Sjáðu Messi og Mbappé leika sér og Havertz skora sturlað mark Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2022 09:00 Stjörnurnar í PSG voru í stuði gegn Maccabi Haifa í gærkvöld. Getty/Jean Catuffe Línur eru heldur betur farnar að skýrast í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir leiki gærkvöldsins. Öll mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. Lionel Messi, Kylian Mbappé og Neymar fóru á kostum þegar PSG vann 7-2 sigur á Maccabi Haifa í París í gær og Kai Havertz skoraði sannkallað perlumark í dýrmætum 2-1 sigri Chelsea gegn Salzburg. Nú hafa Chelsea, Real Madrid, Manchester City, Dortmund, PSG og Benfica öll tryggt sér farseðilinn í 16-liða úrslitin, þó að ein umferð sé eftir í þeirra riðlum. Messi skoraði tvö mörk og lagði upp tvö í sigri PSG í gær, og Mbappé skoraði einnig tvö og lagði upp eitt gegn ráðalausum gestunum. Klippa: PSG - Maccabi Haifa Draumur Juventus um að komast upp úr sínum riðli fjaraði út í Portúgal þar sem Benfica vann 4-3 sigur. Juventus gaf sér von með mörkum fra Arkadiusz Milik og Weston McKennie þegar rúmar tíu mínútur voru eftir en það dugði ekki til og Juventus er því komið í baráttu við Maccabi um 3. sæti riðilsins, sem gefur sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Klippa: Benfica - Juventus Þrír Íslendingar komu við sögu í leik FC Kaupmannahafnar gegn Sevilla á Spáni en danska liðinu mistókst enn á ný að skora og tapaði leiknum 3-0. Klippa: Sevilla - FCK Í hinum leiknum í G-riðli tryggðu Manchester City og Dortmund sér tvö efstu sætin með markalausu jafntefli. Dortmund fékk þó dauðafæri til að komast yfir og Riyad Mahrez fékk svo víti fyrir City sem var varið. Klippa: Dortmund - Man. City Í E-riðli er fram undan úrslitaleikur á milli Salzburg og AC Milan um að fylgja Chelsea upp úr riðlinum. Mateo Kovacic og Kai Havertz skoruðu mörk Chelsea í 2-1 sigrinum í Austurríki í gær og var mark Havertz sérstaklega glæsilegt, eins og fyrr segir. Klippa: Salzburg - Chelsea AC Milan vann Dinamo Zagreb á útivelli, 4-0. Rafael Leao stal senunni með marki eftir magnaðan sprett, auk þess að leggja upp annað, í leik sem Robert Ljubicic vill gleyma sem fyrst en hann fékk dæmt á sig víti og skoraði sjálfsmark. Klippa: Zagreb - Milan Í F-riðli mætast Shaktar Donetsk og RB Leipzig í úrslitaleik í lokaumferðinni um sæti í 16-liða úrslitum. Real Madrid gæti enn misst toppsætið eftir að hafa tapað 3-2 gegn Leipzig í gærkvöld. Klippa: Leipzig - Real Madrid Celtic og Shaktar gerðu 1-1 jafntefli í Glasgow og þar með er ljóst að Celtic endar neðst í F-riðli, sama hvernig liðinu vegnar gegn Real Madrid í lokaumferðinni. Klippa: Celtic - Shaktar Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sjá meira
Lionel Messi, Kylian Mbappé og Neymar fóru á kostum þegar PSG vann 7-2 sigur á Maccabi Haifa í París í gær og Kai Havertz skoraði sannkallað perlumark í dýrmætum 2-1 sigri Chelsea gegn Salzburg. Nú hafa Chelsea, Real Madrid, Manchester City, Dortmund, PSG og Benfica öll tryggt sér farseðilinn í 16-liða úrslitin, þó að ein umferð sé eftir í þeirra riðlum. Messi skoraði tvö mörk og lagði upp tvö í sigri PSG í gær, og Mbappé skoraði einnig tvö og lagði upp eitt gegn ráðalausum gestunum. Klippa: PSG - Maccabi Haifa Draumur Juventus um að komast upp úr sínum riðli fjaraði út í Portúgal þar sem Benfica vann 4-3 sigur. Juventus gaf sér von með mörkum fra Arkadiusz Milik og Weston McKennie þegar rúmar tíu mínútur voru eftir en það dugði ekki til og Juventus er því komið í baráttu við Maccabi um 3. sæti riðilsins, sem gefur sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Klippa: Benfica - Juventus Þrír Íslendingar komu við sögu í leik FC Kaupmannahafnar gegn Sevilla á Spáni en danska liðinu mistókst enn á ný að skora og tapaði leiknum 3-0. Klippa: Sevilla - FCK Í hinum leiknum í G-riðli tryggðu Manchester City og Dortmund sér tvö efstu sætin með markalausu jafntefli. Dortmund fékk þó dauðafæri til að komast yfir og Riyad Mahrez fékk svo víti fyrir City sem var varið. Klippa: Dortmund - Man. City Í E-riðli er fram undan úrslitaleikur á milli Salzburg og AC Milan um að fylgja Chelsea upp úr riðlinum. Mateo Kovacic og Kai Havertz skoruðu mörk Chelsea í 2-1 sigrinum í Austurríki í gær og var mark Havertz sérstaklega glæsilegt, eins og fyrr segir. Klippa: Salzburg - Chelsea AC Milan vann Dinamo Zagreb á útivelli, 4-0. Rafael Leao stal senunni með marki eftir magnaðan sprett, auk þess að leggja upp annað, í leik sem Robert Ljubicic vill gleyma sem fyrst en hann fékk dæmt á sig víti og skoraði sjálfsmark. Klippa: Zagreb - Milan Í F-riðli mætast Shaktar Donetsk og RB Leipzig í úrslitaleik í lokaumferðinni um sæti í 16-liða úrslitum. Real Madrid gæti enn misst toppsætið eftir að hafa tapað 3-2 gegn Leipzig í gærkvöld. Klippa: Leipzig - Real Madrid Celtic og Shaktar gerðu 1-1 jafntefli í Glasgow og þar með er ljóst að Celtic endar neðst í F-riðli, sama hvernig liðinu vegnar gegn Real Madrid í lokaumferðinni. Klippa: Celtic - Shaktar Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sjá meira