Saman eru okkur allir vegir færir Anton Kári Halldórsson skrifar 10. maí 2022 07:30 D-listi sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna býður fram í Rangárþingi eystra í komandi sveitarstjórnarkosningum. Listinn er skipaður breiðum, öflugum hópi fólks, með fjölbreyttan bakgrunn sem er tilbúið að leggja mikið á sig á komandi kjörtímabili samfélaginu okkar til heilla. Þetta snýst nefnilega allt um samvinnu. Hún er það allra mikilvægasta. Það er enginn einn mikilvægari en fólkið sem stendur á bakvið hann. Að finna kraftinn, hugmyndaflugið og umfram allt brennandi áhuga á því að byggja upp öflugt samfélag fyrir alla, er mjög hvetjandi. Með samvinnu náum við fram því besta sem völ er á fyrir okkar samfélag. Á undanförnu kjörtímabili hefur D- listinn verið í meirhluta sveitarstjórnar í Rangárþingi eystra. Ýmislegt hefur áunnist og í flestum málum hefur öll sveitarstjórnin staðið á bakvið þær ákvarðanir sem hafa verið teknar. Flest þau mál sem listinn setti á oddinn fyrir síðasta kjörtímabil hafa fengið framgöngu, er lokið eða eru í vinnslu. Betur má ef duga skal. Það er mikilvægt að horfa fram á veginn og festast ekki í fortíðinni. En við verðum að þora að stíga skrefið, við verðum að velta við steinum, við verðum að vera gagnrýnin og taka fagnandi á móti öllum hugmyndum. Hættan er sú að þegar hlutirnir ganga bærilega þá verði stöðnun og við sjáum ekki tilgang með breytingum. Þó að hlutirnir hafi alltaf verið svona, þá verðum við að þora að gera breytingar og tilraunir. Sumar þeirra munu án efa mistakast, en aðrar gætu heppnast vel og opnað augu okkar fyrir ónýttum tækifærum. Því að tækifærin okkar hér í Rangárþingi eystra til þess að byggja upp og þróast eru óþrjótandi, hvort sem við lítum til uppbyggingar í ferðaþjónustu, landbúnaði, nýsköpunar og samfélagsins í heild. Það er okkar í sameiningu að koma auga á möguleikana og hrinda þeim í framkvæmd. Á D-lista sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna er fólk sem þorir. Við þorum að taka umræðuna, við þorum að hleypa öllum íbúum að ákvarðanartöku, við þorum að gera breytingar og umfram allt þá þorum við að vera við sjálf og erum stolt af því að vera íbúar í Rangárþingi eystra. Hér búum við öll saman og allir eiga að hafa jöfn tækifæri til að blómstra í okkar samfélagi, á það leggjum við mikla áherslu. Stefna okkar er skýr, með því að setja X við D á kjördag, þá veistu hvað þú færð og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera hag Rangárþings eystra sem bestan til framtíðar. Höfundur er oddviti D-lista sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna í Rangárþingi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rangárþing eystra Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
D-listi sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna býður fram í Rangárþingi eystra í komandi sveitarstjórnarkosningum. Listinn er skipaður breiðum, öflugum hópi fólks, með fjölbreyttan bakgrunn sem er tilbúið að leggja mikið á sig á komandi kjörtímabili samfélaginu okkar til heilla. Þetta snýst nefnilega allt um samvinnu. Hún er það allra mikilvægasta. Það er enginn einn mikilvægari en fólkið sem stendur á bakvið hann. Að finna kraftinn, hugmyndaflugið og umfram allt brennandi áhuga á því að byggja upp öflugt samfélag fyrir alla, er mjög hvetjandi. Með samvinnu náum við fram því besta sem völ er á fyrir okkar samfélag. Á undanförnu kjörtímabili hefur D- listinn verið í meirhluta sveitarstjórnar í Rangárþingi eystra. Ýmislegt hefur áunnist og í flestum málum hefur öll sveitarstjórnin staðið á bakvið þær ákvarðanir sem hafa verið teknar. Flest þau mál sem listinn setti á oddinn fyrir síðasta kjörtímabil hafa fengið framgöngu, er lokið eða eru í vinnslu. Betur má ef duga skal. Það er mikilvægt að horfa fram á veginn og festast ekki í fortíðinni. En við verðum að þora að stíga skrefið, við verðum að velta við steinum, við verðum að vera gagnrýnin og taka fagnandi á móti öllum hugmyndum. Hættan er sú að þegar hlutirnir ganga bærilega þá verði stöðnun og við sjáum ekki tilgang með breytingum. Þó að hlutirnir hafi alltaf verið svona, þá verðum við að þora að gera breytingar og tilraunir. Sumar þeirra munu án efa mistakast, en aðrar gætu heppnast vel og opnað augu okkar fyrir ónýttum tækifærum. Því að tækifærin okkar hér í Rangárþingi eystra til þess að byggja upp og þróast eru óþrjótandi, hvort sem við lítum til uppbyggingar í ferðaþjónustu, landbúnaði, nýsköpunar og samfélagsins í heild. Það er okkar í sameiningu að koma auga á möguleikana og hrinda þeim í framkvæmd. Á D-lista sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna er fólk sem þorir. Við þorum að taka umræðuna, við þorum að hleypa öllum íbúum að ákvarðanartöku, við þorum að gera breytingar og umfram allt þá þorum við að vera við sjálf og erum stolt af því að vera íbúar í Rangárþingi eystra. Hér búum við öll saman og allir eiga að hafa jöfn tækifæri til að blómstra í okkar samfélagi, á það leggjum við mikla áherslu. Stefna okkar er skýr, með því að setja X við D á kjördag, þá veistu hvað þú færð og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera hag Rangárþings eystra sem bestan til framtíðar. Höfundur er oddviti D-lista sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna í Rangárþingi eystra.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun