Rekabi hafi mögulega verið þvinguð til þess að skrifa tilkynninguna Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 18. október 2022 18:46 Rekabi að klifra í Suður-Kóreu. AP/International Federation of Sport Climbing/Rhea Kang Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem hún virðist útskýra af hverju hún bar ekki höfuðklút á meðan hún keppti á Asíumótinu í klifri í Suður-Kóreu á dögunum. Hún hafi beðist afsökunar á því að valda fólki áhyggjum en fjölskyldu hennar hafði ekki tekist að ná sambandi við hana síðan í gær. Tilkynningin kemur eftir að Rekabi er sögð hafa verið færð í íranska sendiráðið í Seúl, en það hafi verið gert til þess að hún yrði ekki fyrir áreiti vegna þess að hún hefði ekki borið höfuðklút á meðan keppni stóð. Áður kom fram að íranska sendiráðið í Seúl hefði rekið hana frá Suður-Kóreu en samkvæmt tilkynningu Rekabi á hún að vera á leið frá landinu með liði sínu, samkvæmt fyrir fram ákveðinni dagskrá. BBC greinir frá því að í tilkynningu íþróttakonunnar hafi komið fram að slæm tímasetning og óvænt ákvörðun um að hún skyldi klifra hafi valdið því að klúturinn hafi fallið af höfði hennar. Ekki eru allir sannfærðir um að tilkynningin komi frá Rekabi af fúsum og frjálsum vilja en orðalag hennar gefi til kynna að hún hafi verið þvinguð til þess að skrifa hana. Dæmi séu um það að aðrar íranskar íþróttakonur sem hafi keppt erlendis án þess að bera höfuðklút hafi verið neyddar til þess að senda frá sér svipaðar afsökunarbeiðnir. BBC segist hafa heimildir fyrir því að vegabréf og sími Rekabi hafi verið tekinn af henni, tveimur dögum fyrir áætlaða brottför hennar frá Suður-Kóreu. Rekabi var hampað af alþjóðasamfélaginu fyrir að hafa keppt án þess að bera höfuðklút í kjölfar mótmæla sem geisa nú í Íran vegna dauða hinnar 22 ára Mahsa Amini. Amini lést í haldi siðgæðislögreglu Íran í september en hún var handtekin fyrir að bera höfuðklútinn ekki nógu vel. Amini er sögð hafa verið þekkt undir tveimur nöfnum, kúrdíska nafninu Jina og persneska nafninu Mahsa en kúrdísk nöfn séu ekki leyfð í Íran. Mótmælin vegna aðgerða siðgæðislögreglunnar hafa nú staðið yfir í mánuð og hafa konur brennt höfuðklúta sína á götum úti, þúsundir manna mótmælt og margir látið lífið í átökum við lögreglu. Íran Suður-Kórea Klifur Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Finnst ekki tveimur dögum eftir að hafa keppt án slæðu Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi er nú horfin, tveimur dögum eftir að hafa keppt á klifurmóti í Suður-Kóreu án þess að nota slæðu. Fjölskylda hennar hefur ekki náð sambandi við hana síðan í gær. 18. október 2022 06:37 Börn og konur séu illa stödd á mótmælum í Íran Mótmæli hafa geisað í Íran í um það bil mánuð vegna dauða ungu konunnar, Mahsa Amini en hún lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Ný skýrsla Amnesty International er sögð varpa ljósi á dauðsföll barna á meðan mótmælunum hefur staðið. Mannréttindasamtökin saki öryggissveitir um að hafa beitt sér sérstaklega gegn ungu fólki. Þá eru öryggissveitir sagðar beita mótmælendur og þá sérstaklega konur, mikilli hörku. 15. október 2022 16:40 Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Tilkynningin kemur eftir að Rekabi er sögð hafa verið færð í íranska sendiráðið í Seúl, en það hafi verið gert til þess að hún yrði ekki fyrir áreiti vegna þess að hún hefði ekki borið höfuðklút á meðan keppni stóð. Áður kom fram að íranska sendiráðið í Seúl hefði rekið hana frá Suður-Kóreu en samkvæmt tilkynningu Rekabi á hún að vera á leið frá landinu með liði sínu, samkvæmt fyrir fram ákveðinni dagskrá. BBC greinir frá því að í tilkynningu íþróttakonunnar hafi komið fram að slæm tímasetning og óvænt ákvörðun um að hún skyldi klifra hafi valdið því að klúturinn hafi fallið af höfði hennar. Ekki eru allir sannfærðir um að tilkynningin komi frá Rekabi af fúsum og frjálsum vilja en orðalag hennar gefi til kynna að hún hafi verið þvinguð til þess að skrifa hana. Dæmi séu um það að aðrar íranskar íþróttakonur sem hafi keppt erlendis án þess að bera höfuðklút hafi verið neyddar til þess að senda frá sér svipaðar afsökunarbeiðnir. BBC segist hafa heimildir fyrir því að vegabréf og sími Rekabi hafi verið tekinn af henni, tveimur dögum fyrir áætlaða brottför hennar frá Suður-Kóreu. Rekabi var hampað af alþjóðasamfélaginu fyrir að hafa keppt án þess að bera höfuðklút í kjölfar mótmæla sem geisa nú í Íran vegna dauða hinnar 22 ára Mahsa Amini. Amini lést í haldi siðgæðislögreglu Íran í september en hún var handtekin fyrir að bera höfuðklútinn ekki nógu vel. Amini er sögð hafa verið þekkt undir tveimur nöfnum, kúrdíska nafninu Jina og persneska nafninu Mahsa en kúrdísk nöfn séu ekki leyfð í Íran. Mótmælin vegna aðgerða siðgæðislögreglunnar hafa nú staðið yfir í mánuð og hafa konur brennt höfuðklúta sína á götum úti, þúsundir manna mótmælt og margir látið lífið í átökum við lögreglu.
Íran Suður-Kórea Klifur Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Finnst ekki tveimur dögum eftir að hafa keppt án slæðu Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi er nú horfin, tveimur dögum eftir að hafa keppt á klifurmóti í Suður-Kóreu án þess að nota slæðu. Fjölskylda hennar hefur ekki náð sambandi við hana síðan í gær. 18. október 2022 06:37 Börn og konur séu illa stödd á mótmælum í Íran Mótmæli hafa geisað í Íran í um það bil mánuð vegna dauða ungu konunnar, Mahsa Amini en hún lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Ný skýrsla Amnesty International er sögð varpa ljósi á dauðsföll barna á meðan mótmælunum hefur staðið. Mannréttindasamtökin saki öryggissveitir um að hafa beitt sér sérstaklega gegn ungu fólki. Þá eru öryggissveitir sagðar beita mótmælendur og þá sérstaklega konur, mikilli hörku. 15. október 2022 16:40 Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Finnst ekki tveimur dögum eftir að hafa keppt án slæðu Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi er nú horfin, tveimur dögum eftir að hafa keppt á klifurmóti í Suður-Kóreu án þess að nota slæðu. Fjölskylda hennar hefur ekki náð sambandi við hana síðan í gær. 18. október 2022 06:37
Börn og konur séu illa stödd á mótmælum í Íran Mótmæli hafa geisað í Íran í um það bil mánuð vegna dauða ungu konunnar, Mahsa Amini en hún lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Ný skýrsla Amnesty International er sögð varpa ljósi á dauðsföll barna á meðan mótmælunum hefur staðið. Mannréttindasamtökin saki öryggissveitir um að hafa beitt sér sérstaklega gegn ungu fólki. Þá eru öryggissveitir sagðar beita mótmælendur og þá sérstaklega konur, mikilli hörku. 15. október 2022 16:40
Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45