Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Bjarki Sigurðsson skrifar 18. október 2022 06:58 Kanye virðist ætla að halda áfram að vera eins umdeildur og hann getur. EPA/Ringo Chiu Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. Kanye hefur glímt við andleg veikindi síðustu ár og virðist alltaf ganga lengra og lengra með uppátækjum sínum. Nýlega birti hann myndir af sér í bol sem stóð á White Lifes Matter og hefur hann verið bannaður á samfélagsmiðlum Meta, til dæmis Instagram og Facebook. Í hlaðvarpsþættinum Drink Champs á dögunum sagðist Kanye efast um að lögreglumaðurinn Derek Chauvin hafi valdið dauða Floyd. Chauvin var í fyrrasumar dæmdur í rúmlega 22 ára fangelsi fyrir að krjúpa á hálsi Floyd með þeim afleiðingum að hann lét lífið. Alls var hné hans á hálsi floyd í níu og hálfa mínútu. Í þættinum sagðist Kanye hafa horft á nýútgefna heimildarmynd Candace Owens sem heitir The Greatest Lie Ever Sold: George Floyd and the Rise of BLM. Þar er rætt meðal annars við herbergisfélaga Floyd sem segja hann hafa verið undir áhrifum fentanyl þegar hann lést. Kanye West says George Floyd passed away because of fentanyl and that the cop s knee wasn t even on his neck like that pic.twitter.com/sVKy3VK35O— Kurrco (@Kurrco) October 16, 2022 „Ef þú horfir aftur, þá sérðu að hné mannsins var ekki einu sinni svo mikið á hálsinum,“ sagði Kanye og gaf í skyn að Floyd hafi látið lífið vegna eiturlyfjanna sem hann var á. Samkvæmt lögmanni Floyd-fjölskyldunnar er verið að skoða að fara í mál við Kanye vegna ummælanna. „Ég hef sett saman teymi til að rannsaka fullyrðingar hans og til að rannsaka uppruna þessara fullyrðinga,“ hefur CNN eftir lögmanni fjölskyldunnar. Dauði George Floyd Tónlist Bandaríkin Mál Kanye West Tengdar fréttir Lögreglumenn sem brutu á borgararéttindum Floyd dæmdir í fangelsi Alríkisdómari kvað upp dóma yfir tveimur lögreglumönnum, sem voru sakfelldir fyrir að brjóta á borgararéttindum Georges Floyd, í gær. Dómarnir yfir mönnunum eru styttri en mælt er með, að sögn dómarans vegna þess að annar var nýliði og hinn var „góður lögreglumaður, faðir og eiginmaður.“ 28. júlí 2022 10:50 Morðingi Floyd í meira en 22 ára fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaður í Minneapolis, var dæmdur í 22 og háfs árs fangelsi fyrir að verða George Floyd að bana með því að krjúpa á hálsi hans í fyrra. Drápið á Floyd varð kveikjan að miklum mótmælum í Bandaríkjunum og víða um heim. 25. júní 2021 20:06 Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Fjórum lögreglumönnum var sagt upp störfum í Minnesota eftir að svartur karlmaður lést í höndum lögreglu á mánudagskvöld. 27. maí 2020 08:05 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Kanye hefur glímt við andleg veikindi síðustu ár og virðist alltaf ganga lengra og lengra með uppátækjum sínum. Nýlega birti hann myndir af sér í bol sem stóð á White Lifes Matter og hefur hann verið bannaður á samfélagsmiðlum Meta, til dæmis Instagram og Facebook. Í hlaðvarpsþættinum Drink Champs á dögunum sagðist Kanye efast um að lögreglumaðurinn Derek Chauvin hafi valdið dauða Floyd. Chauvin var í fyrrasumar dæmdur í rúmlega 22 ára fangelsi fyrir að krjúpa á hálsi Floyd með þeim afleiðingum að hann lét lífið. Alls var hné hans á hálsi floyd í níu og hálfa mínútu. Í þættinum sagðist Kanye hafa horft á nýútgefna heimildarmynd Candace Owens sem heitir The Greatest Lie Ever Sold: George Floyd and the Rise of BLM. Þar er rætt meðal annars við herbergisfélaga Floyd sem segja hann hafa verið undir áhrifum fentanyl þegar hann lést. Kanye West says George Floyd passed away because of fentanyl and that the cop s knee wasn t even on his neck like that pic.twitter.com/sVKy3VK35O— Kurrco (@Kurrco) October 16, 2022 „Ef þú horfir aftur, þá sérðu að hné mannsins var ekki einu sinni svo mikið á hálsinum,“ sagði Kanye og gaf í skyn að Floyd hafi látið lífið vegna eiturlyfjanna sem hann var á. Samkvæmt lögmanni Floyd-fjölskyldunnar er verið að skoða að fara í mál við Kanye vegna ummælanna. „Ég hef sett saman teymi til að rannsaka fullyrðingar hans og til að rannsaka uppruna þessara fullyrðinga,“ hefur CNN eftir lögmanni fjölskyldunnar.
Dauði George Floyd Tónlist Bandaríkin Mál Kanye West Tengdar fréttir Lögreglumenn sem brutu á borgararéttindum Floyd dæmdir í fangelsi Alríkisdómari kvað upp dóma yfir tveimur lögreglumönnum, sem voru sakfelldir fyrir að brjóta á borgararéttindum Georges Floyd, í gær. Dómarnir yfir mönnunum eru styttri en mælt er með, að sögn dómarans vegna þess að annar var nýliði og hinn var „góður lögreglumaður, faðir og eiginmaður.“ 28. júlí 2022 10:50 Morðingi Floyd í meira en 22 ára fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaður í Minneapolis, var dæmdur í 22 og háfs árs fangelsi fyrir að verða George Floyd að bana með því að krjúpa á hálsi hans í fyrra. Drápið á Floyd varð kveikjan að miklum mótmælum í Bandaríkjunum og víða um heim. 25. júní 2021 20:06 Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Fjórum lögreglumönnum var sagt upp störfum í Minnesota eftir að svartur karlmaður lést í höndum lögreglu á mánudagskvöld. 27. maí 2020 08:05 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Lögreglumenn sem brutu á borgararéttindum Floyd dæmdir í fangelsi Alríkisdómari kvað upp dóma yfir tveimur lögreglumönnum, sem voru sakfelldir fyrir að brjóta á borgararéttindum Georges Floyd, í gær. Dómarnir yfir mönnunum eru styttri en mælt er með, að sögn dómarans vegna þess að annar var nýliði og hinn var „góður lögreglumaður, faðir og eiginmaður.“ 28. júlí 2022 10:50
Morðingi Floyd í meira en 22 ára fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaður í Minneapolis, var dæmdur í 22 og háfs árs fangelsi fyrir að verða George Floyd að bana með því að krjúpa á hálsi hans í fyrra. Drápið á Floyd varð kveikjan að miklum mótmælum í Bandaríkjunum og víða um heim. 25. júní 2021 20:06
Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Fjórum lögreglumönnum var sagt upp störfum í Minnesota eftir að svartur karlmaður lést í höndum lögreglu á mánudagskvöld. 27. maí 2020 08:05