Sigríður Júlía nýr kennslustjóri Lýðskólans á Flateyri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2022 08:21 Sigríður hefur verið ráðin kennslustjóri Lýðskólans á Flateyri. Lýðskólinn á Flateyri Sigríður Júlía Brynleifsdóttir hefur verið ráðin kennslustjóri Lýðskólans á Flateyri en hún er jafnframt forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum en þar segir að Sigríður hafi víðtæka reynslu af stjórnun, kennslu og fræðastörfum. Hún hafi frá árinu 2004 unnið að umhverfismálum og skógrækt, fyrst sem verkefnastjóri hjá Vesturlandsskógum og síðan sem héraðsfulltrúi Landgræðslu ríkisins á Vesturlandi og Vestfjörðum og framkvæmdastjóri Vesturlandsskóga en frá árinu 2016 sem sviðsstjóri hjá Skógræktinni. Þar hafi hún stýrt ráðgjafaþjónustu stofnunarinnar, séð um þjóðskóga og skógrækt á lögbýlum í samstarfi við skógarbændur. Sigríður hafi setið í framkvæmdaráði Skógræktarinnar frá stofnun hennar árið 2016. Sigríður hefur þá kennt við Landbúnaðarháskóla Íslands, bæði í bændadeild og á háskólastigi. Hún hefur einnig haldið erindi á fjölmörgum fundum, málþingum og ráðstefnum í gegnum tíðina auk námskeiðahalds á sviði umhverfismála og skógræktar. Sigríður er með mastersgráðu í skógfræði frá norska lífvísindaháskólanum að Ási í Noregi, sem hún fékk árið 2013, og BS gráðu í landnýtingu frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Hún hefur skrifað fjölda greina í fagtímarit, bæði erlend og innlend á sínu fræðasviði. Hún stundar nú meistaranám í áfallastjórnun við Háskólann á Bifröst. Lýðskólinn á Flateyri býður upp á nám á tveimur brautum þar sem önnur leggur áherslu á listir og sköpun en hin á útivist, umhverfi og sjálfbærni. Á hverju ári stunda um þrjátíu nemendur nám við skólann sem nú er að byggja nýja nemendagarða á Flateyri en skortur er á íbúðarhúsnæði fyrir nemendur sem hefur hamlað inntöku í skólann. Skólinn verður settur næstkomandi laugardag. Vistaskipti Ísafjarðarbær Skóla - og menntamál Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum en þar segir að Sigríður hafi víðtæka reynslu af stjórnun, kennslu og fræðastörfum. Hún hafi frá árinu 2004 unnið að umhverfismálum og skógrækt, fyrst sem verkefnastjóri hjá Vesturlandsskógum og síðan sem héraðsfulltrúi Landgræðslu ríkisins á Vesturlandi og Vestfjörðum og framkvæmdastjóri Vesturlandsskóga en frá árinu 2016 sem sviðsstjóri hjá Skógræktinni. Þar hafi hún stýrt ráðgjafaþjónustu stofnunarinnar, séð um þjóðskóga og skógrækt á lögbýlum í samstarfi við skógarbændur. Sigríður hafi setið í framkvæmdaráði Skógræktarinnar frá stofnun hennar árið 2016. Sigríður hefur þá kennt við Landbúnaðarháskóla Íslands, bæði í bændadeild og á háskólastigi. Hún hefur einnig haldið erindi á fjölmörgum fundum, málþingum og ráðstefnum í gegnum tíðina auk námskeiðahalds á sviði umhverfismála og skógræktar. Sigríður er með mastersgráðu í skógfræði frá norska lífvísindaháskólanum að Ási í Noregi, sem hún fékk árið 2013, og BS gráðu í landnýtingu frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Hún hefur skrifað fjölda greina í fagtímarit, bæði erlend og innlend á sínu fræðasviði. Hún stundar nú meistaranám í áfallastjórnun við Háskólann á Bifröst. Lýðskólinn á Flateyri býður upp á nám á tveimur brautum þar sem önnur leggur áherslu á listir og sköpun en hin á útivist, umhverfi og sjálfbærni. Á hverju ári stunda um þrjátíu nemendur nám við skólann sem nú er að byggja nýja nemendagarða á Flateyri en skortur er á íbúðarhúsnæði fyrir nemendur sem hefur hamlað inntöku í skólann. Skólinn verður settur næstkomandi laugardag.
Vistaskipti Ísafjarðarbær Skóla - og menntamál Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira