„Það eina sem skiptir máli er að vinna og hjálpa liðinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. október 2022 22:00 Trent Alexander-Arnold var eðlilega kátur eftir sigurinn í kvöld. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Trent Alexander-Arnold, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, gat leyft sér að brosa eftir 2-0 sigur liðsins gegn Rangers í Meistaradeild Evrópu í kvöld. „Frammistaðan hjá strákunum var frábær. Við vorum vonsviknir eftir jafnteflið á laugardaginn þar sem við komumst aldrei í gang og pressan var ekki til staðar. Við vorum hægir, en þetta var algjör andstaða í dag. Við byrjuðum vel og héldum áfram allan leikinn. Þeir áttu sín augnablik og seinni hálfleikurinn var erfiður, en heilt yfir spiluðum við mjög vel,“ sagði Trent að leik loknum. Bakvörðurinn skoraði fyrra mark Liverpool í kvöld, glæsilegt mark beint úr aukapspyrnu. „Ég skora venjulega ekki frá þessari hlið. Ég skora yfirleitt hinumegin á vellinum. Þetta snérist bara um að koma boltanum á markið, það er það sem ég hef verið að einbeita mér að á æfingum. Ef þú nærð að koma skotinu á markið eru alltaf líkur á því að hann fari inn eða að liðið fái frákast.“ Englendingurinn hefur þurft að hlusta á nokkra gagnrýni í sinn garð undanfarnar vikur, en hann segist reyna að leiða hana hjá sér. „Það er alveg sama hvað gengur á, ég reyni alltaf að hugsa jákvætt. Fólk segir allskonar hluti en fyrir mér snýst þetta um að standa sig fyrir liðið þitt. Það eina sem skiptir máli er að vinna og hjálpa liðinu. Ég hef ekki byrjað tímabilið eins vel og ég hefði viljað, en ég hlakka til þess sem koma skal á tímabilinu.“ „Þetta ár verður mjög erfitt. Það er það sem við erum vanir, þrír leikir á viku. Það eru engar afsakanir. Það er spennandi að eiga svona marga leiki framundan,“ sagði Trent að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
„Frammistaðan hjá strákunum var frábær. Við vorum vonsviknir eftir jafnteflið á laugardaginn þar sem við komumst aldrei í gang og pressan var ekki til staðar. Við vorum hægir, en þetta var algjör andstaða í dag. Við byrjuðum vel og héldum áfram allan leikinn. Þeir áttu sín augnablik og seinni hálfleikurinn var erfiður, en heilt yfir spiluðum við mjög vel,“ sagði Trent að leik loknum. Bakvörðurinn skoraði fyrra mark Liverpool í kvöld, glæsilegt mark beint úr aukapspyrnu. „Ég skora venjulega ekki frá þessari hlið. Ég skora yfirleitt hinumegin á vellinum. Þetta snérist bara um að koma boltanum á markið, það er það sem ég hef verið að einbeita mér að á æfingum. Ef þú nærð að koma skotinu á markið eru alltaf líkur á því að hann fari inn eða að liðið fái frákast.“ Englendingurinn hefur þurft að hlusta á nokkra gagnrýni í sinn garð undanfarnar vikur, en hann segist reyna að leiða hana hjá sér. „Það er alveg sama hvað gengur á, ég reyni alltaf að hugsa jákvætt. Fólk segir allskonar hluti en fyrir mér snýst þetta um að standa sig fyrir liðið þitt. Það eina sem skiptir máli er að vinna og hjálpa liðinu. Ég hef ekki byrjað tímabilið eins vel og ég hefði viljað, en ég hlakka til þess sem koma skal á tímabilinu.“ „Þetta ár verður mjög erfitt. Það er það sem við erum vanir, þrír leikir á viku. Það eru engar afsakanir. Það er spennandi að eiga svona marga leiki framundan,“ sagði Trent að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira