Áminning um að standa þurfi vaktina á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2022 15:01 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og lögfræðingur. Vísir/Arnar Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur felldi úr gildi rétt til þess í gær. Þingmaður segir dóminn stórhættulegan og sýna að standa þurfi vörð um þessi réttindi hér heima á Íslandi. Stjórnvöld í fjölda ríkja þar sem repúblikanar eru við völd voru fljót að bregðast við hinum sögulega dómi hæstaréttar í gær. Í Kentucky, Lúisíana, Arkansas, Suður-Dakóta, Missouri, Oklahoma og Alabama hefur þungunarrof þegar verið bannað eða takmarkað. Þá er víða byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. Þá vakti það einnig athygli að Clarence Thomas einn dómara skilaði séráliti, þar sem hann sagði tilefni til að endurskoða úrskurði sem tryggja rétt til samkynja hjónabanda og aðgengis að getnaðarvörnum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og lögfræðingur, segir að ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sé samkvæmur sjálfum sér sé aðför að þessum réttindum því miður borðleggjandi næsti leikur. „Þannig að þessi viðsnúningur er hættulegur af svo mörgum ástæðum. Þetta er ekki bara ótrúlega vond pólítík, heldur líka mjög hæpin lögfræði að manni finnst,“ segir Þorbjörg. „Staðan í Bandaríkjunum er ótrúlega alvarleg. Hæstiréttur er þarna að ráðast að grundvallarréttindum helmings allra íbúa í Bandaríkjunum. Svona bakslag eins og þetta getur hæglega haft áhrif út fyrir Bandaríkin. Og mikil áminning um það að það þarf að standa vaktina á Íslandi eins og annars staðar.“ Hún minnist umræðu um þungunarrofsfrumvarp á Alþingi 2019. Þar má til að mynda rifja upp ummæli Ingu Sæland þingmanns Flokks fólksins, sem talaði um „dráp á ófullburða börnum í móðurkviði“. „Maður sá það einmitt í þeirri umræðu að Ísland er ekkert undanskilið í þessum efnum og það er held ég lærdómurinn af þessu að það þarf að vera vakandi og standa vaktina, svo að svona nokkuð geti ekki gerst. Af því að þetta er bara afleiðing af því að menn hafa ekki tekið því nægilega alvarlega að þetta gæti gerst,“ segir Þorbjörg. Bandaríkin Þungunarrof Alþingi Viðreisn Hæstiréttur Bandaríkjanna Mannréttindi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Stjórnvöld í fjölda ríkja þar sem repúblikanar eru við völd voru fljót að bregðast við hinum sögulega dómi hæstaréttar í gær. Í Kentucky, Lúisíana, Arkansas, Suður-Dakóta, Missouri, Oklahoma og Alabama hefur þungunarrof þegar verið bannað eða takmarkað. Þá er víða byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. Þá vakti það einnig athygli að Clarence Thomas einn dómara skilaði séráliti, þar sem hann sagði tilefni til að endurskoða úrskurði sem tryggja rétt til samkynja hjónabanda og aðgengis að getnaðarvörnum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og lögfræðingur, segir að ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sé samkvæmur sjálfum sér sé aðför að þessum réttindum því miður borðleggjandi næsti leikur. „Þannig að þessi viðsnúningur er hættulegur af svo mörgum ástæðum. Þetta er ekki bara ótrúlega vond pólítík, heldur líka mjög hæpin lögfræði að manni finnst,“ segir Þorbjörg. „Staðan í Bandaríkjunum er ótrúlega alvarleg. Hæstiréttur er þarna að ráðast að grundvallarréttindum helmings allra íbúa í Bandaríkjunum. Svona bakslag eins og þetta getur hæglega haft áhrif út fyrir Bandaríkin. Og mikil áminning um það að það þarf að standa vaktina á Íslandi eins og annars staðar.“ Hún minnist umræðu um þungunarrofsfrumvarp á Alþingi 2019. Þar má til að mynda rifja upp ummæli Ingu Sæland þingmanns Flokks fólksins, sem talaði um „dráp á ófullburða börnum í móðurkviði“. „Maður sá það einmitt í þeirri umræðu að Ísland er ekkert undanskilið í þessum efnum og það er held ég lærdómurinn af þessu að það þarf að vera vakandi og standa vaktina, svo að svona nokkuð geti ekki gerst. Af því að þetta er bara afleiðing af því að menn hafa ekki tekið því nægilega alvarlega að þetta gæti gerst,“ segir Þorbjörg.
Bandaríkin Þungunarrof Alþingi Viðreisn Hæstiréttur Bandaríkjanna Mannréttindi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira