Mörkin: Karl Friðleifur skoraði tvö er Víkingur skaut Malmö skelk í bringu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júlí 2022 20:00 Karl Friðleifur Gunnarsson fagnar öðru af mörkum sínum á Víkingsvelli í gær, miðvikudag. Vísir/Hulda Margrét Karl Friðleifur Gunnarsson skoraði sín fyrstu tvö mörk í sumar er Víkingur og Malmö gerðu 3-3 jafntefli í síðari leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Malmö fór áfram með 6-5 sigri samanlegt en Víkingar geta borið höfuðið hátt eftir tvo frábæra leiki. Hér að neðan má sjá mörkin úr leik gærdagsins. Það var mikið um dýrðir í Víkinni í gær, bæði innan vallar sem utan. Frammistaðan inn á vellinum var lengst um frábær og það sama má segja um frammistöðu Víkinga í stúkunni. Líkt og í fyrri leiknum var nóg af færum og nóg af mörkum. Karl Friðleifur kom Víkingum yfir með góðu skoti þegar stundarfjórðungur var liðinn. Heimamenn reyndu að bæta við en fundu ekki glufur á þéttri vörn gestanna. Þegar líða tók á fyrri hálfleik náðu gestirnir öllum völdum á vellinum og skoruðu tvívegis áður en flautað var til hálfleiks. Síðara markið einkar súrt þar sem Halldór Smári Sigurðsson, miðvörður Víkings, var nýfarinn af velli en við það riðlaðist leikur þeirra töluvert. Til að gera vont enn verra þá bætti Malmö við þriðja markinu í upphafi síðari hálfleiks. Heimamenn gáfust þó ekki upp og minnkaði Nikolaj Hansen muninn ekki löngu síðar. Hansen kom boltanum í netið úr nær ómögulegu færi.Vísir/Hulda Margrét Víkingar jöfnuðu svo metin eftir frábærlega útfærða hornspyrnu þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka. Pablo Punyed og Viktor Örlygur Andrason léku sín á milli út við hornfána, miðjumaðurinn magnaði frá El Salvador lyfti boltanum inn á teig þar sem áðurnefndur Hansen skallaði boltann í átt að marki og Karl Friðleifur kom tuðrunni yfir línuna. Staðan orðin 3-3 og því miður reyndust það lokatölur leiksins. Malmö fer því áfram en Víkingur fer í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Mörkin má sjá hér að neðan í lýsingu Gumma Ben. Klippa: Mörkin: Víkingur 3-3 Malmö Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Ég bað um frammistöðu sem yrði okkur til sóma og ég fékk hana“ „Er í fyrsta lagi stoltur af mínum drengjum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings eftir ótrúlegt 3-3 jafntefli við Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Malmö fer áfram með 6-5 sigri samanlagt en Íslands- og bikarmeistarar Víkings gáfu sænsku meisturunum heldur betur leik, og einvígi. 12. júlí 2022 21:51 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur-Malmö 3-3 | Víkingar geta borið höfuðið hátt Víkingar eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlega tvo leiki gegn Svíþjóðarmeisturum Malmö heima og að heiman. Víkingar fara nú í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og geta borið höfuðið hátt eftir frábærar frammistöður gegn jafn sterkum mótherja og raun bar vitni. 12. júlí 2022 22:30 Víkingar allra landsmanna eiga erfitt verkefni fyrir höndum Víkingur mætir Malmö í síðari leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Víkingar eiga á brattan að sækja eftir fyrri leikinn gegn Svíþjóðarmeisturunum en einvígið er vel á lífi þökk sé marki ofur-varamannsins Helga Guðjónssonar undir lok leiks ytra. 12. júlí 2022 12:00 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Það var mikið um dýrðir í Víkinni í gær, bæði innan vallar sem utan. Frammistaðan inn á vellinum var lengst um frábær og það sama má segja um frammistöðu Víkinga í stúkunni. Líkt og í fyrri leiknum var nóg af færum og nóg af mörkum. Karl Friðleifur kom Víkingum yfir með góðu skoti þegar stundarfjórðungur var liðinn. Heimamenn reyndu að bæta við en fundu ekki glufur á þéttri vörn gestanna. Þegar líða tók á fyrri hálfleik náðu gestirnir öllum völdum á vellinum og skoruðu tvívegis áður en flautað var til hálfleiks. Síðara markið einkar súrt þar sem Halldór Smári Sigurðsson, miðvörður Víkings, var nýfarinn af velli en við það riðlaðist leikur þeirra töluvert. Til að gera vont enn verra þá bætti Malmö við þriðja markinu í upphafi síðari hálfleiks. Heimamenn gáfust þó ekki upp og minnkaði Nikolaj Hansen muninn ekki löngu síðar. Hansen kom boltanum í netið úr nær ómögulegu færi.Vísir/Hulda Margrét Víkingar jöfnuðu svo metin eftir frábærlega útfærða hornspyrnu þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka. Pablo Punyed og Viktor Örlygur Andrason léku sín á milli út við hornfána, miðjumaðurinn magnaði frá El Salvador lyfti boltanum inn á teig þar sem áðurnefndur Hansen skallaði boltann í átt að marki og Karl Friðleifur kom tuðrunni yfir línuna. Staðan orðin 3-3 og því miður reyndust það lokatölur leiksins. Malmö fer því áfram en Víkingur fer í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Mörkin má sjá hér að neðan í lýsingu Gumma Ben. Klippa: Mörkin: Víkingur 3-3 Malmö Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Ég bað um frammistöðu sem yrði okkur til sóma og ég fékk hana“ „Er í fyrsta lagi stoltur af mínum drengjum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings eftir ótrúlegt 3-3 jafntefli við Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Malmö fer áfram með 6-5 sigri samanlagt en Íslands- og bikarmeistarar Víkings gáfu sænsku meisturunum heldur betur leik, og einvígi. 12. júlí 2022 21:51 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur-Malmö 3-3 | Víkingar geta borið höfuðið hátt Víkingar eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlega tvo leiki gegn Svíþjóðarmeisturum Malmö heima og að heiman. Víkingar fara nú í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og geta borið höfuðið hátt eftir frábærar frammistöður gegn jafn sterkum mótherja og raun bar vitni. 12. júlí 2022 22:30 Víkingar allra landsmanna eiga erfitt verkefni fyrir höndum Víkingur mætir Malmö í síðari leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Víkingar eiga á brattan að sækja eftir fyrri leikinn gegn Svíþjóðarmeisturunum en einvígið er vel á lífi þökk sé marki ofur-varamannsins Helga Guðjónssonar undir lok leiks ytra. 12. júlí 2022 12:00 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
„Ég bað um frammistöðu sem yrði okkur til sóma og ég fékk hana“ „Er í fyrsta lagi stoltur af mínum drengjum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings eftir ótrúlegt 3-3 jafntefli við Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Malmö fer áfram með 6-5 sigri samanlagt en Íslands- og bikarmeistarar Víkings gáfu sænsku meisturunum heldur betur leik, og einvígi. 12. júlí 2022 21:51
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur-Malmö 3-3 | Víkingar geta borið höfuðið hátt Víkingar eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlega tvo leiki gegn Svíþjóðarmeisturum Malmö heima og að heiman. Víkingar fara nú í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og geta borið höfuðið hátt eftir frábærar frammistöður gegn jafn sterkum mótherja og raun bar vitni. 12. júlí 2022 22:30
Víkingar allra landsmanna eiga erfitt verkefni fyrir höndum Víkingur mætir Malmö í síðari leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Víkingar eiga á brattan að sækja eftir fyrri leikinn gegn Svíþjóðarmeisturunum en einvígið er vel á lífi þökk sé marki ofur-varamannsins Helga Guðjónssonar undir lok leiks ytra. 12. júlí 2022 12:00