Fjölbreyttari málverk í Valhöll Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachmann skrifar 1. nóvember 2022 07:31 Nú er formlega hafinn formannsslagur fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins sem fram fer um komandi helgi. Guðlaugur Þór og fylgisveinar hans ganga nú hrópandi á torgum að þeir vilji breytingar í Sjálfstæðisflokknum. Þeim gengur að vísu fremur illa að útskýra í hverju þessar breytingar ættu að felast, að öðru leyti en því að nafn formanns flokksins breyttist úr Bjarna Benediktssyni í Guðlaug Þór Þórðarson. Málverk af enn einum miðaldra karlinum yrði hengt upp í Valhöll, innan um alla hina miðaldra karlana. Þar er ekki að finna eina einustu konu, enda hefur kona aldrei gegnt formennsku í flokknum frá stofnun hans árið 1929. Í röðum flokksins eru nú tvær skeleggar ungar konur sem hafa undanfarin ár safnað mikilvægri reynslu sem þingmenn og ráðherrar, fyrir utan að hafa tekið virkan þátt í stjórnmálum um langa hríð áður en þær urðu kjörnir fulltrúar. Svo enginn vafi leiki á er hér rætt um Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur. Báðar eru þær formannsefni framtíðarinnar og því kann Guðlaugur Þór illa, enda hefur hann undirbúið framboð sitt í formannsstólinn frá því að hann gekk í flokkinn fyrir um fjórum áratugum síðan, eða þar um bil. Guðlaugur Þór veit sem er að hans tími er liðinn og að hann á litla möguleika á sigri taki hann slaginn við aðra hvora þessara kvenskörunga. Ef æskudraumur hans á að rætast þá er það núna eða ekki, enda yrði auðveldara að verja stólinn en að sækja hann. Þetta er ástæða þess að Guðlaugur Þór fipast og vill ekki ræða málefnalegar áherslur. Hann hefur ekki sýnt að hann hafi burði til að sækja fylgi út fyrir hópinn sinn, líkt og glögglega má sjá ef rýnt er í tölur úr kjördæmi hans - þar sem hann missti þingmann einn oddvita flokksins - og myndir af einsleitum hópi sem sótti framboðsfund hans. Í öllum sínum málflutningi beinir Guðlaugur Þór sjónum að fortíðinni, gömlum slagorðum og sigrum þeirra sem á undan honum gengu, sigrum sem ekki eru hans eigin. Hans stærsti sigur er enda að hafa rétt marið Áslaugu Örnu í oddvitakjöri fyrir síðustu kosningar, með örfáum atkvæðum. Ég vil frekar horfa til framtíðar. Guðlaugur Þór Þórðarson er ekki framtíð Sjálfstæðisflokksins. Framtíðarsýn mín felst í fjölbreyttari málverkum á vegg Valhallar og fjölbreyttum Sjálfstæðisflokki sem nær út fyrir þá veggi. Konur eru um helmingur kjósenda og þær tengja ekki við málverkin í Valhöll. Eftir tvö ár er styttra í næstu kosningar og þá er rétti tíminn til að skoða breytingar á forystunni. Það vill Guðlaugur Þór koma í veg fyrir. Þau sem vilja raunverulegar breytingar á flokknum og sækja aukið fylgi fá það ekki með atkvæði greiddu Guðlaugi Þór Þórðarsyni, svo mikið er víst. Höfundur er ung sjálfstæðiskona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Nú er formlega hafinn formannsslagur fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins sem fram fer um komandi helgi. Guðlaugur Þór og fylgisveinar hans ganga nú hrópandi á torgum að þeir vilji breytingar í Sjálfstæðisflokknum. Þeim gengur að vísu fremur illa að útskýra í hverju þessar breytingar ættu að felast, að öðru leyti en því að nafn formanns flokksins breyttist úr Bjarna Benediktssyni í Guðlaug Þór Þórðarson. Málverk af enn einum miðaldra karlinum yrði hengt upp í Valhöll, innan um alla hina miðaldra karlana. Þar er ekki að finna eina einustu konu, enda hefur kona aldrei gegnt formennsku í flokknum frá stofnun hans árið 1929. Í röðum flokksins eru nú tvær skeleggar ungar konur sem hafa undanfarin ár safnað mikilvægri reynslu sem þingmenn og ráðherrar, fyrir utan að hafa tekið virkan þátt í stjórnmálum um langa hríð áður en þær urðu kjörnir fulltrúar. Svo enginn vafi leiki á er hér rætt um Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur. Báðar eru þær formannsefni framtíðarinnar og því kann Guðlaugur Þór illa, enda hefur hann undirbúið framboð sitt í formannsstólinn frá því að hann gekk í flokkinn fyrir um fjórum áratugum síðan, eða þar um bil. Guðlaugur Þór veit sem er að hans tími er liðinn og að hann á litla möguleika á sigri taki hann slaginn við aðra hvora þessara kvenskörunga. Ef æskudraumur hans á að rætast þá er það núna eða ekki, enda yrði auðveldara að verja stólinn en að sækja hann. Þetta er ástæða þess að Guðlaugur Þór fipast og vill ekki ræða málefnalegar áherslur. Hann hefur ekki sýnt að hann hafi burði til að sækja fylgi út fyrir hópinn sinn, líkt og glögglega má sjá ef rýnt er í tölur úr kjördæmi hans - þar sem hann missti þingmann einn oddvita flokksins - og myndir af einsleitum hópi sem sótti framboðsfund hans. Í öllum sínum málflutningi beinir Guðlaugur Þór sjónum að fortíðinni, gömlum slagorðum og sigrum þeirra sem á undan honum gengu, sigrum sem ekki eru hans eigin. Hans stærsti sigur er enda að hafa rétt marið Áslaugu Örnu í oddvitakjöri fyrir síðustu kosningar, með örfáum atkvæðum. Ég vil frekar horfa til framtíðar. Guðlaugur Þór Þórðarson er ekki framtíð Sjálfstæðisflokksins. Framtíðarsýn mín felst í fjölbreyttari málverkum á vegg Valhallar og fjölbreyttum Sjálfstæðisflokki sem nær út fyrir þá veggi. Konur eru um helmingur kjósenda og þær tengja ekki við málverkin í Valhöll. Eftir tvö ár er styttra í næstu kosningar og þá er rétti tíminn til að skoða breytingar á forystunni. Það vill Guðlaugur Þór koma í veg fyrir. Þau sem vilja raunverulegar breytingar á flokknum og sækja aukið fylgi fá það ekki með atkvæði greiddu Guðlaugi Þór Þórðarsyni, svo mikið er víst. Höfundur er ung sjálfstæðiskona.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun