Rúnar: Náðum ekki að gera það sem lagt var upp með Jón Már Ferro skrifar 7. júlí 2022 21:25 Rúnar Kristinsson segir að upplegg sitt hafi ekki gengið nægilega vel upp í Póllandi í dag. Vísir/Hulda Margrét KR spilaði við Pogon Szczecin í Sambandsdeild Evrópu í Póllandi í dag. Leikurinn fór 4-1 fyrir þá pólsku eftir erfiðan fyrri hálfleik. Rúnar Kristinsson, þjálfara KR fannst leikplan sinna manna ekki ganga nægilega vel upp í fyrri hálfleik en mun betur í þeim seinni. Honum fannst heimamenn eiga of auðvelt með að spila upp völlinn. „Það gekk ekki vel upp í fyrri hálfleik, við gerðum það bara illa. Planið var alveg fínt þannig séð. Við leystum það bara illa og vorum allt of passívir í okkar aðgerðum og hleyptum þeim alltof auðveldlega inn í hættuleg svæði. Náðum að laga það í seinni hálfleik. Svo vorum við svolítið ragir við að spila í byrjun. Þeir bara réðust á okkur og komust í hættulegar stöður sem að við bara leystum ekki nægilega vel.“ Rúnar sagði að það hafi ekki komið honum og hans mönnum á óvart enda búnir að leikgreina þá vel. Þrátt fyrir það hafi verið erfitt að bregðast við með laskað lið. „Við lærum af þessum leik, við vissum ýmislegt um þá. Við vorum búnir að leikgreina þá mjög vel og það var ekkert sem kom okkur á óvart. Með svona laskað lið og miklar breytingar, því miður. Þrátt fyrir að við höfum verið sáttir með hvernig við settum leikinn upp þá var framkvæmdin ekki nægilega góð og þegar hún lagaðist í seinni hálfleik þá var þetta minna mál fyrir okkur. Ekki það að það hafi verið eitthvað auðvelt en við vörðumst miklu betur, þó svo að við höfum farið hærra á völlinn um leið og tekið smá sénsa.“ Þrátt fyrir að hafa náð að laga betur það sem fór úrskeiðis í fyrri hálfleik, í seinni hálfleiknum þá verði seinni leikurinn langt frá því að vera auðveldur. „Ég segi það ekki þetta er náttúrulega bara frábært lið, rosalega vel æft lið. Engar breytingar á þessu liði frá því í fyrra. Þeir eru búnir að lenda tvö ár í röð í þriðja sæti í deildinni þannig að, hörku mannskapur og hörku lið. Þetta verður ekkert auðvelt heima en við allavega þekkjum betur þeirra og getum kannski stoppað þá í að spila eins auðveldlega framhjá okkur og í dag og gefum þeim aðeins betri leik.“ Höfum verið óheppnir með meiðsli KR er með marga leikmenn í meiðslum og einhverjir þeirra komu inn í leikinn í dag og aðrir eiga lengra í land. „Kristján Flóki, Kristinn Jónsson og Finnur Tómas þeir eru allir frá og eru lengi frá. Stefán Árni kom inn á í dag í fyrsta skipti núna í langan tíma. Grétar var að koma inn í liðið aftur eftir meiðsli sem hann er búinn að vera eiga við. Náttúrulega Arnar Sveinn missti af fyrstu níu leikjum tímabilsins. Þannig að við erum búnir að vera óheppnir með meiðsli og búnir að vera rótera liðinu, sérstaklega á þessum erfiða kafla í byrjun, spila níu leiki á rétt rúmum mánuði. Við erum ennþá að glíma við þetta. Ég er ánægður með strákana, ég er ánægður með liðið og móralinn. Við þurfum að framkvæma hlutina betur og bæta okkur á öllum sviðum.“ Rúnar á ekki vona á að einhver af þeim sem tók ekki þátt í dag muni spila í seinni leiknum. „Nei það er rosalega erfitt að segja til um það. Það er eitthvað í Finn Tómas , það er ekki alveg búið að fá greiningu á hans meiðslum. Flóki á örugglega mánuð eftir að minnsta kosti í viðbót. Kristinn Jónsson einn til tveir mánuðir í viðbót. Þannig það er ekki eins og þeir séu eitthvað að koma til baka strax aftur. Við verðum áfram án þessara stráka,“ sagði Rúnar að lokum. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KR Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira
„Það gekk ekki vel upp í fyrri hálfleik, við gerðum það bara illa. Planið var alveg fínt þannig séð. Við leystum það bara illa og vorum allt of passívir í okkar aðgerðum og hleyptum þeim alltof auðveldlega inn í hættuleg svæði. Náðum að laga það í seinni hálfleik. Svo vorum við svolítið ragir við að spila í byrjun. Þeir bara réðust á okkur og komust í hættulegar stöður sem að við bara leystum ekki nægilega vel.“ Rúnar sagði að það hafi ekki komið honum og hans mönnum á óvart enda búnir að leikgreina þá vel. Þrátt fyrir það hafi verið erfitt að bregðast við með laskað lið. „Við lærum af þessum leik, við vissum ýmislegt um þá. Við vorum búnir að leikgreina þá mjög vel og það var ekkert sem kom okkur á óvart. Með svona laskað lið og miklar breytingar, því miður. Þrátt fyrir að við höfum verið sáttir með hvernig við settum leikinn upp þá var framkvæmdin ekki nægilega góð og þegar hún lagaðist í seinni hálfleik þá var þetta minna mál fyrir okkur. Ekki það að það hafi verið eitthvað auðvelt en við vörðumst miklu betur, þó svo að við höfum farið hærra á völlinn um leið og tekið smá sénsa.“ Þrátt fyrir að hafa náð að laga betur það sem fór úrskeiðis í fyrri hálfleik, í seinni hálfleiknum þá verði seinni leikurinn langt frá því að vera auðveldur. „Ég segi það ekki þetta er náttúrulega bara frábært lið, rosalega vel æft lið. Engar breytingar á þessu liði frá því í fyrra. Þeir eru búnir að lenda tvö ár í röð í þriðja sæti í deildinni þannig að, hörku mannskapur og hörku lið. Þetta verður ekkert auðvelt heima en við allavega þekkjum betur þeirra og getum kannski stoppað þá í að spila eins auðveldlega framhjá okkur og í dag og gefum þeim aðeins betri leik.“ Höfum verið óheppnir með meiðsli KR er með marga leikmenn í meiðslum og einhverjir þeirra komu inn í leikinn í dag og aðrir eiga lengra í land. „Kristján Flóki, Kristinn Jónsson og Finnur Tómas þeir eru allir frá og eru lengi frá. Stefán Árni kom inn á í dag í fyrsta skipti núna í langan tíma. Grétar var að koma inn í liðið aftur eftir meiðsli sem hann er búinn að vera eiga við. Náttúrulega Arnar Sveinn missti af fyrstu níu leikjum tímabilsins. Þannig að við erum búnir að vera óheppnir með meiðsli og búnir að vera rótera liðinu, sérstaklega á þessum erfiða kafla í byrjun, spila níu leiki á rétt rúmum mánuði. Við erum ennþá að glíma við þetta. Ég er ánægður með strákana, ég er ánægður með liðið og móralinn. Við þurfum að framkvæma hlutina betur og bæta okkur á öllum sviðum.“ Rúnar á ekki vona á að einhver af þeim sem tók ekki þátt í dag muni spila í seinni leiknum. „Nei það er rosalega erfitt að segja til um það. Það er eitthvað í Finn Tómas , það er ekki alveg búið að fá greiningu á hans meiðslum. Flóki á örugglega mánuð eftir að minnsta kosti í viðbót. Kristinn Jónsson einn til tveir mánuðir í viðbót. Þannig það er ekki eins og þeir séu eitthvað að koma til baka strax aftur. Við verðum áfram án þessara stráka,“ sagði Rúnar að lokum.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KR Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira