Fyrstu drög að nýjum miðbæ á Höfn í Hornafirði Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. ágúst 2022 18:23 Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, kynnti í dag fyrstu drög að nýjum miðbæ á Höfn í Hornarfirði. Samsett Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, greindi í dag frá fyrstu drögum að uppbyggingu nýs miðbæjar á Höfn í Hornafirði. Útgerðarfyrirtækið Skinney-Þinganes stendur að baki verkefninu í samstarfi við Batteríið arkitekta sem hönnuðu meðal annars nýja miðbæinn á Selfossi. Aðspurður út í aðdragandann að þessum drögum sagði Sigurjón að skipulags- og byggingarnefnd sveitarfélagsins hefði fengið teikningarnar inn á sitt borð nýlega. Þar hafi drögin verið kynnt fyrir nefndarmeðlimum og nú væru þau að koma þessu út í kosmósinn til að fólk geti séð hugmyndirnar og það geti átt sér stað umræða meðal íbúa. Sigurjón sagði síðan að skipulagsvinna færi fljótlega af stað. Í þessum fyrirhugaða nýja miðbæ segir Sigurjón að sé meðal annars gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði, mathöll og „svæði til að halda skemmtilegar hátíðir og gera sögunni skil.“ Engin ljón í veginum „Við þurfum að taka upp samtal við þá sem vilja fara í uppbygginguna og við þurfum að tryggja alla samninga, meðal annars um lóðir,“ sagði Sigurjón um hver næstu skref væru. Loftmynd af nýja miðbænum þar sem má sjá íbúðarhúsnæði, garð og opið svæði með plássi fyrir tónleikahald.Aðsent Þá sagði hann að það þyrfti að færa eina götu og huga að ýmsu varðandi lagnir en hins vegar væru engin „ljón í veginum, nema vinna,“ eins og hann orðaði það. Sveitarfélagið þyrfti ekki að kaupa upp nein hús eða byggingar þar sem flestar bygginganna væru í eigu Skinneyjar-Þinganes og uppbyggingarsvæðið væri á þeirra athafnasvæði sem væri núna að færast til. „En það er gert ráð fyrir því að vernda hluta af gömlu húsunum, gamla bragga,“ bætti hann við. Þurfi að bregðast við skorti á húsnæði Sigurjón segir að Skinney-Þinganes, útgerðarfélag á staðnum, standi að baki verkefninu í samráði við arkitektastofuna Batteríið arkitekta sem gerðu líka nýja miðbæinn á Selfossi. Eins og þar geti þessi nýi miðbær trekkt fólk að. Opna svæðið í nýja miðbænum séð frá jörðu. Þarna virðist vra gert ráð fyrir sérstöku svæði fyrir tónleika eða aðrar útiskemmtanir.Aðsent Þá segir Sigurjón að þessi nýi miðbær sé hluti af þeirri miklu uppbyggingu sem sé í gangi í sveitarfélaginu nú þegar. „Það er gríðarleg eftirspurn eftir húsnæði hérna. Það hefur ekki verið nægilega mikið byggt og við erum í vandræðum, bæði með húsnæði fyrir fólk sem vill búa hérna og starfa en líka fyrir fólk sem kemur hingað að vinna,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að þörfin sé því mikil og sveitarfélagið ætli í þá uppbyggingu samhliða nýja miðbænum. Nú þurfi sveitarfélagið að taka samtalið við Skinney-Þinganes um alls konar atriði og samninga, heyra í íbúum og hagsmunaaðilum og „svo bara fulla ferð,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að sveitarfélagið þurfi ekki að kaupa upp neitt húsnæði þar sem flest húsin á svæðinu séu í eigu Skinneyjar-Þinganess.Aðsent Húsnæðismál Sveitarfélagið Hornafjörður Byggðamál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Sjá meira
Aðspurður út í aðdragandann að þessum drögum sagði Sigurjón að skipulags- og byggingarnefnd sveitarfélagsins hefði fengið teikningarnar inn á sitt borð nýlega. Þar hafi drögin verið kynnt fyrir nefndarmeðlimum og nú væru þau að koma þessu út í kosmósinn til að fólk geti séð hugmyndirnar og það geti átt sér stað umræða meðal íbúa. Sigurjón sagði síðan að skipulagsvinna færi fljótlega af stað. Í þessum fyrirhugaða nýja miðbæ segir Sigurjón að sé meðal annars gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði, mathöll og „svæði til að halda skemmtilegar hátíðir og gera sögunni skil.“ Engin ljón í veginum „Við þurfum að taka upp samtal við þá sem vilja fara í uppbygginguna og við þurfum að tryggja alla samninga, meðal annars um lóðir,“ sagði Sigurjón um hver næstu skref væru. Loftmynd af nýja miðbænum þar sem má sjá íbúðarhúsnæði, garð og opið svæði með plássi fyrir tónleikahald.Aðsent Þá sagði hann að það þyrfti að færa eina götu og huga að ýmsu varðandi lagnir en hins vegar væru engin „ljón í veginum, nema vinna,“ eins og hann orðaði það. Sveitarfélagið þyrfti ekki að kaupa upp nein hús eða byggingar þar sem flestar bygginganna væru í eigu Skinneyjar-Þinganes og uppbyggingarsvæðið væri á þeirra athafnasvæði sem væri núna að færast til. „En það er gert ráð fyrir því að vernda hluta af gömlu húsunum, gamla bragga,“ bætti hann við. Þurfi að bregðast við skorti á húsnæði Sigurjón segir að Skinney-Þinganes, útgerðarfélag á staðnum, standi að baki verkefninu í samráði við arkitektastofuna Batteríið arkitekta sem gerðu líka nýja miðbæinn á Selfossi. Eins og þar geti þessi nýi miðbær trekkt fólk að. Opna svæðið í nýja miðbænum séð frá jörðu. Þarna virðist vra gert ráð fyrir sérstöku svæði fyrir tónleika eða aðrar útiskemmtanir.Aðsent Þá segir Sigurjón að þessi nýi miðbær sé hluti af þeirri miklu uppbyggingu sem sé í gangi í sveitarfélaginu nú þegar. „Það er gríðarleg eftirspurn eftir húsnæði hérna. Það hefur ekki verið nægilega mikið byggt og við erum í vandræðum, bæði með húsnæði fyrir fólk sem vill búa hérna og starfa en líka fyrir fólk sem kemur hingað að vinna,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að þörfin sé því mikil og sveitarfélagið ætli í þá uppbyggingu samhliða nýja miðbænum. Nú þurfi sveitarfélagið að taka samtalið við Skinney-Þinganes um alls konar atriði og samninga, heyra í íbúum og hagsmunaaðilum og „svo bara fulla ferð,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að sveitarfélagið þurfi ekki að kaupa upp neitt húsnæði þar sem flest húsin á svæðinu séu í eigu Skinneyjar-Þinganess.Aðsent
Húsnæðismál Sveitarfélagið Hornafjörður Byggðamál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Sjá meira