Fíóna sló út öllu rafmagni á Púertó Ríkó Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2022 10:26 Borgarbúar í San Juan á Púertó Ríkó húka inni í myrkrinu eftir að rafmagni sló út í fellibylnum Fíónu. Vísir/EPA Allir íbúar Karíbahafseyjarinnar Púertó Ríkó voru án rafmagns þegar fellibylurinn Fíóna gekk yfir hana í gær. Mikil flóð og aurskriður fylgdu bylnum sem var fyrsta stigs fellibylur. Vindhraðinn náði allt að 39 metrum á sekúndu þegar Fíóna gekk á land og sló öllu rafmagni út á eyjunni þar sem um 3,3 milljónir manna búa. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC hefur rafmagni sums staðar verið komið á aftur, þar á meðal á aðalsjúkrahúsinu í höfuðborginni San Juan. Það gæti þó tekið einhverja daga að koma rafmagni á alls staðar. Severe flooding in Puerto Rico right now as Hurricane Fiona moves in. Over 2 feet of rain expected. Via @GDELISCARpic.twitter.com/TfB7L29yxX— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) September 18, 2022 Púertó Ríkó er bandarískt yfirráðasvæði og lýsti Joe Biden Bandaríkjaforseti yfir neyðarástandi á eyjunni. Hundruð manna þurftu að flýja heimili sín eða var bjargað undan flóðvatni. Höfnum var lokað og öllum flugferðum frá aðalflugvelli landsins var aflýst vegna bylsins. Skólar og opinberar stofnanir verða lokaðar í dag. Pedro Pierluisi, ríkisstjóri Púertó Ríkó, sagði tjónið af völdum Fíónu skelfilegt. Áfram er spáð úrhellisrigningu á eyjunni í dag. Fimm ár eru frá því að fellibylurinn María lék eyjaskeggja á Púertó Ríkó grátt. Þremur vikum eftir að veðrinu slotaði höfðu aðeins tíu prósent íbúa endurheimt rafmagn. Flutningskerfi eyjarinnar er ennþá sagt veikburða og tímabundið rafmagnsleysi er þar daglegt brauð. Þá hafast þúsundir manna enn við í hálfgerðum bráðabirgðaskýlum með aðeins bláan segldúk sem þak til að verja sig fyrir veðri og vindum, að sögn AP-fréttastofunnar. Fíóna stefnir nú á Dóminíska lýðveldið, Haítí og Turks- og Caicoseyjar í dag og gæti valdið usla á syðsta odda Bahamaeyja á morgun. Einn fórst þegar flóð skall á húsi hans á Gvadelúpeyjum áður en fellibylurinn náði að Púertó Ríkó. Púertó Ríkó Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Vindhraðinn náði allt að 39 metrum á sekúndu þegar Fíóna gekk á land og sló öllu rafmagni út á eyjunni þar sem um 3,3 milljónir manna búa. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC hefur rafmagni sums staðar verið komið á aftur, þar á meðal á aðalsjúkrahúsinu í höfuðborginni San Juan. Það gæti þó tekið einhverja daga að koma rafmagni á alls staðar. Severe flooding in Puerto Rico right now as Hurricane Fiona moves in. Over 2 feet of rain expected. Via @GDELISCARpic.twitter.com/TfB7L29yxX— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) September 18, 2022 Púertó Ríkó er bandarískt yfirráðasvæði og lýsti Joe Biden Bandaríkjaforseti yfir neyðarástandi á eyjunni. Hundruð manna þurftu að flýja heimili sín eða var bjargað undan flóðvatni. Höfnum var lokað og öllum flugferðum frá aðalflugvelli landsins var aflýst vegna bylsins. Skólar og opinberar stofnanir verða lokaðar í dag. Pedro Pierluisi, ríkisstjóri Púertó Ríkó, sagði tjónið af völdum Fíónu skelfilegt. Áfram er spáð úrhellisrigningu á eyjunni í dag. Fimm ár eru frá því að fellibylurinn María lék eyjaskeggja á Púertó Ríkó grátt. Þremur vikum eftir að veðrinu slotaði höfðu aðeins tíu prósent íbúa endurheimt rafmagn. Flutningskerfi eyjarinnar er ennþá sagt veikburða og tímabundið rafmagnsleysi er þar daglegt brauð. Þá hafast þúsundir manna enn við í hálfgerðum bráðabirgðaskýlum með aðeins bláan segldúk sem þak til að verja sig fyrir veðri og vindum, að sögn AP-fréttastofunnar. Fíóna stefnir nú á Dóminíska lýðveldið, Haítí og Turks- og Caicoseyjar í dag og gæti valdið usla á syðsta odda Bahamaeyja á morgun. Einn fórst þegar flóð skall á húsi hans á Gvadelúpeyjum áður en fellibylurinn náði að Púertó Ríkó.
Púertó Ríkó Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12