Óttast loftslagsstórslys vegna gaslekans Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2022 10:54 Gas vellur upp úr hafinu þar sem gat kom á Nord Stream 2-leiðsluna utan við Borgundarhólm í gær. Stærsta gasbólan sem danskar herþotur komu auga á var um kílómetri að þvermáli. Vísir/EPA Losun gróðurhúsalofttegunda frá lekanum í Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti gæti jafnast á við árslosun heillrar borgar. Vísindamenn óttast loftslagshamfarir en losun vegna lekans gæti í versta falli orðið umtalsvert meiri en árslosun Íslands. Evrópuríki telja að skemmdarverk hafi verið framin á rússnesku gasleiðslunum Nord Stream 1 og 2 sem byrjuðu skyndilega að leka á mánudag. Hvorug leiðslan var í notkun en í þeim er engu að síður jarðgas, fyrst og fremst metan sem er margfalt öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur. Sérfræðingar segja erfitt að leggja mat á umfang losunar vegna lekans vegna ýmissa óvissuþátta, þar á meðal hitastigs gassins, hversu hratt það lekur og hversu mikið af því lífverur í sjónum drekka í sig áður en það nær upp í andrúmsloftið. Áhrif lekans á loftslagið gætu þó verið fordæmalaus og stórslys. Varfærið mat bendir til þess að allt að 500 tonn af metani hafi losnað á hverri klukkustund fyrst eftir að leiðslurnar rofnuðu en dregið hafi úr kraftinum síðan eftir því sem þrýstingurinn minnkaði, að því er einn sérfræðinganna segir Reuters-fréttastofunni. Til samanburðar losnuðu um 50 tonn af metani á klukkustund þegar leki kom upp í gaslind í Aliso-gljúfri í Kaliforníu í Bandaríkjunum árið 2015 og stóð til 2016. Losun á við 1,4 milljónir bifreiða á ári Talsmaður Nord Stream 2 segir að í leiðslunni hafi verið um 300 milljónir rúmmetra af gasi. Leiðslan var aldrei tekin í notkun vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Slyppi gasið allt út í andrúmsloftið næmi það um 200.000 tonnum af metani. Slíkt magn metans hefði sömu hlýnunaráhrif yfir hundrað ára tímabil og sex milljónir tonna af koltvísýringi samkvæmt mati Reuters. Til samanburðar nam losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi þegar landnotkun er ekki tekin með í reikninginn um 4,5 milljónum tonna koltvísýringsígilda árið 2020. Þá á eftir að taka Nord Stream 1 með í reikninginn. Talsmaður hennar hefur ekki viljað gefa upp hversu mikið gas var eftir í leiðslunni þegar hún var tekin úr notkun, vegna viðhalds að sögn Rússa, fyrir nokkrum vikum. Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður við hugveituna The Breakthrough Institute, segir að losun frá lekanum á báðum leiðslum gæti jafnast á við árslosun 1,4 milljóna bifreiða. Hún næmi þó aðeins um 0,2% af árlegri losun manna á metani með bruna á jarðefnaeldsneyti. To put this in perspective, the massive Aliso Canyon gas leak in 2015/2016 only released around 97,100 tons CH4. 6.4 million tons CO2-eq from both pipelines would be equivalent to the annual emissions of 1.4 million cars, though its only ~0.2% of annual fossil fuel CH4 emissions. pic.twitter.com/s40AET1f0d— Zeke Hausfather (@hausfath) September 28, 2022 Gæti lekið áfram í daga eða viku Enginn hefur enn farið og kannað ástandið á gasleiðslunum. Danska orkustofnunin sagði Reuters að of snemmt væri að segja til um hvers myndi rannsaka lekann á Nord Stream 2. Líklegt sé að gas muni halda áfram að leka í nokkra daga eða jafnvel viku. Stefano Grassi, skrifstofustjóri orkumálastjóra framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að hætta sé á að lekinn verði að loftslags- og vistfræðilegu stórslysi. „Við erum í sambandi við [aðildarríkin] um að kanna hvað gerðist og að finna fljótlegustu leiðina til að stöðva lekana og forðast frekara tjón,“ sagði Grassi á Twitter. The NSI and NSII leaks risk becoming a climate and ecological disaster. We are in contact with MS to look into what happened and find the fastest way to stop leaks and avoid worse damage. https://t.co/OtX4oDNbMW— Stefano Grassi (@StefanoBPGrassi) September 27, 2022 Evrópusambandið hefur enn ekki kennt rússneskum stjórnvöldum beint um skemmdarverkin á leiðslunum. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, varaði við því að vísvitandi skemmdarverkum yrði svarað af fullri hörku. Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússa beint um „hryðjuverk“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Jarðskjálftamælar námu sprengingar á hafsbotni í Eystrasalti áður en vart varð við lekana. Björn Lund frá jarðfræðistofnun Svíþjóðar segir engan vafa leika á að sprengingar hafi valdið lekunum. Fréttin hefur verið uppfærð. Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Loftslagsmál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Danir telja sprengingarnar hafa verið skemmdarverk Forsætisráðherra Danmerkur sagði á blaðamannafundi fyrr í kvöld að dönsk yfirvöld telji að sprengingarnar tvær, sem ollu leka á Nord stream gasleiðslunum í gær, hafi verið skemmdarverk. Hún sagðist þó ekkert geta gefið upp um hverjir eru taldir standa að baki skemmdarverkum. 27. september 2022 19:52 Greindu sprengingar við Nord Stream leiðslurnar Tvær sprengingar greindust greinilega á mælitækjum í Svíþjóð og Noregi þegar göt mynduðust á Nord Stream 1 og Nord Stream 2 leiðslunum í Eystrasalti. Þá birtu Danir í dag myndefni sem sýnir lekana á yfirborði hafsins. 27. september 2022 13:46 Lekar í Nord Stream 1 og 2 mögulega skipulagðar árásir Lekar sem uppgötvuðust í báðum Nord Stream-gasleiðslunum Eystrasalti í gær - Nord Stream 1 og 2 - kunna skýrast af því að skipulögð árás hafi verið gerð á leiðslunar. 27. september 2022 08:03 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Evrópuríki telja að skemmdarverk hafi verið framin á rússnesku gasleiðslunum Nord Stream 1 og 2 sem byrjuðu skyndilega að leka á mánudag. Hvorug leiðslan var í notkun en í þeim er engu að síður jarðgas, fyrst og fremst metan sem er margfalt öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur. Sérfræðingar segja erfitt að leggja mat á umfang losunar vegna lekans vegna ýmissa óvissuþátta, þar á meðal hitastigs gassins, hversu hratt það lekur og hversu mikið af því lífverur í sjónum drekka í sig áður en það nær upp í andrúmsloftið. Áhrif lekans á loftslagið gætu þó verið fordæmalaus og stórslys. Varfærið mat bendir til þess að allt að 500 tonn af metani hafi losnað á hverri klukkustund fyrst eftir að leiðslurnar rofnuðu en dregið hafi úr kraftinum síðan eftir því sem þrýstingurinn minnkaði, að því er einn sérfræðinganna segir Reuters-fréttastofunni. Til samanburðar losnuðu um 50 tonn af metani á klukkustund þegar leki kom upp í gaslind í Aliso-gljúfri í Kaliforníu í Bandaríkjunum árið 2015 og stóð til 2016. Losun á við 1,4 milljónir bifreiða á ári Talsmaður Nord Stream 2 segir að í leiðslunni hafi verið um 300 milljónir rúmmetra af gasi. Leiðslan var aldrei tekin í notkun vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Slyppi gasið allt út í andrúmsloftið næmi það um 200.000 tonnum af metani. Slíkt magn metans hefði sömu hlýnunaráhrif yfir hundrað ára tímabil og sex milljónir tonna af koltvísýringi samkvæmt mati Reuters. Til samanburðar nam losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi þegar landnotkun er ekki tekin með í reikninginn um 4,5 milljónum tonna koltvísýringsígilda árið 2020. Þá á eftir að taka Nord Stream 1 með í reikninginn. Talsmaður hennar hefur ekki viljað gefa upp hversu mikið gas var eftir í leiðslunni þegar hún var tekin úr notkun, vegna viðhalds að sögn Rússa, fyrir nokkrum vikum. Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður við hugveituna The Breakthrough Institute, segir að losun frá lekanum á báðum leiðslum gæti jafnast á við árslosun 1,4 milljóna bifreiða. Hún næmi þó aðeins um 0,2% af árlegri losun manna á metani með bruna á jarðefnaeldsneyti. To put this in perspective, the massive Aliso Canyon gas leak in 2015/2016 only released around 97,100 tons CH4. 6.4 million tons CO2-eq from both pipelines would be equivalent to the annual emissions of 1.4 million cars, though its only ~0.2% of annual fossil fuel CH4 emissions. pic.twitter.com/s40AET1f0d— Zeke Hausfather (@hausfath) September 28, 2022 Gæti lekið áfram í daga eða viku Enginn hefur enn farið og kannað ástandið á gasleiðslunum. Danska orkustofnunin sagði Reuters að of snemmt væri að segja til um hvers myndi rannsaka lekann á Nord Stream 2. Líklegt sé að gas muni halda áfram að leka í nokkra daga eða jafnvel viku. Stefano Grassi, skrifstofustjóri orkumálastjóra framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að hætta sé á að lekinn verði að loftslags- og vistfræðilegu stórslysi. „Við erum í sambandi við [aðildarríkin] um að kanna hvað gerðist og að finna fljótlegustu leiðina til að stöðva lekana og forðast frekara tjón,“ sagði Grassi á Twitter. The NSI and NSII leaks risk becoming a climate and ecological disaster. We are in contact with MS to look into what happened and find the fastest way to stop leaks and avoid worse damage. https://t.co/OtX4oDNbMW— Stefano Grassi (@StefanoBPGrassi) September 27, 2022 Evrópusambandið hefur enn ekki kennt rússneskum stjórnvöldum beint um skemmdarverkin á leiðslunum. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, varaði við því að vísvitandi skemmdarverkum yrði svarað af fullri hörku. Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússa beint um „hryðjuverk“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Jarðskjálftamælar námu sprengingar á hafsbotni í Eystrasalti áður en vart varð við lekana. Björn Lund frá jarðfræðistofnun Svíþjóðar segir engan vafa leika á að sprengingar hafi valdið lekunum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Loftslagsmál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Danir telja sprengingarnar hafa verið skemmdarverk Forsætisráðherra Danmerkur sagði á blaðamannafundi fyrr í kvöld að dönsk yfirvöld telji að sprengingarnar tvær, sem ollu leka á Nord stream gasleiðslunum í gær, hafi verið skemmdarverk. Hún sagðist þó ekkert geta gefið upp um hverjir eru taldir standa að baki skemmdarverkum. 27. september 2022 19:52 Greindu sprengingar við Nord Stream leiðslurnar Tvær sprengingar greindust greinilega á mælitækjum í Svíþjóð og Noregi þegar göt mynduðust á Nord Stream 1 og Nord Stream 2 leiðslunum í Eystrasalti. Þá birtu Danir í dag myndefni sem sýnir lekana á yfirborði hafsins. 27. september 2022 13:46 Lekar í Nord Stream 1 og 2 mögulega skipulagðar árásir Lekar sem uppgötvuðust í báðum Nord Stream-gasleiðslunum Eystrasalti í gær - Nord Stream 1 og 2 - kunna skýrast af því að skipulögð árás hafi verið gerð á leiðslunar. 27. september 2022 08:03 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Danir telja sprengingarnar hafa verið skemmdarverk Forsætisráðherra Danmerkur sagði á blaðamannafundi fyrr í kvöld að dönsk yfirvöld telji að sprengingarnar tvær, sem ollu leka á Nord stream gasleiðslunum í gær, hafi verið skemmdarverk. Hún sagðist þó ekkert geta gefið upp um hverjir eru taldir standa að baki skemmdarverkum. 27. september 2022 19:52
Greindu sprengingar við Nord Stream leiðslurnar Tvær sprengingar greindust greinilega á mælitækjum í Svíþjóð og Noregi þegar göt mynduðust á Nord Stream 1 og Nord Stream 2 leiðslunum í Eystrasalti. Þá birtu Danir í dag myndefni sem sýnir lekana á yfirborði hafsins. 27. september 2022 13:46
Lekar í Nord Stream 1 og 2 mögulega skipulagðar árásir Lekar sem uppgötvuðust í báðum Nord Stream-gasleiðslunum Eystrasalti í gær - Nord Stream 1 og 2 - kunna skýrast af því að skipulögð árás hafi verið gerð á leiðslunar. 27. september 2022 08:03