Láta gott heita og gefa yngri hópum plássið: „Það hefur mikið gerst á þessum tíu árum“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. júlí 2022 20:00 Jóhanna Ýr Jónsdóttir, talskona hópsins, segir baráttunni ekki lokið. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn hefur ákveðið að hætta störfum, tíu árum frá stofnun hans en Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum mun þess í stað taka þátt í átaki Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar þetta árið. Talskona hópsins segir tímabært að yngri aktívistar taki við en fólk geti áfram dreift boðskapi Bleika fílsins. Hópurinn tók upprunalega til starfa árið 2012 og hefur hann einna helst verið bendlaður við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, með það markmið að koma í veg fyrir nauðganir. Nú hefur hópurinn þó ákveðið að kveðja, í hið minnsta í núverandi mynd. „Við erum náttúrulega bara orðin lúin, þetta er búið að vera sami kjarninn núna í tíu ár. Við erum alveg til í að hugsa nokkrar hugmyndir sem hefur verið varpað fram en það þarf að breyta alla vega aðeins vinnufyrirkomulaginu,“ segir Jóhanna Ýr Jónsdóttir, talskona hópsins. Ýmislegt hafi breyst undanfarinn áratug, þar á meðal nokkrar metoo-bylgjur. „Það er rosalega skrýtið að hugsa til þess að þegar við vorum að byrja hvað landslagið var allt öðruvísi. Í dag þá er umræðan sem betur fer komin á fleiri fleti, þó að það sé langt í land, en það hefur mikið gerst á þessum tíu árum,“ segir Jóhanna. Aðeins nokkrir dagar eru í að Þjóðhátíð verði sett í fyrsta sinn í þrjú ár og því kom það einhverjum á óvart að hópurinn skyldi kveðja núna. Þjóðhátíðarnefnd tekur þó þátt í átakinu Verum vakandi í ár, sem Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan standa fyrir. Rætt var við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, um átökin Verum vakandi og Góða skemmtun í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum en hægt er að horfa á innslagið í spilaranum hér fyrir neðan. Þá segir Jóhanna tímabært að yngri aktívistar taki við af eldri hópunum. „Þeirra reynsluheimur er annar en okkar, ég er til dæmis ein af þeim heppnu, ég ólst ekki upp í skugga internetsins og þetta er bara heimur sem ég skil ekki, þannig mér finnst bara gott að gefa þeim núna bæði plássið og hjálpa þeim af stað,“ segir hún. Þó að hópurinn verði ekki starfandi yfir verslunarmannahelgina verður varningur sem pantaður fyrir Þjóðhátíð í fyrra seldur til styrktar yngri hópum. Þá bendir Jóhanna á að margir eigi enn varning og geti haldið boðskapnum á lofti. „Þegar þau bera merkið þá eru þau að minna á að við viljum breytingar, við styðjum þolendur, við tökum ekki þátt í þögguninni, og þannig halda þau áfram að vera meðlimir hópsins,“ segir hún. Minna þá áfram á bleika fílinn í stofunni? „Já, við skulum ekki gleyma honum, hann er enn þá óþægilega stór og það þarf að fara að svona klára þetta,“ segir Jóhanna. Þjóðhátíð í Eyjum Kynferðisofbeldi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira
Hópurinn tók upprunalega til starfa árið 2012 og hefur hann einna helst verið bendlaður við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, með það markmið að koma í veg fyrir nauðganir. Nú hefur hópurinn þó ákveðið að kveðja, í hið minnsta í núverandi mynd. „Við erum náttúrulega bara orðin lúin, þetta er búið að vera sami kjarninn núna í tíu ár. Við erum alveg til í að hugsa nokkrar hugmyndir sem hefur verið varpað fram en það þarf að breyta alla vega aðeins vinnufyrirkomulaginu,“ segir Jóhanna Ýr Jónsdóttir, talskona hópsins. Ýmislegt hafi breyst undanfarinn áratug, þar á meðal nokkrar metoo-bylgjur. „Það er rosalega skrýtið að hugsa til þess að þegar við vorum að byrja hvað landslagið var allt öðruvísi. Í dag þá er umræðan sem betur fer komin á fleiri fleti, þó að það sé langt í land, en það hefur mikið gerst á þessum tíu árum,“ segir Jóhanna. Aðeins nokkrir dagar eru í að Þjóðhátíð verði sett í fyrsta sinn í þrjú ár og því kom það einhverjum á óvart að hópurinn skyldi kveðja núna. Þjóðhátíðarnefnd tekur þó þátt í átakinu Verum vakandi í ár, sem Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan standa fyrir. Rætt var við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, um átökin Verum vakandi og Góða skemmtun í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum en hægt er að horfa á innslagið í spilaranum hér fyrir neðan. Þá segir Jóhanna tímabært að yngri aktívistar taki við af eldri hópunum. „Þeirra reynsluheimur er annar en okkar, ég er til dæmis ein af þeim heppnu, ég ólst ekki upp í skugga internetsins og þetta er bara heimur sem ég skil ekki, þannig mér finnst bara gott að gefa þeim núna bæði plássið og hjálpa þeim af stað,“ segir hún. Þó að hópurinn verði ekki starfandi yfir verslunarmannahelgina verður varningur sem pantaður fyrir Þjóðhátíð í fyrra seldur til styrktar yngri hópum. Þá bendir Jóhanna á að margir eigi enn varning og geti haldið boðskapnum á lofti. „Þegar þau bera merkið þá eru þau að minna á að við viljum breytingar, við styðjum þolendur, við tökum ekki þátt í þögguninni, og þannig halda þau áfram að vera meðlimir hópsins,“ segir hún. Minna þá áfram á bleika fílinn í stofunni? „Já, við skulum ekki gleyma honum, hann er enn þá óþægilega stór og það þarf að fara að svona klára þetta,“ segir Jóhanna.
Þjóðhátíð í Eyjum Kynferðisofbeldi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira