Play sækir 2,3 milljarða frá stærstu hluthöfunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. nóvember 2022 08:30 Hópurinn fékk endurgreiddan kostnað frá Play vegna sætavals í Airbus-vélinni, en fær hins vegar engar skaðabætur fyrir að hafa flogið til Alicante í leiguflugvél. Vísir/Vilhelm Stjórn flugfélagsins Play hefur safnað bindandi áskriftarloforðum frá tuttugu stærstu hluthöfum félagsins upp á 2,3 milljarða. Forstjóri félagsins segir tilganginn vera að efla félagið fyrir komandi vöxt og styrkja lausafjárstöðu þess. Hlutafjáraukningin fer fram á genginu 14,6 að því segir í tilkynningu sem send var til kauphallarinnar skömmu fyrir miðnætti í gær. Gengi hlutabréfa félagsins á markaði stóð í 15,2 í gær. Hlutafjáraukningin gerir það að verkum að hlutafé félagsins hækkar úr kr. 703.333.331 í kr. 860.867.578. Félagið kynnti í gær afkomu félagsins á þriðja ársfjórðungi ársins, sem og fyrstu níu mánuðum ársins. Þar kom fram að rekstrarhagnaður Plau af starfsemi á þriðja ársfjórðungi ársins nam 1,3 milljónum bandaríkjadala, um tvö hundruð milljónum króna, og sætanýtingin var um 85%. Birgir Jónsson, forstjóri Play, kynnir ársfjórðungsuppgjör félagsins klukkan 8.30. Horfa má á kynninguna í beinni útsendingu hér að neðan. Þar kom einnig fram að ekki væri fyrirséð að áður útgefin spá um jákvæða rekstrarniðurstöðu af síðari hluta ársins standist vegna krefjandi ytri aðstæðna á mörkuðum, sem höfðu mikil áhrif á fjárhagslega frammistöðu í rekstrinum, eins og það var orðað í tilkynningunni. „Almenn eftirspurn frá farþegum til Íslands var minni síðsumars en búast mátti við, þar sem mörg hótel voru uppbókuð og bílaleigubílar sömuleiðis. Afleiðing þessa var aukinn fjöldi tengifarþega í stað farþega til Íslands, sem skila minni tekjum. Hliðartekjur voru einnig minni en vænta mátti en þar skipti mestu aukin eftirspurn eftir handfarangri í stað innritaðs farangurs. Ástæða þeirra breytinga var ótti farþega við erfiðleika á flugvöllum víða um heim. Á sama tíma hélst olíuverð hátt. Allt hafði þetta óhjákvæmileg áhrif á rekstrarniðurstöðu félagsins.“ Forsvarsmenn félagsins virðast þó bjartsýnir á framtíðina. „Play sér ört vaxandi bókunarflæði til landsins inn í veturinn og næsta ár. Ferðamálastofa spáir um 40% fleiri farþegum til landsins árið 2023 miðað við 2022, sem mun tvímælalaust skila sér í jákvæðum áhrifum á rekstur Play,“ sagði í tilkynningunni. Play Kauphöllin Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir „Sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði“ Birgir Jónsson forstjóri Play segir það sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði miðað við krefjandi ytri aðstæður undanfarið. Play skilaði uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung í dag. Hins vegar býst flugfélagið við því að rekstrarniðurstaðan verði neikvæð þegar litið er á síðari hluta ársins og árið í heild. 3. nóvember 2022 19:31 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Hlutafjáraukningin fer fram á genginu 14,6 að því segir í tilkynningu sem send var til kauphallarinnar skömmu fyrir miðnætti í gær. Gengi hlutabréfa félagsins á markaði stóð í 15,2 í gær. Hlutafjáraukningin gerir það að verkum að hlutafé félagsins hækkar úr kr. 703.333.331 í kr. 860.867.578. Félagið kynnti í gær afkomu félagsins á þriðja ársfjórðungi ársins, sem og fyrstu níu mánuðum ársins. Þar kom fram að rekstrarhagnaður Plau af starfsemi á þriðja ársfjórðungi ársins nam 1,3 milljónum bandaríkjadala, um tvö hundruð milljónum króna, og sætanýtingin var um 85%. Birgir Jónsson, forstjóri Play, kynnir ársfjórðungsuppgjör félagsins klukkan 8.30. Horfa má á kynninguna í beinni útsendingu hér að neðan. Þar kom einnig fram að ekki væri fyrirséð að áður útgefin spá um jákvæða rekstrarniðurstöðu af síðari hluta ársins standist vegna krefjandi ytri aðstæðna á mörkuðum, sem höfðu mikil áhrif á fjárhagslega frammistöðu í rekstrinum, eins og það var orðað í tilkynningunni. „Almenn eftirspurn frá farþegum til Íslands var minni síðsumars en búast mátti við, þar sem mörg hótel voru uppbókuð og bílaleigubílar sömuleiðis. Afleiðing þessa var aukinn fjöldi tengifarþega í stað farþega til Íslands, sem skila minni tekjum. Hliðartekjur voru einnig minni en vænta mátti en þar skipti mestu aukin eftirspurn eftir handfarangri í stað innritaðs farangurs. Ástæða þeirra breytinga var ótti farþega við erfiðleika á flugvöllum víða um heim. Á sama tíma hélst olíuverð hátt. Allt hafði þetta óhjákvæmileg áhrif á rekstrarniðurstöðu félagsins.“ Forsvarsmenn félagsins virðast þó bjartsýnir á framtíðina. „Play sér ört vaxandi bókunarflæði til landsins inn í veturinn og næsta ár. Ferðamálastofa spáir um 40% fleiri farþegum til landsins árið 2023 miðað við 2022, sem mun tvímælalaust skila sér í jákvæðum áhrifum á rekstur Play,“ sagði í tilkynningunni.
Play Kauphöllin Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir „Sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði“ Birgir Jónsson forstjóri Play segir það sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði miðað við krefjandi ytri aðstæður undanfarið. Play skilaði uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung í dag. Hins vegar býst flugfélagið við því að rekstrarniðurstaðan verði neikvæð þegar litið er á síðari hluta ársins og árið í heild. 3. nóvember 2022 19:31 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
„Sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði“ Birgir Jónsson forstjóri Play segir það sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði miðað við krefjandi ytri aðstæður undanfarið. Play skilaði uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung í dag. Hins vegar býst flugfélagið við því að rekstrarniðurstaðan verði neikvæð þegar litið er á síðari hluta ársins og árið í heild. 3. nóvember 2022 19:31