Samsæringur skaut eiginkonu sína, dóttur og hund Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2022 09:09 Lögreglan telur mögulegt að maðurinn hafi ætlað sér að myrða fleiri þegar hann var skotinn til bana af lögregluþjónum. Getty Bandarískur maður var skotinn til bana af lögregluþjónum eftir að hann skaut eiginkonu sína, dóttur og hund. Dóttir hans lifði árásina af og hringdi á lögregluna en þegar lögregluþjóna bar að garði skiptist maður á skotum við þá og var skotinn til bana. Sonur mannsins og dóttir hans sem lifði af segja hann hafa átt við geðræna vandamál að stríða og að hann hafi sogast í hringiðu Qanon samsæriskenninga. Fjölskyldan bjó í bænum Walled Lake, nærri Detroit, en um klukkan fjögur í gærmorgun barst Neyðarlínunni símtal frá Rachel Lanis (25) sem sagði föður sinn, Igor Lanis (53) hafa skotið hana og móður hennar, Tinu Lanis (56). Dóttirin gat ekki gefið upp nákvæmt heimilisfang en þegar lögregluþjónar komu í hverfið heyrðu þeir skothljóð úr nálægu húsi. Þeir sáu Igor Lanis koma út úr húsinu með haglabyssu og skaut hann á lögregluþjónana, áður en þeir skutu hann til bana. Lögreglan segir Igor hafa verið með bíllykil á sér og hann hafi líklega ætlað sér að fara eitthvað. Michael Bouchard, fógeti, telur að lögregluþjónar hafi komið í veg fyrir að Igor hafi myrt fleiri. Detroit News segir Tinu hafa verið skotna fjórum sinnum með skammbyssu og að Rachel hafi verið skotin með haglabyssu í bakið og fæturna. Hún sé í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Önnur dóttir hjónanna, Rebecca Lanis, ræddi við miðilinn og sagði föður sinn hafa átt við geðræna vandamál og að undanfarin ár hafi hann versnað verulega. Hann hafi fylgst náið með samsæriskenningum í kjölfar forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2020. Meðal annars hafi hann fallið í hringiðu Qanon samsæriskenninga og samsæriskenninga um bóluefni. Rebecca, sem var í afmælisveislu þegar ódæðið átti sér stað, skrifaði um það á Reddit, áður en það varð opinbert, og gerði hún þá á undirsíðunni QAnonCasualties, þar sem aðstandendur samsæringa ræða mál fjölskyldumeðlima sinna sem aðhyllast samsæriskenningar. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Samsæringur myrti börn sín til að bjarga heiminum Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákært fertugan mann fyrir að myrða tvö börn sín með spjótbyssu. Maðurinn sagðist hafa gert það til að bjarga heiminum eftir að hann fékk hugljómun byggða á samsæriskenningum. 12. ágúst 2021 16:19 Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29 Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Sonur mannsins og dóttir hans sem lifði af segja hann hafa átt við geðræna vandamál að stríða og að hann hafi sogast í hringiðu Qanon samsæriskenninga. Fjölskyldan bjó í bænum Walled Lake, nærri Detroit, en um klukkan fjögur í gærmorgun barst Neyðarlínunni símtal frá Rachel Lanis (25) sem sagði föður sinn, Igor Lanis (53) hafa skotið hana og móður hennar, Tinu Lanis (56). Dóttirin gat ekki gefið upp nákvæmt heimilisfang en þegar lögregluþjónar komu í hverfið heyrðu þeir skothljóð úr nálægu húsi. Þeir sáu Igor Lanis koma út úr húsinu með haglabyssu og skaut hann á lögregluþjónana, áður en þeir skutu hann til bana. Lögreglan segir Igor hafa verið með bíllykil á sér og hann hafi líklega ætlað sér að fara eitthvað. Michael Bouchard, fógeti, telur að lögregluþjónar hafi komið í veg fyrir að Igor hafi myrt fleiri. Detroit News segir Tinu hafa verið skotna fjórum sinnum með skammbyssu og að Rachel hafi verið skotin með haglabyssu í bakið og fæturna. Hún sé í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Önnur dóttir hjónanna, Rebecca Lanis, ræddi við miðilinn og sagði föður sinn hafa átt við geðræna vandamál og að undanfarin ár hafi hann versnað verulega. Hann hafi fylgst náið með samsæriskenningum í kjölfar forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2020. Meðal annars hafi hann fallið í hringiðu Qanon samsæriskenninga og samsæriskenninga um bóluefni. Rebecca, sem var í afmælisveislu þegar ódæðið átti sér stað, skrifaði um það á Reddit, áður en það varð opinbert, og gerði hún þá á undirsíðunni QAnonCasualties, þar sem aðstandendur samsæringa ræða mál fjölskyldumeðlima sinna sem aðhyllast samsæriskenningar.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Samsæringur myrti börn sín til að bjarga heiminum Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákært fertugan mann fyrir að myrða tvö börn sín með spjótbyssu. Maðurinn sagðist hafa gert það til að bjarga heiminum eftir að hann fékk hugljómun byggða á samsæriskenningum. 12. ágúst 2021 16:19 Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29 Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Samsæringur myrti börn sín til að bjarga heiminum Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákært fertugan mann fyrir að myrða tvö börn sín með spjótbyssu. Maðurinn sagðist hafa gert það til að bjarga heiminum eftir að hann fékk hugljómun byggða á samsæriskenningum. 12. ágúst 2021 16:19
Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29
Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11
Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59