Efasemdir á Seyðisfirði um gagnsemi Fjarðarheiðarganga Kristján Már Unnarsson skrifar 30. júlí 2022 13:26 Frá Seyðisfirði. Vilhelm Gunnarsson „Í boði er annar valkostur sem er fjárhagslega hagkvæmur, leysir algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opnar samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland, eykur allt öryggi og opnar nýja möguleika í samskiptum.“ Þetta segir Sigurður Gunnarsson á Seyðisfirði í grein á fréttamiðlinum Austurfrétt þar sem hann lýsir efasemdum um jarðgöng undir Fjarðarheiði. Ekki aðeins vekur athygli að þessi sjónarmið koma frá íbúa á Seyðisfirði heldur frá manni sem hefur hagsmuni af ferðaþjónustu í bænum en Sigurður rekur fyrirtækið Lónsleiru, sem annast útleigu íbúðagistingar á Seyðisfirði. „Göngin eiga að vera 13,5 km löng og stytta vegleiðina um 3 km. Það er enginn tímasparnaður og Heiðin er mjög falleg vegleið í flestum veðrum. Það fara því fáir í göngin ef færð er góð, sem er flesta daga ársins. Nema allir verði skyldaðir,“ segir Sigurður í grein sinni en hann er með próf í hagsögu og hagfræði frá Uppsalaháskóla og var sveitarstjóri á Fáskrúðsfirði á níunda áratugnum. Hann er einnig lærður járnsmiður og starfaði við borun jarðganga við Kárahnjúka á einum af risaborum Impregilo. Séð niður í Seyðisfjörð af Fjarðarheiði.vísir/einar Sigurður efast raunar um að raunverulegur vilji sé hjá stjórnvöldum að gera Fjarðarheiðargöng. „Þau yrðu ein lengstu göng í Evrópu og eru aðeins valkostur vegfarenda í vondum veðrum,“ og segir viðbrögð stjórnvalda við gjaldþroti hugmyndarinnar að boða veggjald í öllum göngum. „Seyðfirðingum var lofað Fjarðarheiðargöngum fyrir sameiningarkosningar þar sem nær skuldlaus Seyðisfjarðarbær sameinaðist gjaldþrota Egilsstöðum í þeirri vissu að þar með fengju þeir göngin sem þeir hafa barist fyrir í 50 ár. Nú sést að forsendur loforðsins eru frá upphafi rugl en sameiningin er staðreynd. Allt framkvæmdafé ríkisins og veggjöld í öllum göngum landsins þarf í tvo áratugi til að borga þessi einu göng sem stytta aksturstíma ekkert.“ Fyrirhugaður munni Fjarðarheiðarganga í Seyðisfirði.Vegagerðin Sigurður segir annan valkost í boði. Hann sé fjárhagslega hagkvæmur, leysi algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opni samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland. „Valkosturinn er að fara um Mjóafjörð og þaðan innst í Eyvindarárdal á Héraði. Göngin yrðu 5,6 km + 9,0 km í stað 13,5 km undir Fjarðarheiði. Þetta yrðu mun ódýrari göng því alls konar viðbótar kröfur bætast við vegna lengdar Fjarðarheiðarganga. Það er ekkert grín að keyra 13,5 km í einum göngum. Mjóafjarðarleiðin yrði álíka verkefni og Siglufjarðargöng. Hún lengir aðeins leiðina til Egilsstaða og styttir hana álíka í Fjarðabyggð. Rúsínan í pylsuendanum er að frá Mjóafirði er bara 6,6 kílómetra jarðgangaleið að Norðfjarðargöngum og þar með láglendisveg um allt Mið Austurland. Ég tel að ef Seyðfirðingar samþykkja Mjóafjarðarleiðina þá muni hún strax fá samþykki. Hún er hagsmunamál allra Austfirðinga og hið hagkvæmasta mál,“ segir Sigurður Gunnarsson á Seyðisfirði. Mjóafjarðarleiðin þýddi jafnframt að vetrareinangrun Mjófirðinga yrði rofin en þar er tvísýnt um byggð, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 og þættinum Um land allt fyrr á árinu: Múlaþing Fjarðabyggð Vegagerð Samgöngur Byggðamál Vegtollar Tengdar fréttir Fjarðarheiði gleypir öll framlög og veggjöld til jarðganga í sautján ár Svo fjárfrek verða Fjarðarheiðargöng að öll framlög á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku af öllum göngum duga ekki til að greiða kostnaðinn. Rými til að grafa næstu göng í landinu skapast vart fyrr en í kringum árið 2040. 14. júlí 2022 22:30 Óttast ekki að umræða um gjaldtöku spilli áformum um Fjarðarheiðargöng Áform ríkisstjórnarinnar um að hefja gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins gætu orðið eitt helsta þrætumál samfélagsins á næstu misserum. Formaður byggðaráðs Múlaþings óttast ekki að umræða um jarðgangatoll spilli áformum um Fjarðarheiðargöng. 13. júlí 2022 22:20 Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20 Mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og hægt er Vonskuveður var víðast hvar á landinu í dag og töluvert um foktjón. Þá var úrhellir á Seyðisfirði og Fjarðarheiði var lokuð bróðurpart dags. Sveitarstjóri Múlaþings segir gríðarlega mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og auðið er. 27. desember 2020 19:00 Vilja að þrenn jarðgöng eystra verði öll boðin út á sama tíma Hringtenging á Austurlandi myndi gerbreyta samskiptum íbúa á svæðinu og gera það að einu þjónustu- og atvinnusóknarsvæði. Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur áherslu á að þrenn göng verði boðin út samtímis til að tryggja framgang þeirra. 16. ágúst 2019 07:30 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Sjá meira
Þetta segir Sigurður Gunnarsson á Seyðisfirði í grein á fréttamiðlinum Austurfrétt þar sem hann lýsir efasemdum um jarðgöng undir Fjarðarheiði. Ekki aðeins vekur athygli að þessi sjónarmið koma frá íbúa á Seyðisfirði heldur frá manni sem hefur hagsmuni af ferðaþjónustu í bænum en Sigurður rekur fyrirtækið Lónsleiru, sem annast útleigu íbúðagistingar á Seyðisfirði. „Göngin eiga að vera 13,5 km löng og stytta vegleiðina um 3 km. Það er enginn tímasparnaður og Heiðin er mjög falleg vegleið í flestum veðrum. Það fara því fáir í göngin ef færð er góð, sem er flesta daga ársins. Nema allir verði skyldaðir,“ segir Sigurður í grein sinni en hann er með próf í hagsögu og hagfræði frá Uppsalaháskóla og var sveitarstjóri á Fáskrúðsfirði á níunda áratugnum. Hann er einnig lærður járnsmiður og starfaði við borun jarðganga við Kárahnjúka á einum af risaborum Impregilo. Séð niður í Seyðisfjörð af Fjarðarheiði.vísir/einar Sigurður efast raunar um að raunverulegur vilji sé hjá stjórnvöldum að gera Fjarðarheiðargöng. „Þau yrðu ein lengstu göng í Evrópu og eru aðeins valkostur vegfarenda í vondum veðrum,“ og segir viðbrögð stjórnvalda við gjaldþroti hugmyndarinnar að boða veggjald í öllum göngum. „Seyðfirðingum var lofað Fjarðarheiðargöngum fyrir sameiningarkosningar þar sem nær skuldlaus Seyðisfjarðarbær sameinaðist gjaldþrota Egilsstöðum í þeirri vissu að þar með fengju þeir göngin sem þeir hafa barist fyrir í 50 ár. Nú sést að forsendur loforðsins eru frá upphafi rugl en sameiningin er staðreynd. Allt framkvæmdafé ríkisins og veggjöld í öllum göngum landsins þarf í tvo áratugi til að borga þessi einu göng sem stytta aksturstíma ekkert.“ Fyrirhugaður munni Fjarðarheiðarganga í Seyðisfirði.Vegagerðin Sigurður segir annan valkost í boði. Hann sé fjárhagslega hagkvæmur, leysi algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opni samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland. „Valkosturinn er að fara um Mjóafjörð og þaðan innst í Eyvindarárdal á Héraði. Göngin yrðu 5,6 km + 9,0 km í stað 13,5 km undir Fjarðarheiði. Þetta yrðu mun ódýrari göng því alls konar viðbótar kröfur bætast við vegna lengdar Fjarðarheiðarganga. Það er ekkert grín að keyra 13,5 km í einum göngum. Mjóafjarðarleiðin yrði álíka verkefni og Siglufjarðargöng. Hún lengir aðeins leiðina til Egilsstaða og styttir hana álíka í Fjarðabyggð. Rúsínan í pylsuendanum er að frá Mjóafirði er bara 6,6 kílómetra jarðgangaleið að Norðfjarðargöngum og þar með láglendisveg um allt Mið Austurland. Ég tel að ef Seyðfirðingar samþykkja Mjóafjarðarleiðina þá muni hún strax fá samþykki. Hún er hagsmunamál allra Austfirðinga og hið hagkvæmasta mál,“ segir Sigurður Gunnarsson á Seyðisfirði. Mjóafjarðarleiðin þýddi jafnframt að vetrareinangrun Mjófirðinga yrði rofin en þar er tvísýnt um byggð, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 og þættinum Um land allt fyrr á árinu:
Múlaþing Fjarðabyggð Vegagerð Samgöngur Byggðamál Vegtollar Tengdar fréttir Fjarðarheiði gleypir öll framlög og veggjöld til jarðganga í sautján ár Svo fjárfrek verða Fjarðarheiðargöng að öll framlög á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku af öllum göngum duga ekki til að greiða kostnaðinn. Rými til að grafa næstu göng í landinu skapast vart fyrr en í kringum árið 2040. 14. júlí 2022 22:30 Óttast ekki að umræða um gjaldtöku spilli áformum um Fjarðarheiðargöng Áform ríkisstjórnarinnar um að hefja gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins gætu orðið eitt helsta þrætumál samfélagsins á næstu misserum. Formaður byggðaráðs Múlaþings óttast ekki að umræða um jarðgangatoll spilli áformum um Fjarðarheiðargöng. 13. júlí 2022 22:20 Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20 Mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og hægt er Vonskuveður var víðast hvar á landinu í dag og töluvert um foktjón. Þá var úrhellir á Seyðisfirði og Fjarðarheiði var lokuð bróðurpart dags. Sveitarstjóri Múlaþings segir gríðarlega mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og auðið er. 27. desember 2020 19:00 Vilja að þrenn jarðgöng eystra verði öll boðin út á sama tíma Hringtenging á Austurlandi myndi gerbreyta samskiptum íbúa á svæðinu og gera það að einu þjónustu- og atvinnusóknarsvæði. Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur áherslu á að þrenn göng verði boðin út samtímis til að tryggja framgang þeirra. 16. ágúst 2019 07:30 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Sjá meira
Fjarðarheiði gleypir öll framlög og veggjöld til jarðganga í sautján ár Svo fjárfrek verða Fjarðarheiðargöng að öll framlög á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku af öllum göngum duga ekki til að greiða kostnaðinn. Rými til að grafa næstu göng í landinu skapast vart fyrr en í kringum árið 2040. 14. júlí 2022 22:30
Óttast ekki að umræða um gjaldtöku spilli áformum um Fjarðarheiðargöng Áform ríkisstjórnarinnar um að hefja gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins gætu orðið eitt helsta þrætumál samfélagsins á næstu misserum. Formaður byggðaráðs Múlaþings óttast ekki að umræða um jarðgangatoll spilli áformum um Fjarðarheiðargöng. 13. júlí 2022 22:20
Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20
Mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og hægt er Vonskuveður var víðast hvar á landinu í dag og töluvert um foktjón. Þá var úrhellir á Seyðisfirði og Fjarðarheiði var lokuð bróðurpart dags. Sveitarstjóri Múlaþings segir gríðarlega mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og auðið er. 27. desember 2020 19:00
Vilja að þrenn jarðgöng eystra verði öll boðin út á sama tíma Hringtenging á Austurlandi myndi gerbreyta samskiptum íbúa á svæðinu og gera það að einu þjónustu- og atvinnusóknarsvæði. Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur áherslu á að þrenn göng verði boðin út samtímis til að tryggja framgang þeirra. 16. ágúst 2019 07:30