Of stór biti í háls Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. júní 2022 07:00 Skipan utanríkismála og varna landsins er eitthvert mikilvægasta viðfangsefni ríkisstjórna á hverjum tíma. Það er því viðvarandi verkefni að tryggja að við fylgjum þróuninni fast eftir. Þegar breytingar verða þurfa stjórnvöld að vera tilbúin til að mæta nýjum aðstæðum á grundvelli þeirra gilda, sem við byggjum fjölþjóðlegt samstarf okkar í efnahagsmálum og varnarmálum á. Það er andstætt íslenskum hagsmunum að loka augunum fyrir breytingum í heiminum umhverfis okkur. Reiðubúin til að vinna með ríkisstjórninni Ákvörðunin um aðild að EES-samningnum og innri markaði Evrópusambandsins var tekin við lok kaldastríðsins. Síðan eru liðnir þrír áratugir. Það hefur verið tími mikilla umskipta og breytinga í alþjóðamálum. Samt höfum við ekki tekið neinar nýjar ákvarðanir til að laga okkur að breyttum aðstæðum. Nú á síðustu vikum hefur heimsmyndin svo gjörbreyst eftir innrás Rússa í Úkraínu. Hvarvetna í Evrópu eru þjóðir að taka nýjar ákvarðanir vegna þessa, bæði að því er varðar efnahagssamstarf og varnarsamstarf. Það gildir um vini okkar á Norðurlöndunum og víðar í Evrópu. Ríkisstjórn Íslands lætur hins vegar eins og ekki sé þörf á öðrum viðbrögðum en þeim sem felast í þátttöku í efnahagsþvingunum bandalagsþjóðanna og sameiginlegu átaki þeirra til að mæta fólksflóttanum. Við í þingflokki Viðreisnar hefðum verið reiðubúin til að vinna með ríkisstjórninni að endurmati á stöðu Íslands við þessar breyttu aðstæður. En hennar svar er að Ísland eitt landa í Evrópu þurfi ekki að skoða þessi mál frekar. Gömlu ákvarðanirnar frá kaldastríðsárunum dugi. Punktur. Tillaga inn í utanríkispólitískt tómarúm Það er í þessu utanríkispólitíska tómarúmi ríkisstjórnarinnar sem þingflokkur Viðreisnar hefur sett fram tillögu um endurmat á þremur sviðum utanríkis- og varnarmála. Í fyrsta lagi teljum við mikilvægt að Ísland leggi sitt af mörkum til aukinna umsvifa NATO. Þar getum við aukið þátttöku landsins í borgaralegum verkefnum bandalagsins. Í okkar huga er mikilvægt að Ísland taki frumkvæði í þessum efnum þó að framlagi okkar verði eðli máls samkvæmt þröngur stakkur skorinn. Í öðru lagi felst í tillögu okkar að kannaðir verði möguleikar á að gera viðbót við varnarsamninginn. Þar yrði tekið á nýjum ógnum eins og netöryggismálum, en óvissu er undirorpið að hvaða leyti samningurinn tekur til þeirra. Jafnframt teljum við brýnt að kveðið verði á um verkferla og ábyrgð komi til þess að kallað verði eftir aðstoð samkvæmt samningnum eða Bandaríkin telji hana nauðsynlega. Þörf á viðvarandi veru varnarliðs verði jafnframt metin. Í þriðja lagi leggjum við til að lagt verði mat á þörf okkar fyrir frekari samvinnu á vettvangi Evrópusambandsins. Slíkt mat yrði síðan grundvöllur að umræðum, sem eru forsendur frekari ákvarðana. Þetta er unnt að gera nú með sama hætti og græn skýrsla orkumálaráðherra var gerð á fjórum vikum fyrir skemmstu. Athyglisvert er að þingmenn stjórnarflokkanna eru andvígir öllum þessum þáttum. Þeir telja enga þörf á að við leggjum meira af mörkum til NATO. Þeir telja enga þörf á að styrkja varnarsamstarfið við Bandaríkin. Þeir telja enga þörf á að skoða breyttar aðstæður varðandi fjölþjóðlegt samstarf á víðum grunni. Þrátt fyrir að öll þessi atriði verji þau gildi sem við viljum verja um frelsi, lýðræði og mannréttindi. Og styrki okkur sem þjóð. Nú er hún Snorrabúð stekkur Afstaða þingmanna VG er skiljanleg. Sá flokkur telur að hagsmunum Íslands sé best borgið utan þeirra tveggja bandalaga, sem mestu skipta fyrir pólitískt og efnahagslegt fullveldi landsins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa hins vegar áveðið að láta þolmörk VG ráða ferðinni í þessum efnum. Þegar á það er horft er vægt til orða tekið að nú sé hún Snorrabúð stekkur. Talsmenn ríkistjórnarflokkanna telja að með umræðu af þessu tagi sé verið að misnota hörmungar stríðsins í annarlegum tilgangi. Þingmenn sjálfstæðismanna tala jafnvel með þessum hætti. Hugsum til baka. Hvar værum við stödd ef helsta forystufólkið í stjórnmálum hefði á sínum tíma staðhæft að með tilboði Bandaríkjanna um aðild Íslands að NATO væri verið að misnota hörmungarnar í annarlegum tilgangi? Við værum einfaldlega ekki þar. Hins vegar er ljóst að ekki er lengur hægt að treysta á forystu Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum. Sömu bandalagsþjóðir og samþættir hagsmunir Við megum ekki gleyma því að bandalagsþjóðir okkar í NATO eru að mestu þær sömu og við eigum samvinnu með á innri markaði Evrópusambandsins. Utanríkispólitík ríkistjórnarinnar byggir aftur á móti á þeirri sérkennilegu hugsun að unnt sé að telja fólki trú um að þessar þjóðir verji fullveldi okkar í NATO en vilji koma því fyrir kattarnef í ESB. Samvinna þessara þjóða um efnahag, varnir og öryggi byggir á sameiginlegum gildum. Við erum þegar aðilar að kjarna efnahagssamstarfsins. Lokaskrefið til fullrar aðildar er spurning um minna skref en við tókum þegar Íslands varð aðili að innri markaði Evrópusambandsins. Í tillögu okkar um skoðun á framtíðarhagsmunum okkar í efnahagssamstarfi Evrópuþjóða er aðeins verið að kalla á að eðlilegt mat verði lagt á stöðuna í ljósi nýrra aðstæðna og þeirra breytinga sem fyrirsjáanlegar eru á heimsvísu. Umræða um þá hluti er meira að segja of stór biti í háls fyrir þingmenn stjórnarflokkanna. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Utanríkismál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Skipan utanríkismála og varna landsins er eitthvert mikilvægasta viðfangsefni ríkisstjórna á hverjum tíma. Það er því viðvarandi verkefni að tryggja að við fylgjum þróuninni fast eftir. Þegar breytingar verða þurfa stjórnvöld að vera tilbúin til að mæta nýjum aðstæðum á grundvelli þeirra gilda, sem við byggjum fjölþjóðlegt samstarf okkar í efnahagsmálum og varnarmálum á. Það er andstætt íslenskum hagsmunum að loka augunum fyrir breytingum í heiminum umhverfis okkur. Reiðubúin til að vinna með ríkisstjórninni Ákvörðunin um aðild að EES-samningnum og innri markaði Evrópusambandsins var tekin við lok kaldastríðsins. Síðan eru liðnir þrír áratugir. Það hefur verið tími mikilla umskipta og breytinga í alþjóðamálum. Samt höfum við ekki tekið neinar nýjar ákvarðanir til að laga okkur að breyttum aðstæðum. Nú á síðustu vikum hefur heimsmyndin svo gjörbreyst eftir innrás Rússa í Úkraínu. Hvarvetna í Evrópu eru þjóðir að taka nýjar ákvarðanir vegna þessa, bæði að því er varðar efnahagssamstarf og varnarsamstarf. Það gildir um vini okkar á Norðurlöndunum og víðar í Evrópu. Ríkisstjórn Íslands lætur hins vegar eins og ekki sé þörf á öðrum viðbrögðum en þeim sem felast í þátttöku í efnahagsþvingunum bandalagsþjóðanna og sameiginlegu átaki þeirra til að mæta fólksflóttanum. Við í þingflokki Viðreisnar hefðum verið reiðubúin til að vinna með ríkisstjórninni að endurmati á stöðu Íslands við þessar breyttu aðstæður. En hennar svar er að Ísland eitt landa í Evrópu þurfi ekki að skoða þessi mál frekar. Gömlu ákvarðanirnar frá kaldastríðsárunum dugi. Punktur. Tillaga inn í utanríkispólitískt tómarúm Það er í þessu utanríkispólitíska tómarúmi ríkisstjórnarinnar sem þingflokkur Viðreisnar hefur sett fram tillögu um endurmat á þremur sviðum utanríkis- og varnarmála. Í fyrsta lagi teljum við mikilvægt að Ísland leggi sitt af mörkum til aukinna umsvifa NATO. Þar getum við aukið þátttöku landsins í borgaralegum verkefnum bandalagsins. Í okkar huga er mikilvægt að Ísland taki frumkvæði í þessum efnum þó að framlagi okkar verði eðli máls samkvæmt þröngur stakkur skorinn. Í öðru lagi felst í tillögu okkar að kannaðir verði möguleikar á að gera viðbót við varnarsamninginn. Þar yrði tekið á nýjum ógnum eins og netöryggismálum, en óvissu er undirorpið að hvaða leyti samningurinn tekur til þeirra. Jafnframt teljum við brýnt að kveðið verði á um verkferla og ábyrgð komi til þess að kallað verði eftir aðstoð samkvæmt samningnum eða Bandaríkin telji hana nauðsynlega. Þörf á viðvarandi veru varnarliðs verði jafnframt metin. Í þriðja lagi leggjum við til að lagt verði mat á þörf okkar fyrir frekari samvinnu á vettvangi Evrópusambandsins. Slíkt mat yrði síðan grundvöllur að umræðum, sem eru forsendur frekari ákvarðana. Þetta er unnt að gera nú með sama hætti og græn skýrsla orkumálaráðherra var gerð á fjórum vikum fyrir skemmstu. Athyglisvert er að þingmenn stjórnarflokkanna eru andvígir öllum þessum þáttum. Þeir telja enga þörf á að við leggjum meira af mörkum til NATO. Þeir telja enga þörf á að styrkja varnarsamstarfið við Bandaríkin. Þeir telja enga þörf á að skoða breyttar aðstæður varðandi fjölþjóðlegt samstarf á víðum grunni. Þrátt fyrir að öll þessi atriði verji þau gildi sem við viljum verja um frelsi, lýðræði og mannréttindi. Og styrki okkur sem þjóð. Nú er hún Snorrabúð stekkur Afstaða þingmanna VG er skiljanleg. Sá flokkur telur að hagsmunum Íslands sé best borgið utan þeirra tveggja bandalaga, sem mestu skipta fyrir pólitískt og efnahagslegt fullveldi landsins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa hins vegar áveðið að láta þolmörk VG ráða ferðinni í þessum efnum. Þegar á það er horft er vægt til orða tekið að nú sé hún Snorrabúð stekkur. Talsmenn ríkistjórnarflokkanna telja að með umræðu af þessu tagi sé verið að misnota hörmungar stríðsins í annarlegum tilgangi. Þingmenn sjálfstæðismanna tala jafnvel með þessum hætti. Hugsum til baka. Hvar værum við stödd ef helsta forystufólkið í stjórnmálum hefði á sínum tíma staðhæft að með tilboði Bandaríkjanna um aðild Íslands að NATO væri verið að misnota hörmungarnar í annarlegum tilgangi? Við værum einfaldlega ekki þar. Hins vegar er ljóst að ekki er lengur hægt að treysta á forystu Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum. Sömu bandalagsþjóðir og samþættir hagsmunir Við megum ekki gleyma því að bandalagsþjóðir okkar í NATO eru að mestu þær sömu og við eigum samvinnu með á innri markaði Evrópusambandsins. Utanríkispólitík ríkistjórnarinnar byggir aftur á móti á þeirri sérkennilegu hugsun að unnt sé að telja fólki trú um að þessar þjóðir verji fullveldi okkar í NATO en vilji koma því fyrir kattarnef í ESB. Samvinna þessara þjóða um efnahag, varnir og öryggi byggir á sameiginlegum gildum. Við erum þegar aðilar að kjarna efnahagssamstarfsins. Lokaskrefið til fullrar aðildar er spurning um minna skref en við tókum þegar Íslands varð aðili að innri markaði Evrópusambandsins. Í tillögu okkar um skoðun á framtíðarhagsmunum okkar í efnahagssamstarfi Evrópuþjóða er aðeins verið að kalla á að eðlilegt mat verði lagt á stöðuna í ljósi nýrra aðstæðna og þeirra breytinga sem fyrirsjáanlegar eru á heimsvísu. Umræða um þá hluti er meira að segja of stór biti í háls fyrir þingmenn stjórnarflokkanna. Höfundur er formaður Viðreisnar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun