Lítið hægt að gera ef „menn hverfa í hraunið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2022 19:16 Fólkið fór út á hraunið og gekk ansi nærri flæðandi kvikunni. Vísir/Ísak Það er nánast ógjörningur fyrir viðbragðsaðila við gosstöðvarnar í Meradölum að koma fólki til bjargar, ef það lendir í sjálfheldu úti á sjálfu hrauninu. Myndband sem sýnir ferðamenn hætta sér ískyggilega nálægt gígunum hefur vakið athygli. Drónamyndirnar sem sjá má í spilaranum hér að neðan voru fangaðar af myndbandasmiðnum Ísak Atla Finnbogasyni í gær. Hann var að streyma myndefni úr dróna sem sveif yfir gosstöðvunum í Meradölum, þegar hann kom auga á tvo ferðamenn sem stóðu úti á nýju hrauni, ekki langt frá gígnum í Meradölum. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Ísak að hann hefði ákveðið að nota drónann til að gera fólkinu ljóst að það væri í hættu, enda nokkur háskaleikur að standa ofan á svo til nýstorknuðu hrauni, sem gæti verið það eina sem skilur frá eldheitri kvikunni sem rennur undir niðri. Tilraunir Ísaks virðast hafa borið árangur, enda lét fólkið sig hverfa fljótlega eftir að það kom auga á flygildið. Lítið hægt að gera ef fólk hverfur í hraunið Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að erfitt væri að bjarga fólki sem lendir í vanda úti á sjálfu hrauninu. Heilt yfir hafi starf á svæðinu við gosstöðvarnar gengið vel. „Þetta hefur svo sem gengið ágætlega, en það er alltaf einn og einn sem vill stíga út á hraunið. Það er auðvitað okkur ekki að skapi og þeir sem gera það, þeir eru auðvitað á eigin vegum. Nú ef menn hverfa í hraunið, þá er svo sem lítið sem við getum gert,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri. Heimilt er að sekta fólk sem ekki fer að fyrirmælum lögreglu. Þannig má sjá fyrir sér að ef fólki hefur verið sagt að fara ekki út á hraunið, en gerir það samt, væri hægt að sekta það. Það er þó ekki ákjósanlegur kostur að sögn Úlfars. Úlfar er lögreglustjórinn á Suðurnesjum.Vísir/Baldur „Við höfum reynt að vinna þetta með þeim hætti að við forðumst það að sekta fólk. Við höfum ekki gert það hingað til og okkur hefur bara gengið vel. Fólk lætur segjast, það fer að fyrirmælum.“ Þá sé ekki hlaupið að því að eltast við fólk sem hættir sér svo nálægt gígunum. „Það er voðalega erfitt fyrir okkur að hafa hendur í hári þessara einstaklinga. Við reynum auðvitað að koma þeim niður, en við sendum ekki viðbragðsaðila inn á hættusvæði. Það gerum við ekki, við tryggjum auðvitað alltaf fyrst okkar fólk áður en við hugum að því að bjarga öðrum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nyrsta gosopið lokað og metfjöldi á gosstöðvum 6.496 manns fóru og báru eldgosið í Meradölum augum í gær, samkvæmt talningu Ferðamálastofu, en það er mesti fjöldinn á einum degi frá því teljarinnar var settur upp í mars í fyrra. Nyrsta gosopið í Meradölum lokaðist í gær. 14. ágúst 2022 09:05 Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Drónamyndirnar sem sjá má í spilaranum hér að neðan voru fangaðar af myndbandasmiðnum Ísak Atla Finnbogasyni í gær. Hann var að streyma myndefni úr dróna sem sveif yfir gosstöðvunum í Meradölum, þegar hann kom auga á tvo ferðamenn sem stóðu úti á nýju hrauni, ekki langt frá gígnum í Meradölum. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Ísak að hann hefði ákveðið að nota drónann til að gera fólkinu ljóst að það væri í hættu, enda nokkur háskaleikur að standa ofan á svo til nýstorknuðu hrauni, sem gæti verið það eina sem skilur frá eldheitri kvikunni sem rennur undir niðri. Tilraunir Ísaks virðast hafa borið árangur, enda lét fólkið sig hverfa fljótlega eftir að það kom auga á flygildið. Lítið hægt að gera ef fólk hverfur í hraunið Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að erfitt væri að bjarga fólki sem lendir í vanda úti á sjálfu hrauninu. Heilt yfir hafi starf á svæðinu við gosstöðvarnar gengið vel. „Þetta hefur svo sem gengið ágætlega, en það er alltaf einn og einn sem vill stíga út á hraunið. Það er auðvitað okkur ekki að skapi og þeir sem gera það, þeir eru auðvitað á eigin vegum. Nú ef menn hverfa í hraunið, þá er svo sem lítið sem við getum gert,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri. Heimilt er að sekta fólk sem ekki fer að fyrirmælum lögreglu. Þannig má sjá fyrir sér að ef fólki hefur verið sagt að fara ekki út á hraunið, en gerir það samt, væri hægt að sekta það. Það er þó ekki ákjósanlegur kostur að sögn Úlfars. Úlfar er lögreglustjórinn á Suðurnesjum.Vísir/Baldur „Við höfum reynt að vinna þetta með þeim hætti að við forðumst það að sekta fólk. Við höfum ekki gert það hingað til og okkur hefur bara gengið vel. Fólk lætur segjast, það fer að fyrirmælum.“ Þá sé ekki hlaupið að því að eltast við fólk sem hættir sér svo nálægt gígunum. „Það er voðalega erfitt fyrir okkur að hafa hendur í hári þessara einstaklinga. Við reynum auðvitað að koma þeim niður, en við sendum ekki viðbragðsaðila inn á hættusvæði. Það gerum við ekki, við tryggjum auðvitað alltaf fyrst okkar fólk áður en við hugum að því að bjarga öðrum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nyrsta gosopið lokað og metfjöldi á gosstöðvum 6.496 manns fóru og báru eldgosið í Meradölum augum í gær, samkvæmt talningu Ferðamálastofu, en það er mesti fjöldinn á einum degi frá því teljarinnar var settur upp í mars í fyrra. Nyrsta gosopið í Meradölum lokaðist í gær. 14. ágúst 2022 09:05 Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Nyrsta gosopið lokað og metfjöldi á gosstöðvum 6.496 manns fóru og báru eldgosið í Meradölum augum í gær, samkvæmt talningu Ferðamálastofu, en það er mesti fjöldinn á einum degi frá því teljarinnar var settur upp í mars í fyrra. Nyrsta gosopið í Meradölum lokaðist í gær. 14. ágúst 2022 09:05
Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?