Dýrkeypt fjarlægð milli barna og sálfræðinga Kolbrún Baldursdóttir skrifar 11. maí 2022 12:00 Árum saman hef ég sem sálfræðingur og borgarfulltrúi barist fyrir því að sálfræðingar hafi aðsetur í skólunum sjálfum frekar en á þjónustumiðstöðvum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur hunsað þetta mikilvæga mál. Hinn 27. júní 2018 lagði ég sem borgarfulltrúi Flokks fólksins fram tillögu í Skóla- og frístundarráði um að skólasálfræðingur væri í hverjum skóla í Reykjavík og að skólar yrðu valdefldir með þeim hætti að þeir réðu sjálfir til sín skólasálfræðinga með aðsetur í skólum og tækju við verkbeiðnum frá nemendaverndarráðum. Í lögum segir að börn skuli hafa aðgang að sérfræðiþjónustu þar á meðal sálfræðiþjónustu. Tillögunni var vísað til velferðarráðs þar sem henni var hafnað. Biðlisti barna lengst á kjörtímabilinu vegna m.a. fjölgunar tilvísana Sálfræðingar hafa aðsetur á þjónustumiðstöðvum og ferðast þaðan út í þá skóla sem þeim ber að sinna til að þjónusta börn. Á biðlista eftir fagfólki skóla eru nú rúmlega 1800 börn og þar af rúmlega 1000 börn sem bíða eftir sálfræðiþjónustu af einhverju tagi, ýmist viðtölum eða greiningu. Stöðugildi sálfræðinga eru 25,8 sem þjónusta 80 leikskóla og 44 grunnskóla. Áætlað er að u.þ.b. 10 stöðugildi sinni leikskólum og 15,8 sinni grunnskólum borgarinnar. Hinn 4. maí fékk ég svar frá velferðarsviði við eftirfarandi fyrirspurn um kostnað við ferðir sálfræðinga út í skólana, sundurliðun eftir hverfum og eftir ferðamáta:Kostnaður við ferðir sálfræðinga út í skóla með leigubíl er 1.555.359Kostnaður vegna aksturssamninga er 1.821.255Heildarkostnaður 2.852.968 Af svari má sjá að kostnaður við ferðir sálfræðinga til og frá skóla er talsverður en sálfræðingar fara ýmist með leigubílum eða eru með aksturssamninga. Um er að ræða 31 sálfræðing og er meðalkostnaður á hvern tæp hálf milljón. Ef horft er á þetta raunsætt vekur það ekki mikla furðu hvað illa gengur að vinna niður biðlista barna til sálfræðinga og annarra fagaðila skóla s.s. talmeinafræðinga. Biðlistinn hefur lengst gríðarlega en hann var 400 börn árið 2018. Við listann hafa bæst um 1500 börn á kjörtímabilinu. Hvorki í þágu barna né kennara Óskiljanlegt er af hverju þessu er ekki breytt. Að sálfræðingar hafi aðsetur á þjónustumiðstöðvum frekar en út í skólum er bæði óhagkvæmt og hvorki í þágu barnanna né kennara. Sálfræðingar eiga að hafa aðsetur í skólum til að sinna málum barnanna í nálægð og þá sparast háar upphæðir sem fara í leigubílakostnað svo ekki sé minnst á tímann sem tekur að fara á milli staða. Ég var sjálf um 10 ára skeið skólasálfræðingur í Hafnarfirði og var með skrifstofu í skólanum. Þar gat ég verið til taks, veitt ráðgjöf til kennara og foreldra eftir atvikum milli þess sem ég var með börn í viðtölum og greiningu. Ein af þeim rökum sem nefnd hafa verið sem stríðir gegn því að sálfræðingar hafi aðstöðu í skólum er plássleysi. Það kann að vera raunverulegt í sumum skólum en dæmi eru um ýmsar lausnir. Ein slík er að hjúkrunarfræðingur skóla og sálfræðingur skipti með sér skrifstofu. Það er sýnilegur hagur allra að hafa sálfræðinga skóla alfarið innan veggja skólanna og því má telja víst að plássleysi verði ekki ástæða til að hindra það. Fái Flokkur fólksins framgang í komandi kosningum 14. maí mun það vera eitt af fyrstu verkum flokksins að skoða með markvissum hætti með skólastjórnendum hvort hægt sé að flytja aðsetur þeirra út í skólanna. Annað brýnt verkefni er að auka fjárheimildir til velferðarsviðs til að hægt sé að fjölga sálfræðingum skóla svo vinna megi markvisst að því að eyða biðlistum sem hefur verið svartur blettur borgarstjórnarmeirihlutans í mörg ár. Höfundur er sálfræðingur, oddviti Flokks fólksins og skipar 1. sæti á lista flokksins í komandi borgarstjórnakosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Flokkur fólksins Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Árum saman hef ég sem sálfræðingur og borgarfulltrúi barist fyrir því að sálfræðingar hafi aðsetur í skólunum sjálfum frekar en á þjónustumiðstöðvum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur hunsað þetta mikilvæga mál. Hinn 27. júní 2018 lagði ég sem borgarfulltrúi Flokks fólksins fram tillögu í Skóla- og frístundarráði um að skólasálfræðingur væri í hverjum skóla í Reykjavík og að skólar yrðu valdefldir með þeim hætti að þeir réðu sjálfir til sín skólasálfræðinga með aðsetur í skólum og tækju við verkbeiðnum frá nemendaverndarráðum. Í lögum segir að börn skuli hafa aðgang að sérfræðiþjónustu þar á meðal sálfræðiþjónustu. Tillögunni var vísað til velferðarráðs þar sem henni var hafnað. Biðlisti barna lengst á kjörtímabilinu vegna m.a. fjölgunar tilvísana Sálfræðingar hafa aðsetur á þjónustumiðstöðvum og ferðast þaðan út í þá skóla sem þeim ber að sinna til að þjónusta börn. Á biðlista eftir fagfólki skóla eru nú rúmlega 1800 börn og þar af rúmlega 1000 börn sem bíða eftir sálfræðiþjónustu af einhverju tagi, ýmist viðtölum eða greiningu. Stöðugildi sálfræðinga eru 25,8 sem þjónusta 80 leikskóla og 44 grunnskóla. Áætlað er að u.þ.b. 10 stöðugildi sinni leikskólum og 15,8 sinni grunnskólum borgarinnar. Hinn 4. maí fékk ég svar frá velferðarsviði við eftirfarandi fyrirspurn um kostnað við ferðir sálfræðinga út í skólana, sundurliðun eftir hverfum og eftir ferðamáta:Kostnaður við ferðir sálfræðinga út í skóla með leigubíl er 1.555.359Kostnaður vegna aksturssamninga er 1.821.255Heildarkostnaður 2.852.968 Af svari má sjá að kostnaður við ferðir sálfræðinga til og frá skóla er talsverður en sálfræðingar fara ýmist með leigubílum eða eru með aksturssamninga. Um er að ræða 31 sálfræðing og er meðalkostnaður á hvern tæp hálf milljón. Ef horft er á þetta raunsætt vekur það ekki mikla furðu hvað illa gengur að vinna niður biðlista barna til sálfræðinga og annarra fagaðila skóla s.s. talmeinafræðinga. Biðlistinn hefur lengst gríðarlega en hann var 400 börn árið 2018. Við listann hafa bæst um 1500 börn á kjörtímabilinu. Hvorki í þágu barna né kennara Óskiljanlegt er af hverju þessu er ekki breytt. Að sálfræðingar hafi aðsetur á þjónustumiðstöðvum frekar en út í skólum er bæði óhagkvæmt og hvorki í þágu barnanna né kennara. Sálfræðingar eiga að hafa aðsetur í skólum til að sinna málum barnanna í nálægð og þá sparast háar upphæðir sem fara í leigubílakostnað svo ekki sé minnst á tímann sem tekur að fara á milli staða. Ég var sjálf um 10 ára skeið skólasálfræðingur í Hafnarfirði og var með skrifstofu í skólanum. Þar gat ég verið til taks, veitt ráðgjöf til kennara og foreldra eftir atvikum milli þess sem ég var með börn í viðtölum og greiningu. Ein af þeim rökum sem nefnd hafa verið sem stríðir gegn því að sálfræðingar hafi aðstöðu í skólum er plássleysi. Það kann að vera raunverulegt í sumum skólum en dæmi eru um ýmsar lausnir. Ein slík er að hjúkrunarfræðingur skóla og sálfræðingur skipti með sér skrifstofu. Það er sýnilegur hagur allra að hafa sálfræðinga skóla alfarið innan veggja skólanna og því má telja víst að plássleysi verði ekki ástæða til að hindra það. Fái Flokkur fólksins framgang í komandi kosningum 14. maí mun það vera eitt af fyrstu verkum flokksins að skoða með markvissum hætti með skólastjórnendum hvort hægt sé að flytja aðsetur þeirra út í skólanna. Annað brýnt verkefni er að auka fjárheimildir til velferðarsviðs til að hægt sé að fjölga sálfræðingum skóla svo vinna megi markvisst að því að eyða biðlistum sem hefur verið svartur blettur borgarstjórnarmeirihlutans í mörg ár. Höfundur er sálfræðingur, oddviti Flokks fólksins og skipar 1. sæti á lista flokksins í komandi borgarstjórnakosningum.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun