Patreksfjörður aflahæsta höfnin á strandveiðunum Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júní 2022 17:25 Patreksfjörður hefur forystuna eftir fyrsta mánuð strandveiðanna. Höfnin var einnig aflahæst á strandveiðunum í fyrrasumar. Vilhelm Gunnarsson Patreksfjörður er aflahæsta höfnin eftir fyrsta mánuð strandveiða sumarsins og jafnframt sú höfn þar sem flestir bátar hafa landað. Alls hafa 370 tonn borist þar á land frá 61 báti, samkvæmt yfirliti frá Landssambandi smábátaeigenda. Patreksfjörður var einnig mesta strandveiðihöfn síðasta sumars með yfir 1.200 tonn. Bolungarvík var þá í öðru sæti með tæplega 1.100 tonn en þessar tvær hafnir voru í sérflokki í fyrra og langhæstar. Í þriðja sæti í fyrra var Ólafsvík með um 650 tonn en síðan komu Skagaströnd, Norðurfjörður í Árneshreppi og Suðureyri með ríflega 600 tonn hver. Flestir strandveiðibátar hafa landað á Patreksfirði í vor, eða 61 talsins.Vilhelm Gunnarsson Alls hefur afla verið landað í 47 höfnum frá því í byrjun maímánaðar. Á eftir Patreksfirði kemur Ólafsvík í öðru sæti með 337 tonn frá 52 bátum eftir fyrsta mánuðinn. Arnarstapi er í þriðja sæti með 315 tonn frá 49 bátum. Bolungarvík er í fjórða sæti með 291 tonn frá 41 báti og Rif er í fimmta sæti með 227 tonn frá 42 bátum. Þar á eftir koma Hornafjörður með 186 tonn, Sandgerði með 182 tonn, Skagaströnd með 164 tonn, Grundarfjörður með 130 tonn og Tálknafjörður með 125 tonn. Athygli vekur að tveir aflahæstu bátarnir veiða báðir á svæði D, sem er suðurströndin og Suðvesturland, með Hornafirði og Borgarbyggð. Það eru Nökkvi ÁR með 17.763 kíló og Dögg SF með 16.003 kíló. Fjórði aflahæsti báturinn er einnig á D-svæðinu, Benni SF með 15.359 kíló. Í litlu höfninni á Arnarstapa á Snæfellsnesi hafa 49 strandveiðibátar landað afla. Þar er því mikið kraðak smábáta um þessar mundir.Vilhelm Gunnarsson Þriðji aflahæsti bátur maímánaðar kemur af svæði A, sem nær yfir Breiðafjörð og Vestfirði, frá sunnanverðu Snæfellsnesi og að Strandabyggð. Það er Grímur AK með 15.771 kíló. Fimmti aflahæsti báturinn kemur svo af svæði C, sem nær yfir Norðausturland og Austfirði, með Þingeyjarsveit og Djúpavogi. Það er Máney SU með 14.651 kíló. Langmesta aflanum til þessa hefur verið landað á svæði A, eða 58 prósentum af þeim fjögur þúsund tonnum, sem veiðst höfðu í morgun, samkvæmt tölum Fiskistofu. Flestir strandveiðibátarnir, sem byrjaðir eru veiðar, eru einnig á svæði A, rétt um helmingur, eða 309 bátar af 619. Sjávarútvegur Byggðamál Vesturbyggð Snæfellsbær Bolungarvík Tengdar fréttir Strandveiðisjómenn landa 275 þúsund króna aflaverðmæti að jafnaði úr róðri Mánuði eftir að strandveiðar hófust er búið að veiða um 35 prósent kvótans. Aflinn nemur samtals 3.672 tonnum en strandveiðipottur sumarsins er tíu þúsund tonn af þorski. Auk þess hafa veiðst 353 tonn af ufsa, samkvæmt samantekt Fiskistofu í morgun. 1. júní 2022 18:35 Patreksfjörður fengið mestan afla á land úr strandveiðunum Strandveiðibátar hafi aldrei veitt eins vel í maímánuði og nú. Patreksfjörður trónir á toppnum með mestan afla á land eftir fyrstu þrjár vikur. 20. maí 2017 20:45 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Patreksfjörður var einnig mesta strandveiðihöfn síðasta sumars með yfir 1.200 tonn. Bolungarvík var þá í öðru sæti með tæplega 1.100 tonn en þessar tvær hafnir voru í sérflokki í fyrra og langhæstar. Í þriðja sæti í fyrra var Ólafsvík með um 650 tonn en síðan komu Skagaströnd, Norðurfjörður í Árneshreppi og Suðureyri með ríflega 600 tonn hver. Flestir strandveiðibátar hafa landað á Patreksfirði í vor, eða 61 talsins.Vilhelm Gunnarsson Alls hefur afla verið landað í 47 höfnum frá því í byrjun maímánaðar. Á eftir Patreksfirði kemur Ólafsvík í öðru sæti með 337 tonn frá 52 bátum eftir fyrsta mánuðinn. Arnarstapi er í þriðja sæti með 315 tonn frá 49 bátum. Bolungarvík er í fjórða sæti með 291 tonn frá 41 báti og Rif er í fimmta sæti með 227 tonn frá 42 bátum. Þar á eftir koma Hornafjörður með 186 tonn, Sandgerði með 182 tonn, Skagaströnd með 164 tonn, Grundarfjörður með 130 tonn og Tálknafjörður með 125 tonn. Athygli vekur að tveir aflahæstu bátarnir veiða báðir á svæði D, sem er suðurströndin og Suðvesturland, með Hornafirði og Borgarbyggð. Það eru Nökkvi ÁR með 17.763 kíló og Dögg SF með 16.003 kíló. Fjórði aflahæsti báturinn er einnig á D-svæðinu, Benni SF með 15.359 kíló. Í litlu höfninni á Arnarstapa á Snæfellsnesi hafa 49 strandveiðibátar landað afla. Þar er því mikið kraðak smábáta um þessar mundir.Vilhelm Gunnarsson Þriðji aflahæsti bátur maímánaðar kemur af svæði A, sem nær yfir Breiðafjörð og Vestfirði, frá sunnanverðu Snæfellsnesi og að Strandabyggð. Það er Grímur AK með 15.771 kíló. Fimmti aflahæsti báturinn kemur svo af svæði C, sem nær yfir Norðausturland og Austfirði, með Þingeyjarsveit og Djúpavogi. Það er Máney SU með 14.651 kíló. Langmesta aflanum til þessa hefur verið landað á svæði A, eða 58 prósentum af þeim fjögur þúsund tonnum, sem veiðst höfðu í morgun, samkvæmt tölum Fiskistofu. Flestir strandveiðibátarnir, sem byrjaðir eru veiðar, eru einnig á svæði A, rétt um helmingur, eða 309 bátar af 619.
Sjávarútvegur Byggðamál Vesturbyggð Snæfellsbær Bolungarvík Tengdar fréttir Strandveiðisjómenn landa 275 þúsund króna aflaverðmæti að jafnaði úr róðri Mánuði eftir að strandveiðar hófust er búið að veiða um 35 prósent kvótans. Aflinn nemur samtals 3.672 tonnum en strandveiðipottur sumarsins er tíu þúsund tonn af þorski. Auk þess hafa veiðst 353 tonn af ufsa, samkvæmt samantekt Fiskistofu í morgun. 1. júní 2022 18:35 Patreksfjörður fengið mestan afla á land úr strandveiðunum Strandveiðibátar hafi aldrei veitt eins vel í maímánuði og nú. Patreksfjörður trónir á toppnum með mestan afla á land eftir fyrstu þrjár vikur. 20. maí 2017 20:45 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Strandveiðisjómenn landa 275 þúsund króna aflaverðmæti að jafnaði úr róðri Mánuði eftir að strandveiðar hófust er búið að veiða um 35 prósent kvótans. Aflinn nemur samtals 3.672 tonnum en strandveiðipottur sumarsins er tíu þúsund tonn af þorski. Auk þess hafa veiðst 353 tonn af ufsa, samkvæmt samantekt Fiskistofu í morgun. 1. júní 2022 18:35
Patreksfjörður fengið mestan afla á land úr strandveiðunum Strandveiðibátar hafi aldrei veitt eins vel í maímánuði og nú. Patreksfjörður trónir á toppnum með mestan afla á land eftir fyrstu þrjár vikur. 20. maí 2017 20:45