Cosby fundinn sekur um að misnota táningsstúlku Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2022 08:39 Cosby (t.v.) fór með Judy Huth (t.h.) á Playboy-setrið þegar hún var aðeins sextán ára gömul árið 1975. Þar misnotað leikarinn hana kynferðislega. AP Kviðdómur í Kaliforníu fann Bill Cosby sekan um að hafa misnotað sextán ára gamla stúlku kynferðislega á Playboy-setrinu árið 1975 í gær. Málið var eitt af þeim síðustu gegn Cosby en fjöldi kvenna hefur sakað hann um misnotkun í gegnum tíðina. Judy Huth, sem nú er 64 ára gömul, stefndi Cosby vegna kynferðisofbeldis sem hún sakaði hann um að hafa beitt sig þegar hún var sextán ára gömul. Cosby neitaði sök þrátt fyrir að hann viðurkenndi að hafa hitt Huth og vinkonu hennar úr framhaldsskóla og tekið þær með sér á Playboy-setrið árið 1975. Í málinu voru meðal annars lagðar fram myndir sem vinkonan tók af Cosby og Huth á setrinu. Kviðdómendur komust að þeirri niðurstöðu að Cosby hefði vísvitandi valdið Huth skaða með kynferðislegu samneyti, honum hefði mátt vera ljóst að hún væri yngri en átján ára gömul og að framferði hans hafi verið knúið af ónáttúrulegri eða óeðlilegri kynferðislegri löngun í barn, að sögn AP-fréttastofunnar. Huth var dæmd hálf milljón dollara, jafnvirði rúmra 66 milljóna íslenskra króna, en engar refsibætur. Hún sagði það skipta hana meira máli að kviðdómendurnir hefðu trúað henni en að vera úrskurðaðar fúlgur fjár. „Þetta hefur verið pynting. Að vera rifin í sundur, hent undir rútuna og bakkað yfir mann. Fyrir mér er þetta svo stór sigur,“ sagði Huth en mál hennar hefur tekið um sjö ár. Cosby bar ekki vitni og var ekki viðstaddur réttarhöldinn. Hann er nú 84 ára gamall. Áfrýjunardómstóll ógilti fangelsisdóm sem hann hlaut fyrir að byrla konu ólyfjan og nauðga henni í fyrra og var hann látinn laus úr fangelsi. Fjöldi kvenna hefur sakað Cosby um kynferðisofbeldi en mál Huth var eitt það síðasta sem kemur til kasta dómstóla. Tryggingafyrirtæki Cosby gerði sátt í fjölda annarra mála. Mál Bill Cosby Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Cosby svarar enn fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi Málflutningur í einkamáli konu gegn Bill Cosby hefst fyrir dómstóli í Kaliforníu í dag. Konan sakar Cosby um að hafa neytt sig til kynferðislegra athafna á Playboy-setrinu þegar hún var sextán ára gömul árið 1975. 1. júní 2022 08:40 Ásakendur Cosby slegnir Mikið reiði og undran hefur brotist út eftir að Bill Cosby var sleppt úr fangelsi eftir að sakfelling hans fyrir kynferðisbrot var ógilt í gær. Konur sem báru hann sökum segjast slegnar yfir niðurstöðunni. 1. júlí 2021 10:49 Dómurinn yfir Bill Cosby ógiltur Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu. 30. júní 2021 17:14 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Judy Huth, sem nú er 64 ára gömul, stefndi Cosby vegna kynferðisofbeldis sem hún sakaði hann um að hafa beitt sig þegar hún var sextán ára gömul. Cosby neitaði sök þrátt fyrir að hann viðurkenndi að hafa hitt Huth og vinkonu hennar úr framhaldsskóla og tekið þær með sér á Playboy-setrið árið 1975. Í málinu voru meðal annars lagðar fram myndir sem vinkonan tók af Cosby og Huth á setrinu. Kviðdómendur komust að þeirri niðurstöðu að Cosby hefði vísvitandi valdið Huth skaða með kynferðislegu samneyti, honum hefði mátt vera ljóst að hún væri yngri en átján ára gömul og að framferði hans hafi verið knúið af ónáttúrulegri eða óeðlilegri kynferðislegri löngun í barn, að sögn AP-fréttastofunnar. Huth var dæmd hálf milljón dollara, jafnvirði rúmra 66 milljóna íslenskra króna, en engar refsibætur. Hún sagði það skipta hana meira máli að kviðdómendurnir hefðu trúað henni en að vera úrskurðaðar fúlgur fjár. „Þetta hefur verið pynting. Að vera rifin í sundur, hent undir rútuna og bakkað yfir mann. Fyrir mér er þetta svo stór sigur,“ sagði Huth en mál hennar hefur tekið um sjö ár. Cosby bar ekki vitni og var ekki viðstaddur réttarhöldinn. Hann er nú 84 ára gamall. Áfrýjunardómstóll ógilti fangelsisdóm sem hann hlaut fyrir að byrla konu ólyfjan og nauðga henni í fyrra og var hann látinn laus úr fangelsi. Fjöldi kvenna hefur sakað Cosby um kynferðisofbeldi en mál Huth var eitt það síðasta sem kemur til kasta dómstóla. Tryggingafyrirtæki Cosby gerði sátt í fjölda annarra mála.
Mál Bill Cosby Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Cosby svarar enn fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi Málflutningur í einkamáli konu gegn Bill Cosby hefst fyrir dómstóli í Kaliforníu í dag. Konan sakar Cosby um að hafa neytt sig til kynferðislegra athafna á Playboy-setrinu þegar hún var sextán ára gömul árið 1975. 1. júní 2022 08:40 Ásakendur Cosby slegnir Mikið reiði og undran hefur brotist út eftir að Bill Cosby var sleppt úr fangelsi eftir að sakfelling hans fyrir kynferðisbrot var ógilt í gær. Konur sem báru hann sökum segjast slegnar yfir niðurstöðunni. 1. júlí 2021 10:49 Dómurinn yfir Bill Cosby ógiltur Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu. 30. júní 2021 17:14 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Cosby svarar enn fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi Málflutningur í einkamáli konu gegn Bill Cosby hefst fyrir dómstóli í Kaliforníu í dag. Konan sakar Cosby um að hafa neytt sig til kynferðislegra athafna á Playboy-setrinu þegar hún var sextán ára gömul árið 1975. 1. júní 2022 08:40
Ásakendur Cosby slegnir Mikið reiði og undran hefur brotist út eftir að Bill Cosby var sleppt úr fangelsi eftir að sakfelling hans fyrir kynferðisbrot var ógilt í gær. Konur sem báru hann sökum segjast slegnar yfir niðurstöðunni. 1. júlí 2021 10:49
Dómurinn yfir Bill Cosby ógiltur Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu. 30. júní 2021 17:14