinu í síðustu viku. Þar greindi hann frá því að hann og fleiri læknar hefðu skrifað upp á stóra skammta af morfíni fyrir langt leidda fíknisjúklinga. Vísir fjallaði um málið á föstudag og ræddi meðal annars við yfirækni hjá SÁÁ og deildarstjóra hjá Rauða krossinum, sem sögðu svokallaða „viðhaldsmeðferð“ geta verið árangursríka en að mikilvægt væri að umgjörðin væri vönduð og eftirlit viðhaft. Í grein sinni, sem birtist í Morgunblaðinu 2. nóvember síðastliðinn, sagði Árni meðal annars: „Ég og nokkrir aðrir læknar tókum upp samstarf við Frú Ragnheiði og fengum ábendingar um það hverjir væru mest veikir og vel treystandi. Við fórum því að skrifa út lyfseðla með stórum skömmtum af morfíni, sem fíklarnir gátu sótt í apótek, einn dagskammt í einu af hreinu efni í stöðluðum styrkleika. Þetta hefur verið hálfgert feimnismál, en það hefur verið sannfæring okkar að með þessu séum við að minnka skaðann fyrir þessa skjólstæðinga okkar – rétt eins og fyrir aðra.“ Fréttastofa leitaði meðal annars viðbragða hjá formanni Læknafélags Íslands, sem sagðist ekki hafa heyrt af aðferðum Árna og félaga. Mikilvægt að sýna mannúð en meðferð þarf að lúta faglegum kröfum Fréttastofa sendi einnig fyrirspurn á landlæknisembættið og spurði meðal annars að því hvort vinnulag læknanna samræmdist þeim reglum sem læknar þyrftu að fara eftir. „Þessi meðferð sem læknirinn vísar til í greininni, þ.e. notkun morfíns í háum skömmtum, við læknisfræðilega meðferð ópíóíðafíknar er ekki byggð á bestu þekkingu. Þau lyf sem eru notuð og skilgreind af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni eru lyfin búprenorfín og metadon. Ávísun morfíns í þessum tilgangi er ekki í samræmi við ábendingar um notkun og hvað þá ef verið er að ávísa töflum til gjafar í æð eins og ætla má af lestri greinarinnar. Í slíkum tilvikum er ekki hægt að tryggja að um skaðaminnkun sé að ræða, slík meðferð getur valdið skaða. Það er afar mikilvægt að sýna mannúð og samkennd og má lesa hvorutveggja úr greininni en meðferð þarf ætíð að fara að faglegum kröfum, m.a. varðandi umgjörð og bestu þekkingu,“ sagði í svari landlæknis. Þá sagðist landlæknir hafa ýmislegt við þetta að athuga og að ástæða væri til að skoða málið. Árni Tómas hefur síðan þá greint frá því að hann hafi verið boðaður á fund landlæknis í dag. Þess ber að geta að í grein sinni kallaði læknirinn sjálfur eftir umgjörð frá landlækni. Fréttastofa spurði því landlæknisembættið hvort það kæmi til greina. „Það eru skilgreindar heilbrigðisstofnanir á Íslandi sem sinna fíknimeðferð og fer best á að þeirri meðferð sé sinnt af teymi með sérþekkingu á því sviði. Annars er það ekki landlæknir sem skipuleggur heilbrigðisþjónustu heldur heilbrigðisráðuneytið. Sérfræðingar embættis landlæknis hafa ítrekað bent á mikilvægi þess að móta heildræna stefnu í málaflokknum. Embættið hefur lagt til við heilbrigðisráðuneytið að annað hvort verði Stefna í áfengis- og vímuvörnum sem rann út 2020, uppfærð eða gerð ný stefna,“ sagði í svörum embættisins. „Þá hefur embættið lagt til til að skipaður verði hópur sérfræðinga sem fer á víðtækan hátt yfir málaflokkinn og skili af sér tillögum að heildrænni nálgun þar sem fram kemur ítarleg aðgerðaáætlun sem tekur til allra þátta vímuefnavandans; forvörnum, meðferð og samfélagslegum þáttum. Embætti landlæknis hefur einnig rætt við heilbrigðisráðuneytið um að sett verði reglugerð um meðferð ópíóíðafíknar, að norskri fyrirmynd.“ Heilbrigðismál Fíkn Lyf Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Vísir fjallaði um málið á föstudag og ræddi meðal annars við yfirækni hjá SÁÁ og deildarstjóra hjá Rauða krossinum, sem sögðu svokallaða „viðhaldsmeðferð“ geta verið árangursríka en að mikilvægt væri að umgjörðin væri vönduð og eftirlit viðhaft. Í grein sinni, sem birtist í Morgunblaðinu 2. nóvember síðastliðinn, sagði Árni meðal annars: „Ég og nokkrir aðrir læknar tókum upp samstarf við Frú Ragnheiði og fengum ábendingar um það hverjir væru mest veikir og vel treystandi. Við fórum því að skrifa út lyfseðla með stórum skömmtum af morfíni, sem fíklarnir gátu sótt í apótek, einn dagskammt í einu af hreinu efni í stöðluðum styrkleika. Þetta hefur verið hálfgert feimnismál, en það hefur verið sannfæring okkar að með þessu séum við að minnka skaðann fyrir þessa skjólstæðinga okkar – rétt eins og fyrir aðra.“ Fréttastofa leitaði meðal annars viðbragða hjá formanni Læknafélags Íslands, sem sagðist ekki hafa heyrt af aðferðum Árna og félaga. Mikilvægt að sýna mannúð en meðferð þarf að lúta faglegum kröfum Fréttastofa sendi einnig fyrirspurn á landlæknisembættið og spurði meðal annars að því hvort vinnulag læknanna samræmdist þeim reglum sem læknar þyrftu að fara eftir. „Þessi meðferð sem læknirinn vísar til í greininni, þ.e. notkun morfíns í háum skömmtum, við læknisfræðilega meðferð ópíóíðafíknar er ekki byggð á bestu þekkingu. Þau lyf sem eru notuð og skilgreind af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni eru lyfin búprenorfín og metadon. Ávísun morfíns í þessum tilgangi er ekki í samræmi við ábendingar um notkun og hvað þá ef verið er að ávísa töflum til gjafar í æð eins og ætla má af lestri greinarinnar. Í slíkum tilvikum er ekki hægt að tryggja að um skaðaminnkun sé að ræða, slík meðferð getur valdið skaða. Það er afar mikilvægt að sýna mannúð og samkennd og má lesa hvorutveggja úr greininni en meðferð þarf ætíð að fara að faglegum kröfum, m.a. varðandi umgjörð og bestu þekkingu,“ sagði í svari landlæknis. Þá sagðist landlæknir hafa ýmislegt við þetta að athuga og að ástæða væri til að skoða málið. Árni Tómas hefur síðan þá greint frá því að hann hafi verið boðaður á fund landlæknis í dag. Þess ber að geta að í grein sinni kallaði læknirinn sjálfur eftir umgjörð frá landlækni. Fréttastofa spurði því landlæknisembættið hvort það kæmi til greina. „Það eru skilgreindar heilbrigðisstofnanir á Íslandi sem sinna fíknimeðferð og fer best á að þeirri meðferð sé sinnt af teymi með sérþekkingu á því sviði. Annars er það ekki landlæknir sem skipuleggur heilbrigðisþjónustu heldur heilbrigðisráðuneytið. Sérfræðingar embættis landlæknis hafa ítrekað bent á mikilvægi þess að móta heildræna stefnu í málaflokknum. Embættið hefur lagt til við heilbrigðisráðuneytið að annað hvort verði Stefna í áfengis- og vímuvörnum sem rann út 2020, uppfærð eða gerð ný stefna,“ sagði í svörum embættisins. „Þá hefur embættið lagt til til að skipaður verði hópur sérfræðinga sem fer á víðtækan hátt yfir málaflokkinn og skili af sér tillögum að heildrænni nálgun þar sem fram kemur ítarleg aðgerðaáætlun sem tekur til allra þátta vímuefnavandans; forvörnum, meðferð og samfélagslegum þáttum. Embætti landlæknis hefur einnig rætt við heilbrigðisráðuneytið um að sett verði reglugerð um meðferð ópíóíðafíknar, að norskri fyrirmynd.“
Heilbrigðismál Fíkn Lyf Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira