Skemmdirnar á Púertó Ríkó sagðar hörmulegar Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2022 19:05 AP/Alejandro Granadillo Fellibylurinn Fíóna olli hörmulegum skemmdum á eyjunni Púertó Ríkó í dag. Ríkisstjóri eyjunnar segir eyðilegginguna hvað versta í þéttbýli og að minnst einn sé látinn. Enn sé þó ekki búið að ná að fullu utan um eyðilegginguna. Nærri því öll eyjan er án rafmagns en Fíónu fylgdi mikil rigning sem olli flóðum og aurskriðum. AP fréttaveitan segir Fíónu hafa rifið malbik af götum og þök af húsum. Flóð hafi rifið brýr en enn er mikil rigning á Púertó Ríkó. Veðurfræðingar sögðu fyrr í kvöld að rigningin hefði mælst allt að 56 sentímetrar og von væri á allt að tuttugu sentímetrum til viðbótar. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni sem tekið var á Púertó Ríkó í dag. Púertó Ríkó er bandarískt yfirráðasvæði og lýsti Joe Biden Bandaríkjaforseti yfir neyðarástandi á eyjunni. Sá sem vitað er að dó vegna Fíónu var sjötugur maður sem brann illa þegar hann var að hella eldsneyti á ljósavél sína. Sjá einnig: Fíóna sló út öllu rafmagni á Púertó Ríkó Washington Post segir að búið sé að koma rafmagni aftur til um hundrað þúsund heimila og fyrirtækja á norðurhluta Púertó Ríkó. Enn séu þó 750 þúsund heimili og fyrirtæki án rafmagns. Ríkisstjóri Púertó Ríkó segir að það muni taka einhverja daga að laga dreifikerfi eyjunnar að fullu og koma rafmagni á hjá öllum. Fíóna náði einnig landi í Dóminíska lýðveldinu í dag en veðurfræðingar eiga von á allt að 38 sentímetra rigningu í Dóminíska lýðveldinu. Talið er að Fíóna muni stækka og safna krafti á leið út á Atlantshafið á næstu dögum og gæti fellibylurinn skollið á Bermúda-eyjum á fimmtudag eða föstudag. Here are the 5am AST Monday, September 19 Key Messages for Hurricane #Fiona.Life-threatening & catastrophic flooding continues for #PuertoRico due to heavy rains from Fiona's outer bands, expected to persist through the afternoon.Latest Advisory: https://t.co/EG1Nt92Czm pic.twitter.com/lPXuHg6AlF— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 19, 2022 Bandaríkin Loftslagsmál Náttúruhamfarir Púertó Ríkó Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Nærri því öll eyjan er án rafmagns en Fíónu fylgdi mikil rigning sem olli flóðum og aurskriðum. AP fréttaveitan segir Fíónu hafa rifið malbik af götum og þök af húsum. Flóð hafi rifið brýr en enn er mikil rigning á Púertó Ríkó. Veðurfræðingar sögðu fyrr í kvöld að rigningin hefði mælst allt að 56 sentímetrar og von væri á allt að tuttugu sentímetrum til viðbótar. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni sem tekið var á Púertó Ríkó í dag. Púertó Ríkó er bandarískt yfirráðasvæði og lýsti Joe Biden Bandaríkjaforseti yfir neyðarástandi á eyjunni. Sá sem vitað er að dó vegna Fíónu var sjötugur maður sem brann illa þegar hann var að hella eldsneyti á ljósavél sína. Sjá einnig: Fíóna sló út öllu rafmagni á Púertó Ríkó Washington Post segir að búið sé að koma rafmagni aftur til um hundrað þúsund heimila og fyrirtækja á norðurhluta Púertó Ríkó. Enn séu þó 750 þúsund heimili og fyrirtæki án rafmagns. Ríkisstjóri Púertó Ríkó segir að það muni taka einhverja daga að laga dreifikerfi eyjunnar að fullu og koma rafmagni á hjá öllum. Fíóna náði einnig landi í Dóminíska lýðveldinu í dag en veðurfræðingar eiga von á allt að 38 sentímetra rigningu í Dóminíska lýðveldinu. Talið er að Fíóna muni stækka og safna krafti á leið út á Atlantshafið á næstu dögum og gæti fellibylurinn skollið á Bermúda-eyjum á fimmtudag eða föstudag. Here are the 5am AST Monday, September 19 Key Messages for Hurricane #Fiona.Life-threatening & catastrophic flooding continues for #PuertoRico due to heavy rains from Fiona's outer bands, expected to persist through the afternoon.Latest Advisory: https://t.co/EG1Nt92Czm pic.twitter.com/lPXuHg6AlF— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 19, 2022
Bandaríkin Loftslagsmál Náttúruhamfarir Púertó Ríkó Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira