Ég styð veiðar og vinnslu hvalaafurða Vilhjálmur Birgisson skrifar 28. júní 2022 14:01 Ég fagna því innilega að hvalveiðar séu nú stundaðar við Íslandsstrendur að nýju, enda hafa þær mjög jákvæð áhrif á allt samfélagið hér á Akranesi og nærsveitir. Að sjálfsögðu eigum við að nýta okkar sjávarauðlindir til atvinnu- og gjaldeyrisöflunar skv. veiðiráðgjöf frá Hafrannsóknarstofnun, annað væri gjörsamlega galið. Það hefur verið slegist um að fá störf hjá Hval þegar vertíðin stendur yfir enda eru tekjumöguleikarnir umtalsverðir í ljósi þess að unnið er á sólarhringsvöktum yfir vertíðina. Sem dæmi voru meðallaun í vinnslunni í Hvalfirði rétt rúm 1 milljón króna á mánuði á vertíðinni 2018 og þessar miklu tekjur skila sér svo sannarlega inn í samfélagið bæði hvað varðar útsvarstekjur fyrir sveitarfélögin og ekki síður hvað varðar verslun og þjónustu. Þetta skiptir reyndar þjóðarbúið allt gríðarlega miklu máli, enda er mikilvægt fyrir almenning í þessu landi að átta sig á því að við höldum úti okkar velferðarsamfélagi með því að skapa gjaldeyristekjur og það eru gjaldeyrisskapandi fyrirtæki sem gera okkur kleift að búa til það velferðarsamfélag sem við viljum búa í. Við þurfum fyrirtæki sem skapa íslenskri þjóð gjaldeyri og af þeirri ástæðu fagna ég innilega að hvalveiðar hafi hafist að nýju. Ég lít á hvalveiðarnar sem vistvæna stóriðju enda eru uppundir 150 manns sem hafa atvinnu af þessari starfsemi yfir hávertíðina og er það fyrir utan afleidd störf tengdum veiðum og vinnslu hvalafurða Það er engum vafa undirorpið að þjóðhagslegur ávinningur er af veiðum og vinnslu á hvalafurðum en vissulega hafa þessar veiðar enn meiri þýðingu fyrir sveitarfélög eins og Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð og reyndar einnig sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu enda koma einnig starfsmenn þaðan. Grunnvallaratriðið er að við eigum að nýta okkar sjávarauðlindir skv. okkar færustu sérfræðingum sem eru í þessu tilfelli frá Hafrannsóknarstofnun. Við eigum ekki að láta „öfgahópa“ eða einhverja sérhagsmunaaðila í ferðaþjónustunni segja okkur hvaða gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar megi ástunda hér á landi. Ég tel að meirihluti þjóðarinnar styðji veiðar og vinnslu hvalaafurða og ljóst að eigandi Hvals er alls ekki búinn að einangrast við að skapa 150 manns atvinnu með öllum þeim jákvæðu þáttum sem fylgja þessum veiðum Það er rétt að geta þess að langreyði hefur fjölgað jafnt og þétt samkvæmt talningum undanfarinna áratuga. Samkvæmt síðustu talningu sem framkvæmd var árið 2015 er stofninn (Mið-Norður-Atlantshafsstofn) talinn vera um 40 þúsund dýr og hefur aldrei mælst stærri. Hví í ósköpunum eigum við ekki að heimila hvalveiðar þegar þessar staðreyndir liggja fyrir? Ég man þegar hvalveiðar voru heimilaðar 2009 og ferðaþjónustan grenjaði eins og stungnir grísir og töldu að þetta myndi rústa ferðaþjónustunni, en annað hefur svo sannarlega komið á daginn. Enda liggur fyrir að ferðamönnum fjölgaði gríðarlega og náðu hámarki 2019 og voru reyndar orðnir svo margir að talað var um að takmarka þyrfti fjölda þeirra sem hingað koma vegna átroðnings. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ætíð stutt veiðar og vinnslu hvalaafurða og reyndar styður VLFA allar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar sama hvort þær eru í sjávarútvegi, ferðaþjónustu, stóriðju eða öðrum gjaldeyrisskapandi atvinnugreinum. Við þurfum á þessum atvinnugreinum að halda því það er með þessari gjaldeyrisöflun sem við höldum úti löggæslu, heilbrigðiskerfi, velferðarþjónustu, menntakerfi og svona mætti lengi telja. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Sjávarútvegur Kjaramál Dýr Vilhjálmur Birgisson Akranes Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Ég fagna því innilega að hvalveiðar séu nú stundaðar við Íslandsstrendur að nýju, enda hafa þær mjög jákvæð áhrif á allt samfélagið hér á Akranesi og nærsveitir. Að sjálfsögðu eigum við að nýta okkar sjávarauðlindir til atvinnu- og gjaldeyrisöflunar skv. veiðiráðgjöf frá Hafrannsóknarstofnun, annað væri gjörsamlega galið. Það hefur verið slegist um að fá störf hjá Hval þegar vertíðin stendur yfir enda eru tekjumöguleikarnir umtalsverðir í ljósi þess að unnið er á sólarhringsvöktum yfir vertíðina. Sem dæmi voru meðallaun í vinnslunni í Hvalfirði rétt rúm 1 milljón króna á mánuði á vertíðinni 2018 og þessar miklu tekjur skila sér svo sannarlega inn í samfélagið bæði hvað varðar útsvarstekjur fyrir sveitarfélögin og ekki síður hvað varðar verslun og þjónustu. Þetta skiptir reyndar þjóðarbúið allt gríðarlega miklu máli, enda er mikilvægt fyrir almenning í þessu landi að átta sig á því að við höldum úti okkar velferðarsamfélagi með því að skapa gjaldeyristekjur og það eru gjaldeyrisskapandi fyrirtæki sem gera okkur kleift að búa til það velferðarsamfélag sem við viljum búa í. Við þurfum fyrirtæki sem skapa íslenskri þjóð gjaldeyri og af þeirri ástæðu fagna ég innilega að hvalveiðar hafi hafist að nýju. Ég lít á hvalveiðarnar sem vistvæna stóriðju enda eru uppundir 150 manns sem hafa atvinnu af þessari starfsemi yfir hávertíðina og er það fyrir utan afleidd störf tengdum veiðum og vinnslu hvalafurða Það er engum vafa undirorpið að þjóðhagslegur ávinningur er af veiðum og vinnslu á hvalafurðum en vissulega hafa þessar veiðar enn meiri þýðingu fyrir sveitarfélög eins og Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð og reyndar einnig sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu enda koma einnig starfsmenn þaðan. Grunnvallaratriðið er að við eigum að nýta okkar sjávarauðlindir skv. okkar færustu sérfræðingum sem eru í þessu tilfelli frá Hafrannsóknarstofnun. Við eigum ekki að láta „öfgahópa“ eða einhverja sérhagsmunaaðila í ferðaþjónustunni segja okkur hvaða gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar megi ástunda hér á landi. Ég tel að meirihluti þjóðarinnar styðji veiðar og vinnslu hvalaafurða og ljóst að eigandi Hvals er alls ekki búinn að einangrast við að skapa 150 manns atvinnu með öllum þeim jákvæðu þáttum sem fylgja þessum veiðum Það er rétt að geta þess að langreyði hefur fjölgað jafnt og þétt samkvæmt talningum undanfarinna áratuga. Samkvæmt síðustu talningu sem framkvæmd var árið 2015 er stofninn (Mið-Norður-Atlantshafsstofn) talinn vera um 40 þúsund dýr og hefur aldrei mælst stærri. Hví í ósköpunum eigum við ekki að heimila hvalveiðar þegar þessar staðreyndir liggja fyrir? Ég man þegar hvalveiðar voru heimilaðar 2009 og ferðaþjónustan grenjaði eins og stungnir grísir og töldu að þetta myndi rústa ferðaþjónustunni, en annað hefur svo sannarlega komið á daginn. Enda liggur fyrir að ferðamönnum fjölgaði gríðarlega og náðu hámarki 2019 og voru reyndar orðnir svo margir að talað var um að takmarka þyrfti fjölda þeirra sem hingað koma vegna átroðnings. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ætíð stutt veiðar og vinnslu hvalaafurða og reyndar styður VLFA allar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar sama hvort þær eru í sjávarútvegi, ferðaþjónustu, stóriðju eða öðrum gjaldeyrisskapandi atvinnugreinum. Við þurfum á þessum atvinnugreinum að halda því það er með þessari gjaldeyrisöflun sem við höldum úti löggæslu, heilbrigðiskerfi, velferðarþjónustu, menntakerfi og svona mætti lengi telja. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun