„Allt við þetta mál er fyrir neðan allar hellur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. ágúst 2022 13:29 Hallgerður var formaður Dýraverndarsambands Íslands frá 2014 til 2022. Aðsend Fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands segir fyrir neðan allar hellur að hundur á Siglufirði hafi verið aflífaður innan við tveimur tímum eftir að hann var tekinn frá fjölskyldu sinni. Reglur sveitarfélaga um hvernig haga eigi gæludýramálum séu ekki samræmdar, sem sé miður. Í gær greindi Vísir frá því að hundurinn Kasper hefði verið aflífaður á föstudaginn, aðeins einum og hálftum tíma eftir að hann var tekinn af fjölskyldu sinni á Siglufirði, án útskýringa eða upplýsinga um hvað biði hans. Daginn áður hafði Kasper bitið mann. Fjölskyldan fékk ekki að vita að til stæði að aflífa hundinn fyrr en aðgerð á honum var hafin, í öðru bæjarfélagi. Hallgerður Hauksdóttir var formaður Dýraverndarsambands Íslands á árunum 2014 til 2022, og segir málið eitt það versta sinnar tegundar sem hún hefur séð. „En það eru nokkrar víddir í þessu máli. Ein er félagslega víddin, sem snýst um staðsetningu hundsins innan fjölskyldunnar. Þessi fjölskylda hefur tjáð sig mjög skýrt um það að þarna er fjölskyldumeðlimur tekinn af þeim og aflífaður,“ segir Hallgerður, sem nú leggur stund á mannfræðinám, með áherslu á félagslegt hlutverk gæludýra. Spyr hvort haft hafi verið samband við dýralækni Annað sem málið varpi ljósi á sé sjálfdæmi sveitarfélaga þegar kemur að gæludýrum. „Það eru ekki samræmdar reglur um hvernig er brugðist við svona málum, heldur getur sveitarstjórn á hverjum stað tekið alls konar ákvarðanir um hvernig eigi að haga þessu.“ Samkvæmt samþykkt Fjallabyggðar um hundahald er heimilt að aflífa hunda sem ráðast á menn eða skepnur, að höfðu samráði við dýralækni. „Og í þessu tilfelli þá spyr ég: Var haft samband við dýralækni? Ég myndi vilja fá að sjá hvert mat dýralæknis var, og á hverju hann byggir það. Ef það er fyrir hendi,“ segir Hallgerður, sem telur ekki líklegt að dýralæknir hefði getað tekið upplýsta ákvörðun um málið á þeim tíma frá því hundurinn var tekinn frá fjölskyldunni og þar til hann var aflífaður. Miklu máli skipti hvort haft hafi verið samráð við dýralækni eða ekki. Hvort sem það var gert eða ekki sé framkvæmdin þó ekki góð að hennar mati. „Þetta er alveg fyrir neðan allar hellur. Allt við þetta mál er fyrir neðan allar hellur,“ segir Hallgerður. Hundar Gæludýr Dýr Fjallabyggð Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Í gær greindi Vísir frá því að hundurinn Kasper hefði verið aflífaður á föstudaginn, aðeins einum og hálftum tíma eftir að hann var tekinn af fjölskyldu sinni á Siglufirði, án útskýringa eða upplýsinga um hvað biði hans. Daginn áður hafði Kasper bitið mann. Fjölskyldan fékk ekki að vita að til stæði að aflífa hundinn fyrr en aðgerð á honum var hafin, í öðru bæjarfélagi. Hallgerður Hauksdóttir var formaður Dýraverndarsambands Íslands á árunum 2014 til 2022, og segir málið eitt það versta sinnar tegundar sem hún hefur séð. „En það eru nokkrar víddir í þessu máli. Ein er félagslega víddin, sem snýst um staðsetningu hundsins innan fjölskyldunnar. Þessi fjölskylda hefur tjáð sig mjög skýrt um það að þarna er fjölskyldumeðlimur tekinn af þeim og aflífaður,“ segir Hallgerður, sem nú leggur stund á mannfræðinám, með áherslu á félagslegt hlutverk gæludýra. Spyr hvort haft hafi verið samband við dýralækni Annað sem málið varpi ljósi á sé sjálfdæmi sveitarfélaga þegar kemur að gæludýrum. „Það eru ekki samræmdar reglur um hvernig er brugðist við svona málum, heldur getur sveitarstjórn á hverjum stað tekið alls konar ákvarðanir um hvernig eigi að haga þessu.“ Samkvæmt samþykkt Fjallabyggðar um hundahald er heimilt að aflífa hunda sem ráðast á menn eða skepnur, að höfðu samráði við dýralækni. „Og í þessu tilfelli þá spyr ég: Var haft samband við dýralækni? Ég myndi vilja fá að sjá hvert mat dýralæknis var, og á hverju hann byggir það. Ef það er fyrir hendi,“ segir Hallgerður, sem telur ekki líklegt að dýralæknir hefði getað tekið upplýsta ákvörðun um málið á þeim tíma frá því hundurinn var tekinn frá fjölskyldunni og þar til hann var aflífaður. Miklu máli skipti hvort haft hafi verið samráð við dýralækni eða ekki. Hvort sem það var gert eða ekki sé framkvæmdin þó ekki góð að hennar mati. „Þetta er alveg fyrir neðan allar hellur. Allt við þetta mál er fyrir neðan allar hellur,“ segir Hallgerður.
Hundar Gæludýr Dýr Fjallabyggð Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira