Aðlögunartímabilið varð að draumatímabili Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2022 09:00 Sveindís Jane Jónsdóttir með þýska meistarabikarinn ásamt samherjum sínum Jill Roord, Rebecku Blomquist og Kathrin Hendrich. getty/Karina Hessland-Wissel Sveindís Jane Jónsdóttir er að vonum í skýjunum hvernig fyrsta tímabil hennar hjá þýska stórliðinu Wolfsburg hefur gengið. Hún vonaðist til að fá að spila með Wolfsburg en segir að hlutverk sitt hafi verið talsvert stærra en hún bjóst við. Sveindís skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar Wolfsburg tryggði sér þýska meistaratitilinn með 1-10 sigri á Carl Zeiss Jena á sunnudaginn. Og á þriðjudaginn skrifaði hún svo undir eins árs framlengingu á samningi sínum við Wolfsburg. „Þessi leikur var geggjaður, mjög gott að ná svona mörgum mörkum og tryggja titilinn. Það var líka mjög gaman að skora í þessum leik,“ sagði Sveindís í samtali við Vísi. Þótt Wolfsburg hafi tryggt sér titilinn formlega um helgina steig liðið stærsta skrefið í átt að því með 6-0 stórsigri á helstu keppinautunum í Bayern München 3. apríl. „Alveg hundrað prósent. Við tryggðum okkur eiginlega titilinn í þeim leik. Við þurftum auðvitað nánast að vinna rest en við vorum ekki að fara að tapa neinum leik þarna á milli,“ sagði Sveindís. Féll allt með okkur „Ég gef þeim það að það voru margar sem fengu covid hjá þeim og voru nýkomnar til baka. Svo spiluðum þær líka við Paris Saint-Germain áður og sá leikur fór í framlengingu. Þetta var samt geggjaður leikur hjá okkur. Það féll allt með okkur. Þær voru alveg inni í leiknum meðan staðan var 2-0 en um leið og við komumst í 3-0 var þetta okkar leikur.“ Sveindís hefur leikið fjórtán leiki fyrir Wolfsburg í öllum keppnum á tímabilinu.getty/Karina Hessland Wolfsburg á enn möguleika á að vinna tvöfalt en þann 28. maí mætir liðið Turbine Potsdam í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar. „Við ætlum að gera allt til að fá þennan bikar og vonandi gengur það upp,“ sagði Sveindís. Held þeir hafi verið svona ánægðir með mig Sem fyrr sagði skrifaði hún undir nýjan samning við Wolfsburg á þriðjudaginn. Ekki var um að ræða framlengingarákvæði í gamla samningnum heldur vildu forráðamenn Wolfsburg bara tryggja sér krafta Sveindísar lengur. „Ég held að þeir hafi verið svona ánægðir með mig. Ég vona það allavega. Ég er mjög ánægð að fá auka ár. Við erum með geggjað þjálfarateymi og stelpurnar eru líka frábærar,“ sagði Sveindís. Keflvíkingurinn lék á láni hjá Kristianstad í Svíþjóð á síðasta tímabili en sneri svo aftur til Wolfsburg og byrjaði að spila með liðinu í byrjun þessa árs og hefur komið eins og stormsveipur inn í það. Skilur enn lítið í þýskunni „Ég kom í desember en var ekki komin með leikheimild. Þá æfði ég bara og var að kynnast aðstæðum og stelpunum. Þetta hefur gerst mjög hratt síðan þá. Það hafa allir tekið vel á móti mér,“ sagði Sveindís á þó enn eftir að ná tökum á tungumálinu. „Ég er enn að reyna að komast inn í þýskuna en það kemur með tímanum. Ég skil enn voða lítið. Ég er nýbyrjuð í þýskutímum. Það gengur allt í lagi en hægt. Ég læri nokkur ný orð á hverjum degi.“ Wolfsburg mætir Bayer Leverkusen í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.getty/Karina Hessland Sveindís viðurkennir að hafa ekki átt von á að fá jafn stórt hlutverk á þessu tímabili og raunin hefur verið. „Kannski ekki svona stórt, svona fljótt. Markmiðið var alltaf að fá að spila en ég hugsaði þetta sem aðlögunartímabil, til að koma mér inn í hlutina og bæta mig. En þetta hefur gerst mjög fljótt. Ég hef bætt mig, komist inn í hlutina og spilað. Það er flott að þetta gerist á sama tíma. Það er gott að fá traustið og finna að ég eigi alveg möguleika í þessu liði,“ sagði Sveindís. Frábær upplifun en skelfileg úrslit Wolfsburg komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið mætti óárennilegu liði Barcelona. Uppselt var á fyrri leikinn sem fór fram á hinum sögufræga Nývangi í Barcelona. Úrslitin voru slæm fyrir Wolfsburg sem tapaði 6-0. „Þetta var klikkuð upplifun en ef ég hugsa til baka hugsa ég strax um úrslitin sem voru skelfileg. Ég er samt ánægð að hafa fengið að spila þennan leik,“ sagði Sveindís. Sveindís í leiknum gegn Barcelona á Nývangi.getty/David Ramos Wolfsburg vann seinni leikinn á heimavelli, 2-0, en það er eina tap Barcelona á tímabilinu. „Það hefði verið gott ef það hefði dugað okkur en við skitum upp á bak í fyrri leiknum. Það gerði voða lítið fyrir okkur nema að vinna Barcelona sem engir gera,“ sagði Sveindís. Engin gífuryrði eru að segja að Börsungar séu með besta lið heims enda hefur það unnið 42 af 43 leikjum sínum á tímabilinu með markatölunni 208-18. „Þær eru með heimsklassa leikmenn í öllum stöðum. Þetta er klikkað gott lið, vel skipulagt og það má liggur við ekki taka fleiri en tvær snertingar í uppspilinu hjá þeim. Þetta er hraður bolti og þær eru litlar og snöggar inni á miðjunni. Þær eru langbesta lið heims núna,“ sagði Sveindís að lokum. Þýski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Fleiri fréttir TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum Sjá meira
Sveindís skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar Wolfsburg tryggði sér þýska meistaratitilinn með 1-10 sigri á Carl Zeiss Jena á sunnudaginn. Og á þriðjudaginn skrifaði hún svo undir eins árs framlengingu á samningi sínum við Wolfsburg. „Þessi leikur var geggjaður, mjög gott að ná svona mörgum mörkum og tryggja titilinn. Það var líka mjög gaman að skora í þessum leik,“ sagði Sveindís í samtali við Vísi. Þótt Wolfsburg hafi tryggt sér titilinn formlega um helgina steig liðið stærsta skrefið í átt að því með 6-0 stórsigri á helstu keppinautunum í Bayern München 3. apríl. „Alveg hundrað prósent. Við tryggðum okkur eiginlega titilinn í þeim leik. Við þurftum auðvitað nánast að vinna rest en við vorum ekki að fara að tapa neinum leik þarna á milli,“ sagði Sveindís. Féll allt með okkur „Ég gef þeim það að það voru margar sem fengu covid hjá þeim og voru nýkomnar til baka. Svo spiluðum þær líka við Paris Saint-Germain áður og sá leikur fór í framlengingu. Þetta var samt geggjaður leikur hjá okkur. Það féll allt með okkur. Þær voru alveg inni í leiknum meðan staðan var 2-0 en um leið og við komumst í 3-0 var þetta okkar leikur.“ Sveindís hefur leikið fjórtán leiki fyrir Wolfsburg í öllum keppnum á tímabilinu.getty/Karina Hessland Wolfsburg á enn möguleika á að vinna tvöfalt en þann 28. maí mætir liðið Turbine Potsdam í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar. „Við ætlum að gera allt til að fá þennan bikar og vonandi gengur það upp,“ sagði Sveindís. Held þeir hafi verið svona ánægðir með mig Sem fyrr sagði skrifaði hún undir nýjan samning við Wolfsburg á þriðjudaginn. Ekki var um að ræða framlengingarákvæði í gamla samningnum heldur vildu forráðamenn Wolfsburg bara tryggja sér krafta Sveindísar lengur. „Ég held að þeir hafi verið svona ánægðir með mig. Ég vona það allavega. Ég er mjög ánægð að fá auka ár. Við erum með geggjað þjálfarateymi og stelpurnar eru líka frábærar,“ sagði Sveindís. Keflvíkingurinn lék á láni hjá Kristianstad í Svíþjóð á síðasta tímabili en sneri svo aftur til Wolfsburg og byrjaði að spila með liðinu í byrjun þessa árs og hefur komið eins og stormsveipur inn í það. Skilur enn lítið í þýskunni „Ég kom í desember en var ekki komin með leikheimild. Þá æfði ég bara og var að kynnast aðstæðum og stelpunum. Þetta hefur gerst mjög hratt síðan þá. Það hafa allir tekið vel á móti mér,“ sagði Sveindís á þó enn eftir að ná tökum á tungumálinu. „Ég er enn að reyna að komast inn í þýskuna en það kemur með tímanum. Ég skil enn voða lítið. Ég er nýbyrjuð í þýskutímum. Það gengur allt í lagi en hægt. Ég læri nokkur ný orð á hverjum degi.“ Wolfsburg mætir Bayer Leverkusen í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.getty/Karina Hessland Sveindís viðurkennir að hafa ekki átt von á að fá jafn stórt hlutverk á þessu tímabili og raunin hefur verið. „Kannski ekki svona stórt, svona fljótt. Markmiðið var alltaf að fá að spila en ég hugsaði þetta sem aðlögunartímabil, til að koma mér inn í hlutina og bæta mig. En þetta hefur gerst mjög fljótt. Ég hef bætt mig, komist inn í hlutina og spilað. Það er flott að þetta gerist á sama tíma. Það er gott að fá traustið og finna að ég eigi alveg möguleika í þessu liði,“ sagði Sveindís. Frábær upplifun en skelfileg úrslit Wolfsburg komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið mætti óárennilegu liði Barcelona. Uppselt var á fyrri leikinn sem fór fram á hinum sögufræga Nývangi í Barcelona. Úrslitin voru slæm fyrir Wolfsburg sem tapaði 6-0. „Þetta var klikkuð upplifun en ef ég hugsa til baka hugsa ég strax um úrslitin sem voru skelfileg. Ég er samt ánægð að hafa fengið að spila þennan leik,“ sagði Sveindís. Sveindís í leiknum gegn Barcelona á Nývangi.getty/David Ramos Wolfsburg vann seinni leikinn á heimavelli, 2-0, en það er eina tap Barcelona á tímabilinu. „Það hefði verið gott ef það hefði dugað okkur en við skitum upp á bak í fyrri leiknum. Það gerði voða lítið fyrir okkur nema að vinna Barcelona sem engir gera,“ sagði Sveindís. Engin gífuryrði eru að segja að Börsungar séu með besta lið heims enda hefur það unnið 42 af 43 leikjum sínum á tímabilinu með markatölunni 208-18. „Þær eru með heimsklassa leikmenn í öllum stöðum. Þetta er klikkað gott lið, vel skipulagt og það má liggur við ekki taka fleiri en tvær snertingar í uppspilinu hjá þeim. Þetta er hraður bolti og þær eru litlar og snöggar inni á miðjunni. Þær eru langbesta lið heims núna,“ sagði Sveindís að lokum.
Þýski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Fleiri fréttir TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti