Segir fyrirkomulag fasteignagjalda meingallað Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júní 2022 12:03 Bjarni mætti á opinn fund fjárlaganefndar í morgun þar sem hann svaraði ýmsum spurningum nefndarmanna um söluferlið á hlut ríkisins í Íslandsbanka. vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda vera meingallað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stíga þurfi inn í þróunina og koma í veg fyrir hækkandi álögur. Fasteignamat ársins 2023 var birt í fyrradag en heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent frá yfirstandandi ári. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar um 10,2 prósent á landinu öllu. Meingallað kerfi Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda meingallað kerfi. Þetta sagði hann í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun þar sem hann svaraði fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins. „Þessi tiltekni gjaldstofn er til umræðu vegna þess að fasteignamat í landinu er að hækka mjög mikið og þá verður þetta svo kristaltært, þá kemur svo skýrt fram að við erum að tala um skattstofn þar sem fasteignaeigandinn þarf að taka á sig alla hækkun fasteignamatsins sem þó hefur á engan hátt neitt með það að gera að viðkomandi hafi meiri tekjur til að standa undir skattinum,“ sagði Bjarni. „Það eru að sjálfsögðu bestu skattarnir okkar sem taka tillit til þess, eru eitthvert hlutfall af tekjum. Hitt er í raun og veru einhvers konar eignaupptaka þegar prósentan er orðin of há. Og já, ég tel að þetta sé meingallað kerfi og lýsir sér bara best með því að hjá sumum fyrirtækjum er kannski enginn tekjuvöxtur en skattgreiðslan á að hækka um 20 prósent ef menn ætla ekki að hreyfa prósentuna. Þetta er ósanngjarnt og gengur örugglega mjög nærri mörgum fyrirtækjum.“ Stíga þurfi inn í þróunina Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ótækt að álögur aukist um tugi prósenta á milli ára. „Auðvitað blasir það við að það gengur ekki, hvorki fyrir fólk né fyrirtæki, að álögur séu að aukast um tugi prósenta á milli ára. Ég tel einsýnt að stíga þurfi inn í þessa þróun á næstu vikum og misserum. Það er verkefni atvinnulífsins og auðvitað stjórnmálanna að koma í veg fyrir svona hækkandi álögur.“ Halldór Benjamín er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.vísir/vilhelm Skorið þið þá á sveitarfélög að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts eða álíka? „Ég tel að það sé einsýnt og blasi við í þessari stöðu.“ Stjórn Félags atvinnurekenda sendi sveitarfélögum landsins í fyrradag áskorun um að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði til að mæta hækkunum á matinu. Félagið bendir á að frá því að núverandi tekjumatsaðferð var tekin upp við útreikning fasteignamats atvinnuhúsnæðis fyrir árið 2015 og fram til ársins 2021 hafi álagður fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði á landinu hækkað úr tæplega 17 milljörðum króna á ári í um 28,8 milljarða þrátt fyrir breytingar sumra sveitarfélaga á álagningarprósentu. Skattbyrði fyrirtækjanna hafi með öðrum orðum þyngst um 11,8 milljarða eða tæplega 70 prósent. Fasteignamarkaður Skattar og tollar Húsnæðismál Verðlag Efnahagsmál Alþingi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira
Fasteignamat ársins 2023 var birt í fyrradag en heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent frá yfirstandandi ári. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar um 10,2 prósent á landinu öllu. Meingallað kerfi Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda meingallað kerfi. Þetta sagði hann í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun þar sem hann svaraði fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins. „Þessi tiltekni gjaldstofn er til umræðu vegna þess að fasteignamat í landinu er að hækka mjög mikið og þá verður þetta svo kristaltært, þá kemur svo skýrt fram að við erum að tala um skattstofn þar sem fasteignaeigandinn þarf að taka á sig alla hækkun fasteignamatsins sem þó hefur á engan hátt neitt með það að gera að viðkomandi hafi meiri tekjur til að standa undir skattinum,“ sagði Bjarni. „Það eru að sjálfsögðu bestu skattarnir okkar sem taka tillit til þess, eru eitthvert hlutfall af tekjum. Hitt er í raun og veru einhvers konar eignaupptaka þegar prósentan er orðin of há. Og já, ég tel að þetta sé meingallað kerfi og lýsir sér bara best með því að hjá sumum fyrirtækjum er kannski enginn tekjuvöxtur en skattgreiðslan á að hækka um 20 prósent ef menn ætla ekki að hreyfa prósentuna. Þetta er ósanngjarnt og gengur örugglega mjög nærri mörgum fyrirtækjum.“ Stíga þurfi inn í þróunina Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ótækt að álögur aukist um tugi prósenta á milli ára. „Auðvitað blasir það við að það gengur ekki, hvorki fyrir fólk né fyrirtæki, að álögur séu að aukast um tugi prósenta á milli ára. Ég tel einsýnt að stíga þurfi inn í þessa þróun á næstu vikum og misserum. Það er verkefni atvinnulífsins og auðvitað stjórnmálanna að koma í veg fyrir svona hækkandi álögur.“ Halldór Benjamín er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.vísir/vilhelm Skorið þið þá á sveitarfélög að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts eða álíka? „Ég tel að það sé einsýnt og blasi við í þessari stöðu.“ Stjórn Félags atvinnurekenda sendi sveitarfélögum landsins í fyrradag áskorun um að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði til að mæta hækkunum á matinu. Félagið bendir á að frá því að núverandi tekjumatsaðferð var tekin upp við útreikning fasteignamats atvinnuhúsnæðis fyrir árið 2015 og fram til ársins 2021 hafi álagður fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði á landinu hækkað úr tæplega 17 milljörðum króna á ári í um 28,8 milljarða þrátt fyrir breytingar sumra sveitarfélaga á álagningarprósentu. Skattbyrði fyrirtækjanna hafi með öðrum orðum þyngst um 11,8 milljarða eða tæplega 70 prósent.
Fasteignamarkaður Skattar og tollar Húsnæðismál Verðlag Efnahagsmál Alþingi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira