„Við viljum fá samfélagið á bakvið okkur eins og við gerðum í fyrra og klára þetta dæmi“ Sverrir Mar Smárason skrifar 8. október 2022 16:38 Viktor Jónsson var ekki svona svekktur í dag, hann var bara mjög glaður. Vísir/Diego Skagamenn unnu mikilvægan 3-2 sigur á Fram í neðri hluta Bestu deildarinnar á Akranesi í dag. Viktor Jónsson, framherji ÍA, var gríðarlega sáttur í leikslok. „Þetta var kærkominn sigur, mjög kærkominn. Við þurfum bara að halda áfram ef við ætlum að eiga einhvern möguleika á því að halda okkur uppi. Við erum búnir að vera svolítið sjálfum okkur verstir í sambandi við þessi mörk sem við erum búnir að vera að fá á okkur og það sama má segja með mörkin í dag. Við komum inn í hálfleikinn ekki sáttir við að hafa fengið þessi tvö mörk á okkur og Jón Þór heldur betur ekki sáttur. Hann tók þrumuræðu, það má segja það, og menn urðu litlir í sér, skömmuðust sín og mættu til baka í seinni hálfleik, tóku þetta og kláruðu þetta,“ sagði Viktor. Viktor var frá vegna meiðsla alveg fram í lok september og hefur nú byrjað báða leiki ÍA í úrslitakeppninni. Hann segir gott að vera kominn til baka, að hann vonist til þess að geta lagt eitthvað að mörkum og hrósar svo Eyþóri Wöhler sem gerði tvö mörk í dag fyrir ÍA. „Bara geggjað. Þetta leit ekki vel út framan af sumri. Það var svosem aldrei komist að því nákvæmlega hvað var að og maður tók bara hvern dag fyrir sig og vonaði það besta. Svo small þetta allt saman fyrir nokkrum vikum saman og ég kem bara inn í liðið. Það gengur vel og vonandi get ég haft eitthvað fram að færa fyrir liðið. Eyþór er búinn að vera geggjaður í allt sumar, er frábær leikmaður og er búinn að sanna sig í efstu deild núna. Ég vona að honum haldi áfram að ganga vel,“ sagði Viktor. ÍA bjargaði sér á ótrúlegan hátt frá falli í fyrra með því að vinna síðustu þrjá leikina. Viktor segir engin spurning að það sé hægt aftur, ÍA ætli ekki að falla og að liðið vilji samfélagið með sér í baráttuna. „Við höfum gert þetta áður og höfum fengið að smakka á því hvernig það er að bjarga sér svona eins og við gerðum í fyrra. Við viljum klárlega gera það aftur. Við viljum fá samfélagið á bakvið okkur eins og við gerðum í fyrra og klára þetta dæmi. Við erum ekki að fara að falla, það hefur aldrei komið inn í hausinn á okkur og við viljum bara klára þetta almennilega,“ sagði Viktor að lokum. Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Fram Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA 3-2 Fram | Skagamenn enn þá á lífi ÍA vann 3-2 sigur á Fram í úrslitakeppni neðri hluta Bestu-deildar í dag en skagamenn er nú aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 8. október 2022 16:00 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
„Þetta var kærkominn sigur, mjög kærkominn. Við þurfum bara að halda áfram ef við ætlum að eiga einhvern möguleika á því að halda okkur uppi. Við erum búnir að vera svolítið sjálfum okkur verstir í sambandi við þessi mörk sem við erum búnir að vera að fá á okkur og það sama má segja með mörkin í dag. Við komum inn í hálfleikinn ekki sáttir við að hafa fengið þessi tvö mörk á okkur og Jón Þór heldur betur ekki sáttur. Hann tók þrumuræðu, það má segja það, og menn urðu litlir í sér, skömmuðust sín og mættu til baka í seinni hálfleik, tóku þetta og kláruðu þetta,“ sagði Viktor. Viktor var frá vegna meiðsla alveg fram í lok september og hefur nú byrjað báða leiki ÍA í úrslitakeppninni. Hann segir gott að vera kominn til baka, að hann vonist til þess að geta lagt eitthvað að mörkum og hrósar svo Eyþóri Wöhler sem gerði tvö mörk í dag fyrir ÍA. „Bara geggjað. Þetta leit ekki vel út framan af sumri. Það var svosem aldrei komist að því nákvæmlega hvað var að og maður tók bara hvern dag fyrir sig og vonaði það besta. Svo small þetta allt saman fyrir nokkrum vikum saman og ég kem bara inn í liðið. Það gengur vel og vonandi get ég haft eitthvað fram að færa fyrir liðið. Eyþór er búinn að vera geggjaður í allt sumar, er frábær leikmaður og er búinn að sanna sig í efstu deild núna. Ég vona að honum haldi áfram að ganga vel,“ sagði Viktor. ÍA bjargaði sér á ótrúlegan hátt frá falli í fyrra með því að vinna síðustu þrjá leikina. Viktor segir engin spurning að það sé hægt aftur, ÍA ætli ekki að falla og að liðið vilji samfélagið með sér í baráttuna. „Við höfum gert þetta áður og höfum fengið að smakka á því hvernig það er að bjarga sér svona eins og við gerðum í fyrra. Við viljum klárlega gera það aftur. Við viljum fá samfélagið á bakvið okkur eins og við gerðum í fyrra og klára þetta dæmi. Við erum ekki að fara að falla, það hefur aldrei komið inn í hausinn á okkur og við viljum bara klára þetta almennilega,“ sagði Viktor að lokum.
Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Fram Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA 3-2 Fram | Skagamenn enn þá á lífi ÍA vann 3-2 sigur á Fram í úrslitakeppni neðri hluta Bestu-deildar í dag en skagamenn er nú aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 8. október 2022 16:00 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Leik lokið: ÍA 3-2 Fram | Skagamenn enn þá á lífi ÍA vann 3-2 sigur á Fram í úrslitakeppni neðri hluta Bestu-deildar í dag en skagamenn er nú aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 8. október 2022 16:00