Miklir skógareldar og hiti í Portúgal Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2022 19:31 Garðslangan má síns lítils gegn eldunum en fólk reynir allt til að bjarga heimilum sínum. Þessi mynd var tekin í Figueiras skammt frá Leiria í mið-Portúgal. AP/Joao Henriques Skógareldar brenna víða í Evrópu vegna mikilla þurrka og hitabylgju í álfunni að undanförnu. Í Portúgal hafa almannavarnir flutt hundruð íbúa frá heimilum sínum og þúsundir hektara skóga- og ræktarlands hafa brunnið. Þessi mynd er frá Gironde héraði í suðvestur hluta Frakklands þar sem einnig hafa logað miklir skógareldar og þurrkar.AP/SDIS Hitinn víðs vegar í Evrópu hefur farið í um og yfir fjörutíu gráður og í dag mældist hann 46 gráður í Portúgal. Slökkviliðsmenn og björgunarsveitir hafa barist við skógarelda víðs vegar um landið undanfarna daga og eldar hafa einnig kviknað á Spáni, í Frakklandi og Króatíu. Patricia Gaspar innanríkisráðherra Portúgal er ekki í vafa um orsakir hitabylgjunnar. „Loftslagsbreytingar eru ekki falsfréttir. Þær eru hérna, þær eru raunverulegar og við verðum að breyta hugarfari okkar og búa okkur undir nýja atburði eins og þessa. Hitabylgjur verða sífellt algengari og við verðum að búa okkur undir það, ekki bara hvað stefnumörkun varðar heldur einnig hvernig við kennum fólki að takast á við svona hluti,“ Gaspar. Þúsundir slökkviliðs- og björgunarsveitarmanna hafa barist við skógareldana í Portúgal dögum saman. Um þrjú þúsund hektarar lands hafa orðið eldunum að bráð.AP/Armando Franca Íbúar og ferðamenn í höfuðborginni Lissabon fara ekki varhluta af hitabylgjunni en þar gætir þó alla jafna hafgolu sem dregur úr áhrifunum. Það þarf hins vegar ekki að fara langt út fyrir höfuðborgina til að finna skógarelda. En almannavarnir hafa flutt um 600 manns fráheimilum sínum í þorpum víðs vegar um landið og um 120 manns hafa þurft að leita læknisaðstoðar. Hinn 88 ára Antonio Carmo Pereira sat ráðalaus á túninu hjá sér og sagðist ekki vita hvert hann ætti að flýja frá eldunum. Eldri maður vætir jarðveg í kring um húsið sitt í Bemposta í nágrenni Ansiao í mið-Portúgal. Þarna er rökkur allan daginn vegna reyks og sóts frá eldunum.AP/Armando Franca „Þarna upp frá byrjuðu eldarnir að breiðast út í þessa átt, vindurinn blés í áttina að fjallinu. Ég gat séð þangað fyrst en eftir nokkrar mínútur sá ég ekkert fyrir reyk og sóti,“ sagði öldungurinn með eldana í nokkur hundruð metra fjarlægð. Vatni hefur verið varpað yfir eldana með þyrlum með litlum árangri. Sumir íbúanna heyja vonlausa baráttu við eldana með garðslöngum með eldana skammt frá heimilum sínum. Víða er dimmt eins og um kvöld eða nótt vegna reyks og sóts. Ricardo Deus loftlagssérfræðingur hjá Veðurstofu Portúgals segir þetta ástand komið til að vera. „Þetta er það sem við sjáum fram á næstu árin eða næstu öld því spár um loftslagsbreytingar gera ráð fyrir jafnvel enn verra ástandi á síðustu áratugum þessarar aldar. Svo við verðum að aðlagast,“ segir Deus. Portúgal Náttúruhamfarir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Þessi mynd er frá Gironde héraði í suðvestur hluta Frakklands þar sem einnig hafa logað miklir skógareldar og þurrkar.AP/SDIS Hitinn víðs vegar í Evrópu hefur farið í um og yfir fjörutíu gráður og í dag mældist hann 46 gráður í Portúgal. Slökkviliðsmenn og björgunarsveitir hafa barist við skógarelda víðs vegar um landið undanfarna daga og eldar hafa einnig kviknað á Spáni, í Frakklandi og Króatíu. Patricia Gaspar innanríkisráðherra Portúgal er ekki í vafa um orsakir hitabylgjunnar. „Loftslagsbreytingar eru ekki falsfréttir. Þær eru hérna, þær eru raunverulegar og við verðum að breyta hugarfari okkar og búa okkur undir nýja atburði eins og þessa. Hitabylgjur verða sífellt algengari og við verðum að búa okkur undir það, ekki bara hvað stefnumörkun varðar heldur einnig hvernig við kennum fólki að takast á við svona hluti,“ Gaspar. Þúsundir slökkviliðs- og björgunarsveitarmanna hafa barist við skógareldana í Portúgal dögum saman. Um þrjú þúsund hektarar lands hafa orðið eldunum að bráð.AP/Armando Franca Íbúar og ferðamenn í höfuðborginni Lissabon fara ekki varhluta af hitabylgjunni en þar gætir þó alla jafna hafgolu sem dregur úr áhrifunum. Það þarf hins vegar ekki að fara langt út fyrir höfuðborgina til að finna skógarelda. En almannavarnir hafa flutt um 600 manns fráheimilum sínum í þorpum víðs vegar um landið og um 120 manns hafa þurft að leita læknisaðstoðar. Hinn 88 ára Antonio Carmo Pereira sat ráðalaus á túninu hjá sér og sagðist ekki vita hvert hann ætti að flýja frá eldunum. Eldri maður vætir jarðveg í kring um húsið sitt í Bemposta í nágrenni Ansiao í mið-Portúgal. Þarna er rökkur allan daginn vegna reyks og sóts frá eldunum.AP/Armando Franca „Þarna upp frá byrjuðu eldarnir að breiðast út í þessa átt, vindurinn blés í áttina að fjallinu. Ég gat séð þangað fyrst en eftir nokkrar mínútur sá ég ekkert fyrir reyk og sóti,“ sagði öldungurinn með eldana í nokkur hundruð metra fjarlægð. Vatni hefur verið varpað yfir eldana með þyrlum með litlum árangri. Sumir íbúanna heyja vonlausa baráttu við eldana með garðslöngum með eldana skammt frá heimilum sínum. Víða er dimmt eins og um kvöld eða nótt vegna reyks og sóts. Ricardo Deus loftlagssérfræðingur hjá Veðurstofu Portúgals segir þetta ástand komið til að vera. „Þetta er það sem við sjáum fram á næstu árin eða næstu öld því spár um loftslagsbreytingar gera ráð fyrir jafnvel enn verra ástandi á síðustu áratugum þessarar aldar. Svo við verðum að aðlagast,“ segir Deus.
Portúgal Náttúruhamfarir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira