Landsbankinn hagnast um 11,3 milljarða á árinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2022 12:51 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Vilhelm Landsbankinn hagnaðist um 11,3 milljarða á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins, þar af um 5,8 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum þar sem segir að hreinar þjónustutekjur bankans hafi aukist um 14,4 prósent á milli ára. Skýrist það af vaxandi umsvifa í eignastýringu og markaðsviðskiptum að því er segir í tilkynningunni. Arðsemi eiginfjár á fyrstu níu mánuðum ársins var 5,6 prósent og var 8,5 prósent á þriðja ársfjórðungi. Lækkun á gangvirði hlutabréfaeignar bankans hefur dregið úr arðsemi á árinu. Þar segir einnig að hreinar vaxtatekjur hafi aukist um 17,6 prósent, aðallega vegna stærra útlánasafns og hærra vaxtastigs. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 námu hreinar vaxtatekjur 33,6 milljörðum króna samanborið við 28,6 milljarða króna á sama tímabili árið áður, sem er 17,6% hækkun á milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur Landsbankans námu 7,9 milljörðum króna samanborið við 6,9 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Aðrar rekstrartekjur voru neikvæðar um 3,8 milljarða króna en voru jákvæðar um 10,2 milljarða króna á sama tímabili árið 2021, segir í tilkynningunni. Heildareignir bankans jukust um 41,3 milljarða króna á tímabilinu og námu 1.771 milljarði króna þann 30. september 2022. Útlán jukust um 108,9 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2022. Í lok september 2022 voru innlán frá viðskiptavinum 968,0 milljarðar króna, samanborið við 900,1 milljarð króna í árslok 2021, og höfðu því aukist um 67,9 milljarða króna. „Þjónustutekjur bankans hafa vaxið umfram áætlanir, aðallega vegna meiri umsvifa og aukinnar markaðshlutdeildar, og vaxtatekjur bankans af stærra útlánasafni eru góðar. Um leið fer kostnaður lækkandi og hefur rekstrarkostnaður sem hlutfall af heildartekjum aldrei verið lægri. Áfram leiða neikvæð áhrif vegna gengislækkunar á óskráðum hlutabréfum til þess að arðsemin á árinu er lægri en við stefnum að. Að þeim sveiflulið frátöldum er uppgjör bankans mjög gott og staða bankans sterk á öllum sviðum, er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra bankans í tilkyningunni. Íslenskir bankar Neytendur Landsbankinn Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Peningaskápurinn ... Viðskipti innlent Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum þar sem segir að hreinar þjónustutekjur bankans hafi aukist um 14,4 prósent á milli ára. Skýrist það af vaxandi umsvifa í eignastýringu og markaðsviðskiptum að því er segir í tilkynningunni. Arðsemi eiginfjár á fyrstu níu mánuðum ársins var 5,6 prósent og var 8,5 prósent á þriðja ársfjórðungi. Lækkun á gangvirði hlutabréfaeignar bankans hefur dregið úr arðsemi á árinu. Þar segir einnig að hreinar vaxtatekjur hafi aukist um 17,6 prósent, aðallega vegna stærra útlánasafns og hærra vaxtastigs. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 námu hreinar vaxtatekjur 33,6 milljörðum króna samanborið við 28,6 milljarða króna á sama tímabili árið áður, sem er 17,6% hækkun á milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur Landsbankans námu 7,9 milljörðum króna samanborið við 6,9 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Aðrar rekstrartekjur voru neikvæðar um 3,8 milljarða króna en voru jákvæðar um 10,2 milljarða króna á sama tímabili árið 2021, segir í tilkynningunni. Heildareignir bankans jukust um 41,3 milljarða króna á tímabilinu og námu 1.771 milljarði króna þann 30. september 2022. Útlán jukust um 108,9 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2022. Í lok september 2022 voru innlán frá viðskiptavinum 968,0 milljarðar króna, samanborið við 900,1 milljarð króna í árslok 2021, og höfðu því aukist um 67,9 milljarða króna. „Þjónustutekjur bankans hafa vaxið umfram áætlanir, aðallega vegna meiri umsvifa og aukinnar markaðshlutdeildar, og vaxtatekjur bankans af stærra útlánasafni eru góðar. Um leið fer kostnaður lækkandi og hefur rekstrarkostnaður sem hlutfall af heildartekjum aldrei verið lægri. Áfram leiða neikvæð áhrif vegna gengislækkunar á óskráðum hlutabréfum til þess að arðsemin á árinu er lægri en við stefnum að. Að þeim sveiflulið frátöldum er uppgjör bankans mjög gott og staða bankans sterk á öllum sviðum, er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra bankans í tilkyningunni.
Íslenskir bankar Neytendur Landsbankinn Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Peningaskápurinn ... Viðskipti innlent Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Sjá meira