„Monsúnrigning á sterum“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2022 15:56 Söguleg rigning hefur skollið á Paksitan í sumar og er von á enn meiri riginginu á komandi vikum. AP/Zahid Hussain Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Pakistan standa frammi fyrir „monsúnrigningu á sterum“. Tugir milljóna hafa orðið fyrir barðinu á miklum flóðum þar og er einn þriðji landsins sagður undir vatni, þó rigningarnar hafi hætt fyrir þremur dögum. Guterres opinberaði í dag að Sameinuðu þjóðirnar þyrftu 160 milljónir dala til að aðstoða Pakistan. Þá kallaði hann eftir hertum aðgerðum til að sporna gegn loftslagsbreytingum. „Hættum að ganga í svefni í átt að eyðileggingu plánetu okkar vegna loftslagsbreytinga. Í dag er það Pakistan. Á morgun gætu það verið ykkur lönd,“ sagði Gutteres í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Rúmlega 33 milljónir Pakistana hafa orðið fyrir barðinu á flóðunum og er talið að þau hafi komið verulega niður á hagkerfi Pakistans, sem átti í erfiðleikum fyrir. Sjá einnig: Pakistanar kalla eftir aðstoð vegna gífurlegra flóða Minnst 1.150 hafa dáið í landinu vegna rigningarinnar og flóða frá því um miðjan júní. Meira en milljón heimili eru ónýt og flóðin hafa eyðilagt mikið af uppskeru landsins. Shahbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, segir þetta verstu flóðin í sögu Pakistans. Eins og áður segir hefur lítið rignt í þrjá daga. Veðurfræðingar búast þó við meiri rigningu á komandi dögum. Rigna muni á svæðum sem eru þegar undir vatni og vara yfirvöld við því að það gæti haft verulega slæm áhrif. Flóðin hafa valdið gífurlegum skemmdum í Pakistan.AP/Sherin Zada Fólk skoðar rústir hótels sem hrundi í flóðum í þorpinu Kalam í Pakistan.AP/Sherin Zada Maður flytur þær eigur sem hann á eftir á fleka en hús hans fór undir vatn.AP/Fareed Khan Konur skoða hús sem skemmdist í flóðunum.AP/Fareed Khan Pakistan Loftslagsmál Náttúruhamfarir Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Guterres opinberaði í dag að Sameinuðu þjóðirnar þyrftu 160 milljónir dala til að aðstoða Pakistan. Þá kallaði hann eftir hertum aðgerðum til að sporna gegn loftslagsbreytingum. „Hættum að ganga í svefni í átt að eyðileggingu plánetu okkar vegna loftslagsbreytinga. Í dag er það Pakistan. Á morgun gætu það verið ykkur lönd,“ sagði Gutteres í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Rúmlega 33 milljónir Pakistana hafa orðið fyrir barðinu á flóðunum og er talið að þau hafi komið verulega niður á hagkerfi Pakistans, sem átti í erfiðleikum fyrir. Sjá einnig: Pakistanar kalla eftir aðstoð vegna gífurlegra flóða Minnst 1.150 hafa dáið í landinu vegna rigningarinnar og flóða frá því um miðjan júní. Meira en milljón heimili eru ónýt og flóðin hafa eyðilagt mikið af uppskeru landsins. Shahbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, segir þetta verstu flóðin í sögu Pakistans. Eins og áður segir hefur lítið rignt í þrjá daga. Veðurfræðingar búast þó við meiri rigningu á komandi dögum. Rigna muni á svæðum sem eru þegar undir vatni og vara yfirvöld við því að það gæti haft verulega slæm áhrif. Flóðin hafa valdið gífurlegum skemmdum í Pakistan.AP/Sherin Zada Fólk skoðar rústir hótels sem hrundi í flóðum í þorpinu Kalam í Pakistan.AP/Sherin Zada Maður flytur þær eigur sem hann á eftir á fleka en hús hans fór undir vatn.AP/Fareed Khan Konur skoða hús sem skemmdist í flóðunum.AP/Fareed Khan
Pakistan Loftslagsmál Náttúruhamfarir Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira