Fulltrúar B, D, S og M funda um meirihluta á Akureyri í kvöld Tryggvi Páll Tryggvason og Snorri Másson skrifa 18. maí 2022 10:58 Viðræður standa yfir um hverjir muni stjórna í Ráðhúsinu á Akureyri næstu fjögur árin. Vísir/Vilhelm Hlynur Jóhannsson, oddviti Miðflokksins á Akureyri, virðist nokkuð bjartsýnn á viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar með Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Stefnt er að því að fulltrúar flokkanna hittist í kvöld til að ræða málin. Eins og Vísir sagði frá í gær var meirihlutaviðræðum L-listans, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins slitið í gær að frumkvæði síðarnefndu flokkanna. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Vísi í gær að ekki hafi náðst saman um nokkur mál. Halla Björk Reynisdóttir, einn af bæjarfulltrúm L-listans, sagði þó að lítill sem enginn málefnaágreiningur hafi verið uppi. Halla Björk sagði einnig í gær að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hefðu ákveðið að fara í viðræður við Miðflokkinn og Samfylkingunna um myndun meirihluta. Samanlegt eiga þessir flokkar sex fulltrúa í bæjarstjórn þar sem ellefu fulltrúar eiga sæti. „Við höfum það svolítið á tilfinningunni að þau hafi aldrei ætlað sér að mynda meirihluta með okkur,“ segir Halla Björk í stamtali við Vísi í dag. Það er allavega talað um að þau séu að ræða við hina flokkana, BDSM-stjórnin eins og hún var kölluð í Morgunblaðinu, hvernig getur það litið út, yrðuð þið ósátt ef það yrði niðurstaðan? „Við erum auðvitað ósátt við að komast ekki í meirihluta hafandi unnið kosningarnar. En við getum svosem lítið gert í því." Ekki mikið sem standi út af miðað við stefnuskrár flokkanna Hlynur Jóhannsson, bæjarfulltrúi og oddviti Miðflokksins, segir í samtali við Vísi að fulltrúar flokkanna fjögurra, B, D, S og M, muni hittast á fundi í kvöld. Hann virðist nokkuð bjartsýnn á viðræðurnar. „Ef þú skoðar stefnuskrá flokkanna þá er ekkert mikið sem stendur út af, það sem fólk er eitthvað virkilega ósátt um eitthvað. Það eru nú flestir sem sjá hvað þarf að gera í bænum okkar og það eru allir kannski með svipaðar stefnuskrár, það er bara hvernig við ætlum að nálgast það,“ segir Hlynur. Aðspurður um hvort að það hafi komið honum á óvart að upp úr hafi slitnað úr viðræðum L-listans, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins í gær, segir hann að svo hafi verið. „Ég hélt nú að þeir gætu alveg náð þessu saman en eitthvað hefur gerst þarna sem hefur fólk hefur ekki verið sátt við, sem ég veit ekkert um í sjálfu sér,“ segir Hlynur. Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Tengdar fréttir Mikil endurnýjun á Akureyri og margar leiðir að meirihluta í boði Á Akureyri hefur frá 2020 verið svokölluð samstjórn í bæjarstjórn. Það er að bæjarfulltrúar allra flokka sem náðu inn manni í kosningunum 2018 hafa haldið sameiginlega um stjórn þessa höfuðbóls manna á Norðurlandi. 15. maí 2022 09:55 Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu. 17. maí 2022 21:10 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Eins og Vísir sagði frá í gær var meirihlutaviðræðum L-listans, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins slitið í gær að frumkvæði síðarnefndu flokkanna. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Vísi í gær að ekki hafi náðst saman um nokkur mál. Halla Björk Reynisdóttir, einn af bæjarfulltrúm L-listans, sagði þó að lítill sem enginn málefnaágreiningur hafi verið uppi. Halla Björk sagði einnig í gær að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hefðu ákveðið að fara í viðræður við Miðflokkinn og Samfylkingunna um myndun meirihluta. Samanlegt eiga þessir flokkar sex fulltrúa í bæjarstjórn þar sem ellefu fulltrúar eiga sæti. „Við höfum það svolítið á tilfinningunni að þau hafi aldrei ætlað sér að mynda meirihluta með okkur,“ segir Halla Björk í stamtali við Vísi í dag. Það er allavega talað um að þau séu að ræða við hina flokkana, BDSM-stjórnin eins og hún var kölluð í Morgunblaðinu, hvernig getur það litið út, yrðuð þið ósátt ef það yrði niðurstaðan? „Við erum auðvitað ósátt við að komast ekki í meirihluta hafandi unnið kosningarnar. En við getum svosem lítið gert í því." Ekki mikið sem standi út af miðað við stefnuskrár flokkanna Hlynur Jóhannsson, bæjarfulltrúi og oddviti Miðflokksins, segir í samtali við Vísi að fulltrúar flokkanna fjögurra, B, D, S og M, muni hittast á fundi í kvöld. Hann virðist nokkuð bjartsýnn á viðræðurnar. „Ef þú skoðar stefnuskrá flokkanna þá er ekkert mikið sem stendur út af, það sem fólk er eitthvað virkilega ósátt um eitthvað. Það eru nú flestir sem sjá hvað þarf að gera í bænum okkar og það eru allir kannski með svipaðar stefnuskrár, það er bara hvernig við ætlum að nálgast það,“ segir Hlynur. Aðspurður um hvort að það hafi komið honum á óvart að upp úr hafi slitnað úr viðræðum L-listans, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins í gær, segir hann að svo hafi verið. „Ég hélt nú að þeir gætu alveg náð þessu saman en eitthvað hefur gerst þarna sem hefur fólk hefur ekki verið sátt við, sem ég veit ekkert um í sjálfu sér,“ segir Hlynur.
Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Tengdar fréttir Mikil endurnýjun á Akureyri og margar leiðir að meirihluta í boði Á Akureyri hefur frá 2020 verið svokölluð samstjórn í bæjarstjórn. Það er að bæjarfulltrúar allra flokka sem náðu inn manni í kosningunum 2018 hafa haldið sameiginlega um stjórn þessa höfuðbóls manna á Norðurlandi. 15. maí 2022 09:55 Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu. 17. maí 2022 21:10 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Mikil endurnýjun á Akureyri og margar leiðir að meirihluta í boði Á Akureyri hefur frá 2020 verið svokölluð samstjórn í bæjarstjórn. Það er að bæjarfulltrúar allra flokka sem náðu inn manni í kosningunum 2018 hafa haldið sameiginlega um stjórn þessa höfuðbóls manna á Norðurlandi. 15. maí 2022 09:55
Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu. 17. maí 2022 21:10