Mörk, rautt spjald og dramatík er Víkingur hélt Evrópudraumnum á lífi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2022 11:32 Kristall Máni var frábær meðan hans naut við í Svíþjóð. Hann endar tímabilið í Evrópu með þrjú mörk í þremur leikjum. Vísir/Hulda Margrét Íslands- og bikarmeistarar Víkings mættu Svíþjóðarmeisturum Malmö ytra í fyrri leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á þriðjudag. Mörkin úr 3-2 sigri Malmö má sjá hér að neðan sem og rauða spjaldið sem Kristall Máni Ingason fékk fyrir að „ögra“ stuðningsfólki Malmö eftir að hann jafnaði metin í fyrri hálfleik. Víkingar hófu leikinn af miklum krafti og voru síst lakari aðilinn. Þungt og þreytt lið heimamanna átti erfitt með að skapa sér færi en fyrsta mark þeirra „var eins týpískt og það verður fyrir íslenskt lið í Evrópukeppni,“ eins og Guðmundur Benediktsson orðaði það en hann lýsti leiknum á Stöð 2 Sport. Martin Olsson skoraði þá með skoti fyrir utan teig sem fór af varnarmanni og í netið. Þórður Ingason, markvörður Víkinga, hafði þegar skutlað sér og hefði án alls efa varið skot Olsson þægilega ef það hefði ekki farið af Víking og þaðan í netið. Klippa: Mörkin: Malmö 3-2 Víkingur Víkingar létu markið ekki á sig fá og sýndu lipra takta. Kristall Máni var allt í öllu en slakur dómari leiksins missti öll tök á leiknum um miðbik fyrri hálfleiks. Hann fór að spjalda Víkinga eins og óður maður, lyfti hann gula spjaldinu þrívegis á fimm mínútna kafla - eitt þeirra átti eftir að reynast dýrkeypt. Þá er vert að taka fram að Oliver Ekroth, miðvörður Víkinga, skallaði aukaspyrnu Pablo Punyed í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Sá dómur var ef til vill réttur en sást einkar illa á sjónarhorninu sem boðið var upp í sjónvarpinu. Svo fékk Halldór Smári Sigurðsson spark aftan í hnakkann eftir hornspyrnu en dómarateymið sá ekkert athugavert við það. Ekki pen??? Ók #eurovikes pic.twitter.com/HiguOI5tLD— Pétur Mikael (@pesimikk) July 5, 2022 Þegar sjö mínútur voru til loka fyrri hálfleiks átti Pablo stórkostlega sendingu á Kristal Mána sem hafði búið sér til örlítið pláss inn í teig Malmö. Fyrsta snerting Kristals Mána var fullkomin og afgreiðslan enn betri. Staðan orðin 1-1 og minnti Víkingurinn á sig með því að benda á merkið á bringunni og ´sussa´ létt á stuðningsfólk Malmö sem reyndi að kasta öllu lauslegu í hann. Dómara leiksins var svo misboðið að hann gaf Kristali Mána annað gult spjald. Að þessu sinni fyrir að „ögra“ stuðningsfólki heimaliðsins en fyrra gula spjaldið var fyrir leikaraskap. Kristall Máni var ítrekað sparkaður niður framan af leik og var fyrra gula spjaldið í raun jafn umdeilanlegt og það seinna. Ola Toivonen kom svo Malmö yfir undir lok fyrri hálfleiks með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá hægri og staðan 2-1 heimamönnum í vil er liðin gengu til búningsherbergja. Víkingar mættu með skýrt leikplan út í síðari hálfleikinn og tókst Malmö ekki að skapa sér nokkurn skapaðan hlut framan af. Það var ekki fyrr en misheppnuð hreinsun úr vörn Víkings á 84. mínútu féll fyrir fætur Sebastian Nanasi, sá renndi boltanum á Veljko Birmancevic sem skoraði úr þröngu færi. Í stað þess að leggja árar í bát og væla þá fóru Víkingar í sókn. Helgi Guðjónsson, einn albesti varamaður síðari ára, elskar að skora mikilvæg mörk og gerði eitt slíkt í Svíþjóð. Eftir góðan sprett tókst honum að læða boltanum í gegnum klof varnarmanns Malmö í netið. Mögulega fór boltinn aðeins í varnarmanninn en hverjum er ekki sama, lokatölur 3-2 og Víkingar eru enn inn í einvíginu. Síðari leikur liðanna fer fram 12. júlí í Víkinni. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingur sýndi mikinn karakter eftir vafasama dómgæslu Víkingur gerði sér ferð til Svíþjóðar og mætti Malmö í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla í kvöld. Malmö fór með 3-2 sigur af hólmi en Kristall Máni Ingason fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 40. mínútu eftir að hafa jafnað leikinn og sussað á stuðningsmenn Malmö er hann fagnaði marki sínu. 5. júlí 2022 18:51 Segir Milos hafa kennt sér að sussa í Rimaskóla Jasmín Erla Ingadóttir, leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta, er ein þeirra sem leggur orð í belg vegna ákvörðunar moldóvsks dómara leiks Malmö og Víkings um að áminna bróður hennar, Kristal Mána Ingason í annað skipti í leiknum fyrir að sussa á stuðningsmenn sænska liðsins eftir að hann skoraði jöfnunarmark Fossvogsliðsins. 5. júlí 2022 20:31 Segir að Kristall kunni ekki reglurnar Í 3-2 tapi Víkings gegn Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær lét Kristall Máni Ingason reka sig af velli eftir að hann jafnaði metin í 1-1 fyrir Íslandsmeistarana og sussaði á áhorfendur. Ola Toivonen, leikmaður sænska liðsins, segir að Kristall kunni líklega ekki reglurnar. 6. júlí 2022 07:31 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Fleiri fréttir Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Sjá meira
Víkingar hófu leikinn af miklum krafti og voru síst lakari aðilinn. Þungt og þreytt lið heimamanna átti erfitt með að skapa sér færi en fyrsta mark þeirra „var eins týpískt og það verður fyrir íslenskt lið í Evrópukeppni,“ eins og Guðmundur Benediktsson orðaði það en hann lýsti leiknum á Stöð 2 Sport. Martin Olsson skoraði þá með skoti fyrir utan teig sem fór af varnarmanni og í netið. Þórður Ingason, markvörður Víkinga, hafði þegar skutlað sér og hefði án alls efa varið skot Olsson þægilega ef það hefði ekki farið af Víking og þaðan í netið. Klippa: Mörkin: Malmö 3-2 Víkingur Víkingar létu markið ekki á sig fá og sýndu lipra takta. Kristall Máni var allt í öllu en slakur dómari leiksins missti öll tök á leiknum um miðbik fyrri hálfleiks. Hann fór að spjalda Víkinga eins og óður maður, lyfti hann gula spjaldinu þrívegis á fimm mínútna kafla - eitt þeirra átti eftir að reynast dýrkeypt. Þá er vert að taka fram að Oliver Ekroth, miðvörður Víkinga, skallaði aukaspyrnu Pablo Punyed í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Sá dómur var ef til vill réttur en sást einkar illa á sjónarhorninu sem boðið var upp í sjónvarpinu. Svo fékk Halldór Smári Sigurðsson spark aftan í hnakkann eftir hornspyrnu en dómarateymið sá ekkert athugavert við það. Ekki pen??? Ók #eurovikes pic.twitter.com/HiguOI5tLD— Pétur Mikael (@pesimikk) July 5, 2022 Þegar sjö mínútur voru til loka fyrri hálfleiks átti Pablo stórkostlega sendingu á Kristal Mána sem hafði búið sér til örlítið pláss inn í teig Malmö. Fyrsta snerting Kristals Mána var fullkomin og afgreiðslan enn betri. Staðan orðin 1-1 og minnti Víkingurinn á sig með því að benda á merkið á bringunni og ´sussa´ létt á stuðningsfólk Malmö sem reyndi að kasta öllu lauslegu í hann. Dómara leiksins var svo misboðið að hann gaf Kristali Mána annað gult spjald. Að þessu sinni fyrir að „ögra“ stuðningsfólki heimaliðsins en fyrra gula spjaldið var fyrir leikaraskap. Kristall Máni var ítrekað sparkaður niður framan af leik og var fyrra gula spjaldið í raun jafn umdeilanlegt og það seinna. Ola Toivonen kom svo Malmö yfir undir lok fyrri hálfleiks með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá hægri og staðan 2-1 heimamönnum í vil er liðin gengu til búningsherbergja. Víkingar mættu með skýrt leikplan út í síðari hálfleikinn og tókst Malmö ekki að skapa sér nokkurn skapaðan hlut framan af. Það var ekki fyrr en misheppnuð hreinsun úr vörn Víkings á 84. mínútu féll fyrir fætur Sebastian Nanasi, sá renndi boltanum á Veljko Birmancevic sem skoraði úr þröngu færi. Í stað þess að leggja árar í bát og væla þá fóru Víkingar í sókn. Helgi Guðjónsson, einn albesti varamaður síðari ára, elskar að skora mikilvæg mörk og gerði eitt slíkt í Svíþjóð. Eftir góðan sprett tókst honum að læða boltanum í gegnum klof varnarmanns Malmö í netið. Mögulega fór boltinn aðeins í varnarmanninn en hverjum er ekki sama, lokatölur 3-2 og Víkingar eru enn inn í einvíginu. Síðari leikur liðanna fer fram 12. júlí í Víkinni. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingur sýndi mikinn karakter eftir vafasama dómgæslu Víkingur gerði sér ferð til Svíþjóðar og mætti Malmö í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla í kvöld. Malmö fór með 3-2 sigur af hólmi en Kristall Máni Ingason fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 40. mínútu eftir að hafa jafnað leikinn og sussað á stuðningsmenn Malmö er hann fagnaði marki sínu. 5. júlí 2022 18:51 Segir Milos hafa kennt sér að sussa í Rimaskóla Jasmín Erla Ingadóttir, leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta, er ein þeirra sem leggur orð í belg vegna ákvörðunar moldóvsks dómara leiks Malmö og Víkings um að áminna bróður hennar, Kristal Mána Ingason í annað skipti í leiknum fyrir að sussa á stuðningsmenn sænska liðsins eftir að hann skoraði jöfnunarmark Fossvogsliðsins. 5. júlí 2022 20:31 Segir að Kristall kunni ekki reglurnar Í 3-2 tapi Víkings gegn Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær lét Kristall Máni Ingason reka sig af velli eftir að hann jafnaði metin í 1-1 fyrir Íslandsmeistarana og sussaði á áhorfendur. Ola Toivonen, leikmaður sænska liðsins, segir að Kristall kunni líklega ekki reglurnar. 6. júlí 2022 07:31 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Fleiri fréttir Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Sjá meira
Víkingur sýndi mikinn karakter eftir vafasama dómgæslu Víkingur gerði sér ferð til Svíþjóðar og mætti Malmö í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla í kvöld. Malmö fór með 3-2 sigur af hólmi en Kristall Máni Ingason fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 40. mínútu eftir að hafa jafnað leikinn og sussað á stuðningsmenn Malmö er hann fagnaði marki sínu. 5. júlí 2022 18:51
Segir Milos hafa kennt sér að sussa í Rimaskóla Jasmín Erla Ingadóttir, leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta, er ein þeirra sem leggur orð í belg vegna ákvörðunar moldóvsks dómara leiks Malmö og Víkings um að áminna bróður hennar, Kristal Mána Ingason í annað skipti í leiknum fyrir að sussa á stuðningsmenn sænska liðsins eftir að hann skoraði jöfnunarmark Fossvogsliðsins. 5. júlí 2022 20:31
Segir að Kristall kunni ekki reglurnar Í 3-2 tapi Víkings gegn Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær lét Kristall Máni Ingason reka sig af velli eftir að hann jafnaði metin í 1-1 fyrir Íslandsmeistarana og sussaði á áhorfendur. Ola Toivonen, leikmaður sænska liðsins, segir að Kristall kunni líklega ekki reglurnar. 6. júlí 2022 07:31