Sumir með hundruð bita eftir helgina Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 13. júní 2022 17:10 Sigríður Dór Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk taka bitin á kassann. Samsett mynd Lúsmý hefur verið landsmönnum til mikils ama síðastliðna daga víðsvegar um landið. Heilsugæslur urðu fyrst varar við bitin að einhverju ráði fyrir um viku síðan að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Inni á Facebook hópnum „Lúsmý á Íslandi“ má sjá fólk lýsa eigin raunum eftir lúsmýbit og leita ráða. Bitfjöldi sumra hleypur á hundruðum, en fólk viðist bregðast mis illa við þeim. Svo virðist sem fólk hafi verið bitið nokkuð í sumarhúsabyggðum á Suðurlandi og Vesturlandi. Til að mynda í Brekkuskógi, Húsafelli og rétt hjá Galtalæk. Sigríður segir starfsfólk heilsugæslustöðva hafa orðið vart við fyrstu tilfelli bita fyrir um viku síðan og hafi fólk verið mest að leita svara á netspjalli Heilsuveru eða í apótekum. Aðspurð hvað sé það helsta sem heilsugæslan sé að ráðleggja gegn bitunum segir Sigríður mikilvægt að reyna að sofa með lokaðan glugga til þess að verja sig. Ef fólk sé nú þegar bitið sé mikilvægt að kæla bitin, til dæmis með kælikremi eða nota eftirbitskrem, og þá megi nota væga stera eða ofnæmistöflur. Hún segir þó best að grípa fyrst til kælingar. Illa bitin eftir dvöl á SuðurlandiAðsent Telur fólk vera búið að læra á þetta og taki bitunum af hugrekki Aðspurð hvernig tilfelli séu að koma sérstaklega á heilsugæsluna segir hún fólk stundum koma þegar það sé illa bitið. „Þá fer fólk að vera hrætt um að það sé sýkt því þá er svo mikill roði og hiti og þá er kannski það sem fólk vill vera viss um að það sé ekki sýking í þessu, sem er mjög sjaldan.“ Sigríður segir að heilsugæslan hafi ekki fundið fyrir neinni aukningu í tilfellum miðað við árið áður. Hún telur að fólk sé búið að læra á þetta og taki bitunum af hugrekki, „það tekur þetta bara á kassann.“ Að lokum hvetur Sigríður fólk til þess að nota þau ráð sem séu til, allar upplýsingar um skordýrabit megi finna á Heilsuveru. Lúsmý Heilbrigðismál Ferðalög Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fleiri fréttir Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Sjá meira
Inni á Facebook hópnum „Lúsmý á Íslandi“ má sjá fólk lýsa eigin raunum eftir lúsmýbit og leita ráða. Bitfjöldi sumra hleypur á hundruðum, en fólk viðist bregðast mis illa við þeim. Svo virðist sem fólk hafi verið bitið nokkuð í sumarhúsabyggðum á Suðurlandi og Vesturlandi. Til að mynda í Brekkuskógi, Húsafelli og rétt hjá Galtalæk. Sigríður segir starfsfólk heilsugæslustöðva hafa orðið vart við fyrstu tilfelli bita fyrir um viku síðan og hafi fólk verið mest að leita svara á netspjalli Heilsuveru eða í apótekum. Aðspurð hvað sé það helsta sem heilsugæslan sé að ráðleggja gegn bitunum segir Sigríður mikilvægt að reyna að sofa með lokaðan glugga til þess að verja sig. Ef fólk sé nú þegar bitið sé mikilvægt að kæla bitin, til dæmis með kælikremi eða nota eftirbitskrem, og þá megi nota væga stera eða ofnæmistöflur. Hún segir þó best að grípa fyrst til kælingar. Illa bitin eftir dvöl á SuðurlandiAðsent Telur fólk vera búið að læra á þetta og taki bitunum af hugrekki Aðspurð hvernig tilfelli séu að koma sérstaklega á heilsugæsluna segir hún fólk stundum koma þegar það sé illa bitið. „Þá fer fólk að vera hrætt um að það sé sýkt því þá er svo mikill roði og hiti og þá er kannski það sem fólk vill vera viss um að það sé ekki sýking í þessu, sem er mjög sjaldan.“ Sigríður segir að heilsugæslan hafi ekki fundið fyrir neinni aukningu í tilfellum miðað við árið áður. Hún telur að fólk sé búið að læra á þetta og taki bitunum af hugrekki, „það tekur þetta bara á kassann.“ Að lokum hvetur Sigríður fólk til þess að nota þau ráð sem séu til, allar upplýsingar um skordýrabit megi finna á Heilsuveru.
Lúsmý Heilbrigðismál Ferðalög Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fleiri fréttir Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Sjá meira