Sjáðu sjálfsmark KR, dönsku skærin og vonbrigði ÍA: „Þú stendur ofan í þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 3. október 2022 09:00 Rauða spjaldið fór á loft í Reykjanesbæ í gær þar sem ÍA færðist nær falli niður í Lengjudeildina. Stöð 2 Sport Fyrsta úrslitakeppnin í sögu efstu deildar karla í fótbolta fór af stað í gær með einum leik í efri hluta og tveimur í neðri hluta. Ellefu mörk voru skoruð og rauða spjaldið fór tvisvar á loft, eins og sjá má í myndböndum hér á Vísi. KA svo gott sem tryggði sér sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð þegar liðið vann 1-0 sigur á heimavelli gegn KR, með sjálfsmarki Pontus Lindgren. Úr því að Víkingur varð bikarmeistari um helgina dugar KA 3. sæti til að komast í Evrópukeppni, og er liðið núna fjórtán stigum á undan Val sem er í 4. sæti. KA er auk þess aðeins fimm stigum á eftir toppliði Breiðabliks sem mætir Stjörnunni í kvöld. Klippa: Sigurmark KA gegn KR Keflavík og Fram alveg laus við fallhættu Segja má að Keflavík hafi rekið nagla í kistu Skagamanna, þó ekki þann síðasta, með 3-2 sigri í afar fjörugum leik liðanna. Árni Salvar Heimisson kom ÍA yfir en Kian Williams og Patrik Johannesen, sem skoraði úr víti, komu Keflavík yfir fyrir hálfleik. Johannes Vall jafnaði fyrir ÍA en Joey Gibbs skoraði sigurmark Keflavíkur með alvöru neglu, beint úr aukaspyrnu. Í uppbótartíma fékk Oliver Stefánsson úr ÍA svo sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir tæklingu, og var afar óánægður með dóminn. „Þú stendur ofan í þessu maður,“ kallaði Oliver að fjórða dómara leiksins svo heyra mátti í myndbandinu. Klippa: Mörk og rautt í leik Keflavíkur og ÍA Eins og vanalega var svo mikið skorað í Grafarholti þar sem Fram vann 3-2 sigur gegn Leikni. Mikkel Dahl kom Leikni reyndar yfir en Delphin Tshiembe jafnaði fljótt metin. Í seinni hálfleik skoraði Daninn Jannik Pohl svo tvö mörk, það fyrra eftir að hafa leikið snyrtilega á Viktor Frey Sigurðsson í marki Leiknis en hið seinna eftir góða fyrirgjöf frá Fred. Undir lokin fékk Óskar Jónsson í liði Fram rautt spjald fyrir brot sem aftasti maður og Emil Berger skoraði úr vítinu sem einnig var dæmt. Það var þó of seint fyrir Leikni sem enn á ný tapaði fyrir Fram á leiktíðinni. Klippa: Mörk Fram og Leiknis Staðan í neðri hlutanum er því þannig að Keflavík og Fram hafa slitið sig algjörlega frá hættunni á því að falla. ÍBV og Leiknir eru með 20 stig, FH 19 og ÍA 15, en ÍBV og FH mætast í Eyjum á miðvikudaginn. Besta deild karla KR ÍA KA Keflavík ÍF Fram Leiknir Reykjavík Fótbolti Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira
KA svo gott sem tryggði sér sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð þegar liðið vann 1-0 sigur á heimavelli gegn KR, með sjálfsmarki Pontus Lindgren. Úr því að Víkingur varð bikarmeistari um helgina dugar KA 3. sæti til að komast í Evrópukeppni, og er liðið núna fjórtán stigum á undan Val sem er í 4. sæti. KA er auk þess aðeins fimm stigum á eftir toppliði Breiðabliks sem mætir Stjörnunni í kvöld. Klippa: Sigurmark KA gegn KR Keflavík og Fram alveg laus við fallhættu Segja má að Keflavík hafi rekið nagla í kistu Skagamanna, þó ekki þann síðasta, með 3-2 sigri í afar fjörugum leik liðanna. Árni Salvar Heimisson kom ÍA yfir en Kian Williams og Patrik Johannesen, sem skoraði úr víti, komu Keflavík yfir fyrir hálfleik. Johannes Vall jafnaði fyrir ÍA en Joey Gibbs skoraði sigurmark Keflavíkur með alvöru neglu, beint úr aukaspyrnu. Í uppbótartíma fékk Oliver Stefánsson úr ÍA svo sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir tæklingu, og var afar óánægður með dóminn. „Þú stendur ofan í þessu maður,“ kallaði Oliver að fjórða dómara leiksins svo heyra mátti í myndbandinu. Klippa: Mörk og rautt í leik Keflavíkur og ÍA Eins og vanalega var svo mikið skorað í Grafarholti þar sem Fram vann 3-2 sigur gegn Leikni. Mikkel Dahl kom Leikni reyndar yfir en Delphin Tshiembe jafnaði fljótt metin. Í seinni hálfleik skoraði Daninn Jannik Pohl svo tvö mörk, það fyrra eftir að hafa leikið snyrtilega á Viktor Frey Sigurðsson í marki Leiknis en hið seinna eftir góða fyrirgjöf frá Fred. Undir lokin fékk Óskar Jónsson í liði Fram rautt spjald fyrir brot sem aftasti maður og Emil Berger skoraði úr vítinu sem einnig var dæmt. Það var þó of seint fyrir Leikni sem enn á ný tapaði fyrir Fram á leiktíðinni. Klippa: Mörk Fram og Leiknis Staðan í neðri hlutanum er því þannig að Keflavík og Fram hafa slitið sig algjörlega frá hættunni á því að falla. ÍBV og Leiknir eru með 20 stig, FH 19 og ÍA 15, en ÍBV og FH mætast í Eyjum á miðvikudaginn.
Besta deild karla KR ÍA KA Keflavík ÍF Fram Leiknir Reykjavík Fótbolti Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira