Dýrkeypt fjarlægð milli barna og sálfræðinga Kolbrún Baldursdóttir skrifar 11. maí 2022 12:00 Árum saman hef ég sem sálfræðingur og borgarfulltrúi barist fyrir því að sálfræðingar hafi aðsetur í skólunum sjálfum frekar en á þjónustumiðstöðvum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur hunsað þetta mikilvæga mál. Hinn 27. júní 2018 lagði ég sem borgarfulltrúi Flokks fólksins fram tillögu í Skóla- og frístundarráði um að skólasálfræðingur væri í hverjum skóla í Reykjavík og að skólar yrðu valdefldir með þeim hætti að þeir réðu sjálfir til sín skólasálfræðinga með aðsetur í skólum og tækju við verkbeiðnum frá nemendaverndarráðum. Í lögum segir að börn skuli hafa aðgang að sérfræðiþjónustu þar á meðal sálfræðiþjónustu. Tillögunni var vísað til velferðarráðs þar sem henni var hafnað. Biðlisti barna lengst á kjörtímabilinu vegna m.a. fjölgunar tilvísana Sálfræðingar hafa aðsetur á þjónustumiðstöðvum og ferðast þaðan út í þá skóla sem þeim ber að sinna til að þjónusta börn. Á biðlista eftir fagfólki skóla eru nú rúmlega 1800 börn og þar af rúmlega 1000 börn sem bíða eftir sálfræðiþjónustu af einhverju tagi, ýmist viðtölum eða greiningu. Stöðugildi sálfræðinga eru 25,8 sem þjónusta 80 leikskóla og 44 grunnskóla. Áætlað er að u.þ.b. 10 stöðugildi sinni leikskólum og 15,8 sinni grunnskólum borgarinnar. Hinn 4. maí fékk ég svar frá velferðarsviði við eftirfarandi fyrirspurn um kostnað við ferðir sálfræðinga út í skólana, sundurliðun eftir hverfum og eftir ferðamáta:Kostnaður við ferðir sálfræðinga út í skóla með leigubíl er 1.555.359Kostnaður vegna aksturssamninga er 1.821.255Heildarkostnaður 2.852.968 Af svari má sjá að kostnaður við ferðir sálfræðinga til og frá skóla er talsverður en sálfræðingar fara ýmist með leigubílum eða eru með aksturssamninga. Um er að ræða 31 sálfræðing og er meðalkostnaður á hvern tæp hálf milljón. Ef horft er á þetta raunsætt vekur það ekki mikla furðu hvað illa gengur að vinna niður biðlista barna til sálfræðinga og annarra fagaðila skóla s.s. talmeinafræðinga. Biðlistinn hefur lengst gríðarlega en hann var 400 börn árið 2018. Við listann hafa bæst um 1500 börn á kjörtímabilinu. Hvorki í þágu barna né kennara Óskiljanlegt er af hverju þessu er ekki breytt. Að sálfræðingar hafi aðsetur á þjónustumiðstöðvum frekar en út í skólum er bæði óhagkvæmt og hvorki í þágu barnanna né kennara. Sálfræðingar eiga að hafa aðsetur í skólum til að sinna málum barnanna í nálægð og þá sparast háar upphæðir sem fara í leigubílakostnað svo ekki sé minnst á tímann sem tekur að fara á milli staða. Ég var sjálf um 10 ára skeið skólasálfræðingur í Hafnarfirði og var með skrifstofu í skólanum. Þar gat ég verið til taks, veitt ráðgjöf til kennara og foreldra eftir atvikum milli þess sem ég var með börn í viðtölum og greiningu. Ein af þeim rökum sem nefnd hafa verið sem stríðir gegn því að sálfræðingar hafi aðstöðu í skólum er plássleysi. Það kann að vera raunverulegt í sumum skólum en dæmi eru um ýmsar lausnir. Ein slík er að hjúkrunarfræðingur skóla og sálfræðingur skipti með sér skrifstofu. Það er sýnilegur hagur allra að hafa sálfræðinga skóla alfarið innan veggja skólanna og því má telja víst að plássleysi verði ekki ástæða til að hindra það. Fái Flokkur fólksins framgang í komandi kosningum 14. maí mun það vera eitt af fyrstu verkum flokksins að skoða með markvissum hætti með skólastjórnendum hvort hægt sé að flytja aðsetur þeirra út í skólanna. Annað brýnt verkefni er að auka fjárheimildir til velferðarsviðs til að hægt sé að fjölga sálfræðingum skóla svo vinna megi markvisst að því að eyða biðlistum sem hefur verið svartur blettur borgarstjórnarmeirihlutans í mörg ár. Höfundur er sálfræðingur, oddviti Flokks fólksins og skipar 1. sæti á lista flokksins í komandi borgarstjórnakosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Flokkur fólksins Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Árum saman hef ég sem sálfræðingur og borgarfulltrúi barist fyrir því að sálfræðingar hafi aðsetur í skólunum sjálfum frekar en á þjónustumiðstöðvum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur hunsað þetta mikilvæga mál. Hinn 27. júní 2018 lagði ég sem borgarfulltrúi Flokks fólksins fram tillögu í Skóla- og frístundarráði um að skólasálfræðingur væri í hverjum skóla í Reykjavík og að skólar yrðu valdefldir með þeim hætti að þeir réðu sjálfir til sín skólasálfræðinga með aðsetur í skólum og tækju við verkbeiðnum frá nemendaverndarráðum. Í lögum segir að börn skuli hafa aðgang að sérfræðiþjónustu þar á meðal sálfræðiþjónustu. Tillögunni var vísað til velferðarráðs þar sem henni var hafnað. Biðlisti barna lengst á kjörtímabilinu vegna m.a. fjölgunar tilvísana Sálfræðingar hafa aðsetur á þjónustumiðstöðvum og ferðast þaðan út í þá skóla sem þeim ber að sinna til að þjónusta börn. Á biðlista eftir fagfólki skóla eru nú rúmlega 1800 börn og þar af rúmlega 1000 börn sem bíða eftir sálfræðiþjónustu af einhverju tagi, ýmist viðtölum eða greiningu. Stöðugildi sálfræðinga eru 25,8 sem þjónusta 80 leikskóla og 44 grunnskóla. Áætlað er að u.þ.b. 10 stöðugildi sinni leikskólum og 15,8 sinni grunnskólum borgarinnar. Hinn 4. maí fékk ég svar frá velferðarsviði við eftirfarandi fyrirspurn um kostnað við ferðir sálfræðinga út í skólana, sundurliðun eftir hverfum og eftir ferðamáta:Kostnaður við ferðir sálfræðinga út í skóla með leigubíl er 1.555.359Kostnaður vegna aksturssamninga er 1.821.255Heildarkostnaður 2.852.968 Af svari má sjá að kostnaður við ferðir sálfræðinga til og frá skóla er talsverður en sálfræðingar fara ýmist með leigubílum eða eru með aksturssamninga. Um er að ræða 31 sálfræðing og er meðalkostnaður á hvern tæp hálf milljón. Ef horft er á þetta raunsætt vekur það ekki mikla furðu hvað illa gengur að vinna niður biðlista barna til sálfræðinga og annarra fagaðila skóla s.s. talmeinafræðinga. Biðlistinn hefur lengst gríðarlega en hann var 400 börn árið 2018. Við listann hafa bæst um 1500 börn á kjörtímabilinu. Hvorki í þágu barna né kennara Óskiljanlegt er af hverju þessu er ekki breytt. Að sálfræðingar hafi aðsetur á þjónustumiðstöðvum frekar en út í skólum er bæði óhagkvæmt og hvorki í þágu barnanna né kennara. Sálfræðingar eiga að hafa aðsetur í skólum til að sinna málum barnanna í nálægð og þá sparast háar upphæðir sem fara í leigubílakostnað svo ekki sé minnst á tímann sem tekur að fara á milli staða. Ég var sjálf um 10 ára skeið skólasálfræðingur í Hafnarfirði og var með skrifstofu í skólanum. Þar gat ég verið til taks, veitt ráðgjöf til kennara og foreldra eftir atvikum milli þess sem ég var með börn í viðtölum og greiningu. Ein af þeim rökum sem nefnd hafa verið sem stríðir gegn því að sálfræðingar hafi aðstöðu í skólum er plássleysi. Það kann að vera raunverulegt í sumum skólum en dæmi eru um ýmsar lausnir. Ein slík er að hjúkrunarfræðingur skóla og sálfræðingur skipti með sér skrifstofu. Það er sýnilegur hagur allra að hafa sálfræðinga skóla alfarið innan veggja skólanna og því má telja víst að plássleysi verði ekki ástæða til að hindra það. Fái Flokkur fólksins framgang í komandi kosningum 14. maí mun það vera eitt af fyrstu verkum flokksins að skoða með markvissum hætti með skólastjórnendum hvort hægt sé að flytja aðsetur þeirra út í skólanna. Annað brýnt verkefni er að auka fjárheimildir til velferðarsviðs til að hægt sé að fjölga sálfræðingum skóla svo vinna megi markvisst að því að eyða biðlistum sem hefur verið svartur blettur borgarstjórnarmeirihlutans í mörg ár. Höfundur er sálfræðingur, oddviti Flokks fólksins og skipar 1. sæti á lista flokksins í komandi borgarstjórnakosningum.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun