Stóraukin aðsókn í neyðarskýlin í sumar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. ágúst 2022 20:00 Fólk hefur sofið í stólum og sófum í neyðarskýlinu þar sem nýting hefur farið fram úr því sem húnsæðið leyfir. vísir/Egill Ásókn í neyðarskýli borgarinnar hefur stóraukist í sumar og nýting farið langt yfir það sem húsnæðin leyfa. Til stendur að opna nýtt úrræði í miðbænum sem á að vera nokkurs konar frumstig í átt að búsetu. Hvert horn er þétt skipað í gistiskýlinu á Lindargötu, þar sem 23 karlar geta gengið að rúmi til að sofa í. Þar að auki er gert ráð fyrir tveimur neyðarplássum, eða aðstöðu í sameiginlegu rými. Í hinu gistiskýlinu á Granda eru þrettán rúm en tvö rými í neyð. Aðsókn í skýlin hefur aukist verulega í vor og í sumar. „Sem kom okkur svolitið á óvart. Við höfum síðustu ár verið að sjá aukningu á þessu tímabili en þessi aukning var umfram þá aukningu,“ segir Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg. Engar haldbærar skýringar eru á þróuninni og ekki virðist hafa fjölgað í hópi heimilislausra samkvæmt tölfræðinni. Samkvæmt nýjustu tölum borgarinnar frá október í fyrra eru 214 karlar heimilislausir og um þriðjungur þeirra sækir í neyðargistingu. Soffía telur erfiðar aðstæður á leigumarkaði þó líklega spila inn í. „Við erum náttúrulega að koma út úr heimsfaraldri, þar sem það var greiðara aðgengi að gistiheimilum og öðru. Það var auðvitað að hverfa svolítið við sumarbyrjun.“ Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg.vísir/Sigurjón Reynt er að koma öllum að og þegar fjöldinn er hvað mestur hefur nýting verið allt að helmingi meiri en gert er ráð fyrir. „Við höfum mikið lent í því að við höfum jafnvel þurft að nýta sófa eða stóla þegar rýmið býður ekki upp á annað vegna þess að stefnan hefur verið að vísa engum á dyr. Svo að hér hefur fólk verið að sofa í stólum eða sérútbúnum sófum eða öðru. Sem er auðvitað ekki gott þegar fólk á langan dag að baki og óskar ekki neins nema bara hvíldar yfir nóttina.“ Það hefur þó komið til þess að fólki hefur verið vísað frá og Soffía segir strembið þegar stórum og fjölbreyttum hópi fólks er komið fyrir í þröngum aðstæðum. Samkvæmt nýju minnisblaði velferðarsviðs hefur þetta valdið erfiðleikum við að tryggja öryggi gesta og starfsfólks og atvikaskráningum hefur fjölgað. Nýtt neyðarhúsnæði Til stendur að opna nýtt neyðarhúsnæði fyrir allt að átta menn miðsvæðis í haust, sem verður það fyrsta af sínum toga fyrir karla og er hluti af svokallaðri Housing first hugmyndafræði. „Og þar getum við mögulega losað aðeins um plássinn hér [í neyðarskýlum] og veitt fólki þetta frumstig í átt að búsetu, fólk er þá í raun og veru að hefja sína búsetu og fær stuðning við það þar sem starfsmenn eru,“ segir Soffía. Reykjavík Húsnæðismál Félagsmál Málefni heimilislausra Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Hvert horn er þétt skipað í gistiskýlinu á Lindargötu, þar sem 23 karlar geta gengið að rúmi til að sofa í. Þar að auki er gert ráð fyrir tveimur neyðarplássum, eða aðstöðu í sameiginlegu rými. Í hinu gistiskýlinu á Granda eru þrettán rúm en tvö rými í neyð. Aðsókn í skýlin hefur aukist verulega í vor og í sumar. „Sem kom okkur svolitið á óvart. Við höfum síðustu ár verið að sjá aukningu á þessu tímabili en þessi aukning var umfram þá aukningu,“ segir Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg. Engar haldbærar skýringar eru á þróuninni og ekki virðist hafa fjölgað í hópi heimilislausra samkvæmt tölfræðinni. Samkvæmt nýjustu tölum borgarinnar frá október í fyrra eru 214 karlar heimilislausir og um þriðjungur þeirra sækir í neyðargistingu. Soffía telur erfiðar aðstæður á leigumarkaði þó líklega spila inn í. „Við erum náttúrulega að koma út úr heimsfaraldri, þar sem það var greiðara aðgengi að gistiheimilum og öðru. Það var auðvitað að hverfa svolítið við sumarbyrjun.“ Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg.vísir/Sigurjón Reynt er að koma öllum að og þegar fjöldinn er hvað mestur hefur nýting verið allt að helmingi meiri en gert er ráð fyrir. „Við höfum mikið lent í því að við höfum jafnvel þurft að nýta sófa eða stóla þegar rýmið býður ekki upp á annað vegna þess að stefnan hefur verið að vísa engum á dyr. Svo að hér hefur fólk verið að sofa í stólum eða sérútbúnum sófum eða öðru. Sem er auðvitað ekki gott þegar fólk á langan dag að baki og óskar ekki neins nema bara hvíldar yfir nóttina.“ Það hefur þó komið til þess að fólki hefur verið vísað frá og Soffía segir strembið þegar stórum og fjölbreyttum hópi fólks er komið fyrir í þröngum aðstæðum. Samkvæmt nýju minnisblaði velferðarsviðs hefur þetta valdið erfiðleikum við að tryggja öryggi gesta og starfsfólks og atvikaskráningum hefur fjölgað. Nýtt neyðarhúsnæði Til stendur að opna nýtt neyðarhúsnæði fyrir allt að átta menn miðsvæðis í haust, sem verður það fyrsta af sínum toga fyrir karla og er hluti af svokallaðri Housing first hugmyndafræði. „Og þar getum við mögulega losað aðeins um plássinn hér [í neyðarskýlum] og veitt fólki þetta frumstig í átt að búsetu, fólk er þá í raun og veru að hefja sína búsetu og fær stuðning við það þar sem starfsmenn eru,“ segir Soffía.
Reykjavík Húsnæðismál Félagsmál Málefni heimilislausra Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira