Má bjóða þér stutta stráið? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 27. september 2022 13:00 Mörg strá eru sett saman í knippi, eitt þeirra er styttra en hin. Hópur barna kemur saman og eiga að draga strá úr knippinu. Sá sem dregur stutta stráið þarf að inna eitthvað óvinsælt verkefni af hendi. Máltækið „að draga stutta stráið“ kemur af þessari félagslegu athöfn og enginn vill draga það. Setjum stráin í knippinu í samhengi við lífið sjálft. Stráin í knippinu geta verið heimaland einstaklingsins, fjölskylda, umhverfi, nú eða hæfileikar, veikleikar eða styrkleikar. Í lífinu sjálfu draga margir stutta stráið og komast ekki hjá því. Við fæðingu taka á móti okkur aðstæður sem við völdum ekki sjálf, land, þjóð, foreldrar, heimili og aðrar aðstæður. Við fæðumst með mismunandi spil á hendi og umhverfi okkar er ætlað að styðja við það góða og aðstoða okkur á lífsins braut. Við drögum mismunandi strá og misvel er hlúð að stráunum okkar. Flest okkar sem búa á Íslandi hafa dregið stór og voldug strá sem hafa fengið aðhlynningu og vökvun. Þau fæðast í fjölskyldur sem styðja við hæfileika, gefa tækifæri og hvetja til menntunar. Þau kunna að nýta sér þær aðstæður og möguleika sem samfélagið býður upp á. Þau sem drógu stutta stráið hafa ekki sömu möguleika og hafa ekkert til þess unnið að hafa færri tækifæri en hin. Stutta stráið getur verið fátækt, veikindi, skortur á umhyggju, stuðningi eða hvatningu. Barn sem dregur stutta stráið við fæðingu fær jafnvel ekki að stunda tómstundir, sækja menningarviðburði eða að ferðast og þannig víkka sjóndeildarhringinn. Við getum breytt leikreglum á þann veg að þeir sem draga stutta stráið fái aðstoð frá hinum, frá samfelaginu til að hlúa að sínu strái, láta það vaxa og dafna eins og hin stráin. Öll börn eru afsprengi eða ávöxtur þess samfélags og umhverfis sem þau vaxa upp í. Ekkert okkar getur þakkað sjálfu sér einu fyrir hugsanlega velgengni. Ekkert okkar öðlast frægð, frama eða fé á svokölluðum eigin verðleikum eingöngu. Verðleikarnir hafa vaxið vegna frjósams jarðvegs og umhverfis þess sem ber þá. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna má ekki mismuna börnum eftir stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra svo sem vegna efnahags. Okkur ber að uppfylla þann rétt og sjá til þess að jarðvegur allra barna sé frjósamur. Fyrsta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er að uppræta fátækt og ber okkur að uppfylla það. Þann 17. október er alþjóðlegur dagur gegn fátækt og vilja Barnaheill – Save the Children á Íslandi því hvetja stjórnvöld til að setja sér stefnu og áætlun um að uppræta fátækt á Íslandi. Slík stefna er ekki til hér á landi. Eitt sinn sat ég tíma í hagfræði í Háskóla Íslands. Prófessorinn teiknaði upp alls kyns gröf og línur sem mættust í heilögum skurðpunktum þar sem hámark hamingju sem flestra var að finna. Ég taldi mig oft þurfa að koma með athugasemdir. Í stuttu hléi milli kennslustunda kom prófessorinn til mín og sagði: „ Margrét, þú ert ekki sérlega sammála mér”. „Nei” svaraði ég ,, ég get ekki fallist á það að fólk velji hvort það verði ríkt eða fátækt”. Þannig er það með stutta stráið, fólk velur það ekki. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Réttindi barna Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mörg strá eru sett saman í knippi, eitt þeirra er styttra en hin. Hópur barna kemur saman og eiga að draga strá úr knippinu. Sá sem dregur stutta stráið þarf að inna eitthvað óvinsælt verkefni af hendi. Máltækið „að draga stutta stráið“ kemur af þessari félagslegu athöfn og enginn vill draga það. Setjum stráin í knippinu í samhengi við lífið sjálft. Stráin í knippinu geta verið heimaland einstaklingsins, fjölskylda, umhverfi, nú eða hæfileikar, veikleikar eða styrkleikar. Í lífinu sjálfu draga margir stutta stráið og komast ekki hjá því. Við fæðingu taka á móti okkur aðstæður sem við völdum ekki sjálf, land, þjóð, foreldrar, heimili og aðrar aðstæður. Við fæðumst með mismunandi spil á hendi og umhverfi okkar er ætlað að styðja við það góða og aðstoða okkur á lífsins braut. Við drögum mismunandi strá og misvel er hlúð að stráunum okkar. Flest okkar sem búa á Íslandi hafa dregið stór og voldug strá sem hafa fengið aðhlynningu og vökvun. Þau fæðast í fjölskyldur sem styðja við hæfileika, gefa tækifæri og hvetja til menntunar. Þau kunna að nýta sér þær aðstæður og möguleika sem samfélagið býður upp á. Þau sem drógu stutta stráið hafa ekki sömu möguleika og hafa ekkert til þess unnið að hafa færri tækifæri en hin. Stutta stráið getur verið fátækt, veikindi, skortur á umhyggju, stuðningi eða hvatningu. Barn sem dregur stutta stráið við fæðingu fær jafnvel ekki að stunda tómstundir, sækja menningarviðburði eða að ferðast og þannig víkka sjóndeildarhringinn. Við getum breytt leikreglum á þann veg að þeir sem draga stutta stráið fái aðstoð frá hinum, frá samfelaginu til að hlúa að sínu strái, láta það vaxa og dafna eins og hin stráin. Öll börn eru afsprengi eða ávöxtur þess samfélags og umhverfis sem þau vaxa upp í. Ekkert okkar getur þakkað sjálfu sér einu fyrir hugsanlega velgengni. Ekkert okkar öðlast frægð, frama eða fé á svokölluðum eigin verðleikum eingöngu. Verðleikarnir hafa vaxið vegna frjósams jarðvegs og umhverfis þess sem ber þá. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna má ekki mismuna börnum eftir stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra svo sem vegna efnahags. Okkur ber að uppfylla þann rétt og sjá til þess að jarðvegur allra barna sé frjósamur. Fyrsta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er að uppræta fátækt og ber okkur að uppfylla það. Þann 17. október er alþjóðlegur dagur gegn fátækt og vilja Barnaheill – Save the Children á Íslandi því hvetja stjórnvöld til að setja sér stefnu og áætlun um að uppræta fátækt á Íslandi. Slík stefna er ekki til hér á landi. Eitt sinn sat ég tíma í hagfræði í Háskóla Íslands. Prófessorinn teiknaði upp alls kyns gröf og línur sem mættust í heilögum skurðpunktum þar sem hámark hamingju sem flestra var að finna. Ég taldi mig oft þurfa að koma með athugasemdir. Í stuttu hléi milli kennslustunda kom prófessorinn til mín og sagði: „ Margrét, þú ert ekki sérlega sammála mér”. „Nei” svaraði ég ,, ég get ekki fallist á það að fólk velji hvort það verði ríkt eða fátækt”. Þannig er það með stutta stráið, fólk velur það ekki. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun