„Allt við þetta mál er fyrir neðan allar hellur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. ágúst 2022 13:29 Hallgerður var formaður Dýraverndarsambands Íslands frá 2014 til 2022. Aðsend Fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands segir fyrir neðan allar hellur að hundur á Siglufirði hafi verið aflífaður innan við tveimur tímum eftir að hann var tekinn frá fjölskyldu sinni. Reglur sveitarfélaga um hvernig haga eigi gæludýramálum séu ekki samræmdar, sem sé miður. Í gær greindi Vísir frá því að hundurinn Kasper hefði verið aflífaður á föstudaginn, aðeins einum og hálftum tíma eftir að hann var tekinn af fjölskyldu sinni á Siglufirði, án útskýringa eða upplýsinga um hvað biði hans. Daginn áður hafði Kasper bitið mann. Fjölskyldan fékk ekki að vita að til stæði að aflífa hundinn fyrr en aðgerð á honum var hafin, í öðru bæjarfélagi. Hallgerður Hauksdóttir var formaður Dýraverndarsambands Íslands á árunum 2014 til 2022, og segir málið eitt það versta sinnar tegundar sem hún hefur séð. „En það eru nokkrar víddir í þessu máli. Ein er félagslega víddin, sem snýst um staðsetningu hundsins innan fjölskyldunnar. Þessi fjölskylda hefur tjáð sig mjög skýrt um það að þarna er fjölskyldumeðlimur tekinn af þeim og aflífaður,“ segir Hallgerður, sem nú leggur stund á mannfræðinám, með áherslu á félagslegt hlutverk gæludýra. Spyr hvort haft hafi verið samband við dýralækni Annað sem málið varpi ljósi á sé sjálfdæmi sveitarfélaga þegar kemur að gæludýrum. „Það eru ekki samræmdar reglur um hvernig er brugðist við svona málum, heldur getur sveitarstjórn á hverjum stað tekið alls konar ákvarðanir um hvernig eigi að haga þessu.“ Samkvæmt samþykkt Fjallabyggðar um hundahald er heimilt að aflífa hunda sem ráðast á menn eða skepnur, að höfðu samráði við dýralækni. „Og í þessu tilfelli þá spyr ég: Var haft samband við dýralækni? Ég myndi vilja fá að sjá hvert mat dýralæknis var, og á hverju hann byggir það. Ef það er fyrir hendi,“ segir Hallgerður, sem telur ekki líklegt að dýralæknir hefði getað tekið upplýsta ákvörðun um málið á þeim tíma frá því hundurinn var tekinn frá fjölskyldunni og þar til hann var aflífaður. Miklu máli skipti hvort haft hafi verið samráð við dýralækni eða ekki. Hvort sem það var gert eða ekki sé framkvæmdin þó ekki góð að hennar mati. „Þetta er alveg fyrir neðan allar hellur. Allt við þetta mál er fyrir neðan allar hellur,“ segir Hallgerður. Hundar Gæludýr Dýr Fjallabyggð Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Í gær greindi Vísir frá því að hundurinn Kasper hefði verið aflífaður á föstudaginn, aðeins einum og hálftum tíma eftir að hann var tekinn af fjölskyldu sinni á Siglufirði, án útskýringa eða upplýsinga um hvað biði hans. Daginn áður hafði Kasper bitið mann. Fjölskyldan fékk ekki að vita að til stæði að aflífa hundinn fyrr en aðgerð á honum var hafin, í öðru bæjarfélagi. Hallgerður Hauksdóttir var formaður Dýraverndarsambands Íslands á árunum 2014 til 2022, og segir málið eitt það versta sinnar tegundar sem hún hefur séð. „En það eru nokkrar víddir í þessu máli. Ein er félagslega víddin, sem snýst um staðsetningu hundsins innan fjölskyldunnar. Þessi fjölskylda hefur tjáð sig mjög skýrt um það að þarna er fjölskyldumeðlimur tekinn af þeim og aflífaður,“ segir Hallgerður, sem nú leggur stund á mannfræðinám, með áherslu á félagslegt hlutverk gæludýra. Spyr hvort haft hafi verið samband við dýralækni Annað sem málið varpi ljósi á sé sjálfdæmi sveitarfélaga þegar kemur að gæludýrum. „Það eru ekki samræmdar reglur um hvernig er brugðist við svona málum, heldur getur sveitarstjórn á hverjum stað tekið alls konar ákvarðanir um hvernig eigi að haga þessu.“ Samkvæmt samþykkt Fjallabyggðar um hundahald er heimilt að aflífa hunda sem ráðast á menn eða skepnur, að höfðu samráði við dýralækni. „Og í þessu tilfelli þá spyr ég: Var haft samband við dýralækni? Ég myndi vilja fá að sjá hvert mat dýralæknis var, og á hverju hann byggir það. Ef það er fyrir hendi,“ segir Hallgerður, sem telur ekki líklegt að dýralæknir hefði getað tekið upplýsta ákvörðun um málið á þeim tíma frá því hundurinn var tekinn frá fjölskyldunni og þar til hann var aflífaður. Miklu máli skipti hvort haft hafi verið samráð við dýralækni eða ekki. Hvort sem það var gert eða ekki sé framkvæmdin þó ekki góð að hennar mati. „Þetta er alveg fyrir neðan allar hellur. Allt við þetta mál er fyrir neðan allar hellur,“ segir Hallgerður.
Hundar Gæludýr Dýr Fjallabyggð Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira