Þegar spennan trompar sannleikann Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 13. maí 2022 08:45 Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði, ganga í hús, hlusta á áhyggjur bæjarbúa og takast á við aðra frambjóðendur í umræðuþáttum. Spennustigið er hátt og fyrir vikið er hætt við því að frambjóðendur láti spennuna hlaupa með sig í gönur og missi sjónar á sannleikanum. Það tel ég að hafi gerst í tilfelli oddvita Vina Kópavogs þegar hún sakaði alla núverandi bæjarfulltrúa, hvar í flokki sem þeir standa, um skort á samráði á líðandi kjörtímabili. Þetta hefur hún gert reglulega á síðustu vikum, ekki síst í hinum ýmsu kappræðum í fjölmiðlum. Það er vissulega rétt hjá henni að meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur ekki haft samráð við bæjarbúa í forgangi, við Píratar erum hjartanlega sammála henni um það. Hins vegar teljum við fjarri sannleikanum að það eigi við um alla bæjarfulltrúa. Þvert á móti. Ég sem fulltrúi Pírata í bæjarstjórn hef litið á það sem eina helstu starfsskyldu mína að svara öllum fyrirspurnum frá bæjarbúum; hvort sem það er í síma, tölvupósti eða á förnum vegi. Þetta getur bæði oddviti og aðrir úr hópi Vina Kópavogs vottað sjálf, enda höfum við átt í reglulegum samskiptum á þessu kjörtímabili. Ég hef alltaf haft samráð í öndvegi, borið áhyggjur Kópavogsbúa inn á fundi bæjarstjórnar sem og nefnda og ráða á vegum hennar, og haft þær að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku á síðustu árum. Meira samráð, fleiri Pírata Ég er ekki að segja þetta til að slá mig til riddara. Ég er einfaldlega að lýsa því hvernig við Píratar vinnum. Píratar eru með skýra grunnstefnu sem er kjarninn í öllum okkar störfum. Þar segir meðal annars: Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá. Með öðrum orðum: Samráð við íbúa er eitt helsta leiðarstef Pírata. Við teljum samráð vera farsælustu aðferðina til að leiða erfið mál til lykta. Með samráði fáum við fram ólík sjónarmið og heyrum ólíkar áhyggjur fólks, sem svo hjálpar okkur að taka upplýsta og góða ákvörðun. Bæjarstjórnarfulltrúar vita ekki alltaf best eða eru með öll svörin í öllum málum. Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að leita sér þekkingar, heyra raddir íbúa og kynnast því hvernig ákvarðanir bæjarstjórnar hafa áhrif á daglegt líf fólks. Við Píratar erum því fullkomlega sammála Vinum Kópavogs um að samráð sé mikilvægt, enda höfum við barist fyrir auknu samráði um árabil. Aukið lýðræði og valddreifing eru okkar ær og kýr. Þess vegna viljum við t.d. koma á fót hverfisráðum í öllum hverfum Kópavogs - einmitt til að auka samráðið og auðvelda íbúum að hafa áhrif á nærumhverfi sitt, sem og koma á fót embætti umboðsmanns bæjarbúa sem bjóði upp á öfluga og aðgengilega ráðgjafarþjónustu fyrir almenning. Fyrir mér er þetta því ekki flókið val. Ef við viljum meira samráð þurfum við fleiri Pírata í bæjarstjórn. Það getur orðið að veruleika - en til þess þarf að setja X við P í kosningunum á laugardag. Höfundur er oddviti Pírata í Kópavogi og skipar fyrsta sæti á lista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði, ganga í hús, hlusta á áhyggjur bæjarbúa og takast á við aðra frambjóðendur í umræðuþáttum. Spennustigið er hátt og fyrir vikið er hætt við því að frambjóðendur láti spennuna hlaupa með sig í gönur og missi sjónar á sannleikanum. Það tel ég að hafi gerst í tilfelli oddvita Vina Kópavogs þegar hún sakaði alla núverandi bæjarfulltrúa, hvar í flokki sem þeir standa, um skort á samráði á líðandi kjörtímabili. Þetta hefur hún gert reglulega á síðustu vikum, ekki síst í hinum ýmsu kappræðum í fjölmiðlum. Það er vissulega rétt hjá henni að meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur ekki haft samráð við bæjarbúa í forgangi, við Píratar erum hjartanlega sammála henni um það. Hins vegar teljum við fjarri sannleikanum að það eigi við um alla bæjarfulltrúa. Þvert á móti. Ég sem fulltrúi Pírata í bæjarstjórn hef litið á það sem eina helstu starfsskyldu mína að svara öllum fyrirspurnum frá bæjarbúum; hvort sem það er í síma, tölvupósti eða á förnum vegi. Þetta getur bæði oddviti og aðrir úr hópi Vina Kópavogs vottað sjálf, enda höfum við átt í reglulegum samskiptum á þessu kjörtímabili. Ég hef alltaf haft samráð í öndvegi, borið áhyggjur Kópavogsbúa inn á fundi bæjarstjórnar sem og nefnda og ráða á vegum hennar, og haft þær að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku á síðustu árum. Meira samráð, fleiri Pírata Ég er ekki að segja þetta til að slá mig til riddara. Ég er einfaldlega að lýsa því hvernig við Píratar vinnum. Píratar eru með skýra grunnstefnu sem er kjarninn í öllum okkar störfum. Þar segir meðal annars: Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá. Með öðrum orðum: Samráð við íbúa er eitt helsta leiðarstef Pírata. Við teljum samráð vera farsælustu aðferðina til að leiða erfið mál til lykta. Með samráði fáum við fram ólík sjónarmið og heyrum ólíkar áhyggjur fólks, sem svo hjálpar okkur að taka upplýsta og góða ákvörðun. Bæjarstjórnarfulltrúar vita ekki alltaf best eða eru með öll svörin í öllum málum. Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að leita sér þekkingar, heyra raddir íbúa og kynnast því hvernig ákvarðanir bæjarstjórnar hafa áhrif á daglegt líf fólks. Við Píratar erum því fullkomlega sammála Vinum Kópavogs um að samráð sé mikilvægt, enda höfum við barist fyrir auknu samráði um árabil. Aukið lýðræði og valddreifing eru okkar ær og kýr. Þess vegna viljum við t.d. koma á fót hverfisráðum í öllum hverfum Kópavogs - einmitt til að auka samráðið og auðvelda íbúum að hafa áhrif á nærumhverfi sitt, sem og koma á fót embætti umboðsmanns bæjarbúa sem bjóði upp á öfluga og aðgengilega ráðgjafarþjónustu fyrir almenning. Fyrir mér er þetta því ekki flókið val. Ef við viljum meira samráð þurfum við fleiri Pírata í bæjarstjórn. Það getur orðið að veruleika - en til þess þarf að setja X við P í kosningunum á laugardag. Höfundur er oddviti Pírata í Kópavogi og skipar fyrsta sæti á lista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun