Ferðamenn létu sér ekki segjast: „Þú ert hérna líka!“ Eiður Þór Árnason og Snorri Másson skrifa 4. ágúst 2022 21:59 Rolf, Erik, Daniel og Ben slógust í hóp með fjölda Íslendinga og annarra erlendra ferðamanna sem skoðuðu gosið í dag. Vísir Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Meradali frá því að eldgosið hófst í gær og margir heillast að krafti náttúruaflanna. Fréttamaður tók nokkra ferðalanga tali og fékk að heyra hvað þeim finnst um sjónarspilið. „Við löbbuðum hérna yfir Fagradalsfjall og vindáttin er náttúrlega mjög hagstæð okkur, allavega eins og staðan er núna,” sagði Reynir Björnsson fyrr í dag sem var í för með Ólöfu Ásgeirsdóttur. Hún segist engar áhyggjur hafa af öryggi sínu á svæðinu. „Nei, við erum það ekki. Við erum bara réttum megin við vindinn, þá er þetta í lagi held ég.“ Þegar fréttamaður spurði fjóra erlenda ferðamenn hvers vegna þeir væru á leið upp að gosinu á sama tíma og yfirvöld hafi sagt Íslendingum að bíða með ferðir á meðan þau meta stöðuna stóð ekki á svörum: „Þú ert hérna líka!“ Hjólaði að gosinu Birgir Sverrisson er einn fjölmargra sem fékk skilaboð frá almannavörnum í símann þegar hann nálgaðist svæðið. „Það stóð nú í SMS-inu að maður ætti ekki að fara að eldfjallinu. Ég veit ekki hvernig maður á að túlka það, ég ætla ekki að fara að eldfjallinu. Ég sé ekkert fjall svo sem en maður hættir sér ekki nálægt, maður þarf að sýna aðgát og passa sig á vindáttinni og svo framvegis.” Karl Vítalín Grétarsson hjólaði að gosinu.Vísir Karl Vítalín Grétarsson lét tal um langa og erfiða gönguleið ekki á sig fá og hjólaði að gosinu. „Ég kom frá Suðurstrandavegi, þennan svokallaða björgunarsveitaveg, sem liggur hérna hinum megin við fjallið, sirka tíu kílómetrar og ég var 45 mínútur á leiðinni.“ Er þetta ekkert erfitt? „Nei, nei - bara svona venjulegur borgarrúntur.” Birgir Sverrisson, Reynir Björnsson og Ólöf Ásgeirsdóttir.Vísir Eitthvað sem allir þurfi að sjá Laureen Wichi, ferðamaður frá Sviss, segir sjónarspilið í Meradölum vera dásamlega fallegt og ólíkt öllu öðru sem hann hafi séð. Jochim tekur heilshugar undir. „Ég vil að allir sjái þetta. Þetta er það sérstakasta sem ég hef borið augum. Ég hef farið um allan heim og þetta er eitt af því besta sem ég hef séð.” Karl Vítalín gerði sér reglulega ferð að eldgosinu sem gaus á svipuðum slóðum í fyrra og viðurkennir að það hafi heillað hann aðeins meira en yfirstandandi eldsumbrot. „Ég er búinn að koma svo oft að hinu gosinu að það var ekki eins tilkomumikið núna að koma að þessu.” Var þetta orðið hversdagslegt? „Já, það má segja það.” Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sjá meira
„Við löbbuðum hérna yfir Fagradalsfjall og vindáttin er náttúrlega mjög hagstæð okkur, allavega eins og staðan er núna,” sagði Reynir Björnsson fyrr í dag sem var í för með Ólöfu Ásgeirsdóttur. Hún segist engar áhyggjur hafa af öryggi sínu á svæðinu. „Nei, við erum það ekki. Við erum bara réttum megin við vindinn, þá er þetta í lagi held ég.“ Þegar fréttamaður spurði fjóra erlenda ferðamenn hvers vegna þeir væru á leið upp að gosinu á sama tíma og yfirvöld hafi sagt Íslendingum að bíða með ferðir á meðan þau meta stöðuna stóð ekki á svörum: „Þú ert hérna líka!“ Hjólaði að gosinu Birgir Sverrisson er einn fjölmargra sem fékk skilaboð frá almannavörnum í símann þegar hann nálgaðist svæðið. „Það stóð nú í SMS-inu að maður ætti ekki að fara að eldfjallinu. Ég veit ekki hvernig maður á að túlka það, ég ætla ekki að fara að eldfjallinu. Ég sé ekkert fjall svo sem en maður hættir sér ekki nálægt, maður þarf að sýna aðgát og passa sig á vindáttinni og svo framvegis.” Karl Vítalín Grétarsson hjólaði að gosinu.Vísir Karl Vítalín Grétarsson lét tal um langa og erfiða gönguleið ekki á sig fá og hjólaði að gosinu. „Ég kom frá Suðurstrandavegi, þennan svokallaða björgunarsveitaveg, sem liggur hérna hinum megin við fjallið, sirka tíu kílómetrar og ég var 45 mínútur á leiðinni.“ Er þetta ekkert erfitt? „Nei, nei - bara svona venjulegur borgarrúntur.” Birgir Sverrisson, Reynir Björnsson og Ólöf Ásgeirsdóttir.Vísir Eitthvað sem allir þurfi að sjá Laureen Wichi, ferðamaður frá Sviss, segir sjónarspilið í Meradölum vera dásamlega fallegt og ólíkt öllu öðru sem hann hafi séð. Jochim tekur heilshugar undir. „Ég vil að allir sjái þetta. Þetta er það sérstakasta sem ég hef borið augum. Ég hef farið um allan heim og þetta er eitt af því besta sem ég hef séð.” Karl Vítalín gerði sér reglulega ferð að eldgosinu sem gaus á svipuðum slóðum í fyrra og viðurkennir að það hafi heillað hann aðeins meira en yfirstandandi eldsumbrot. „Ég er búinn að koma svo oft að hinu gosinu að það var ekki eins tilkomumikið núna að koma að þessu.” Var þetta orðið hversdagslegt? „Já, það má segja það.”
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sjá meira