Segir Rússa ætla að yfirgefa geimstöðina Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2022 07:00 Roscosmos gaf í síðustu viku út myndband þar sem sjá mátti rússneska geimfara í geimgöngu draga fram sigurfána Sovétríkjanna frá seinni heimsstyrjöldinni. AP/Roscosmos Dmitrí Rogozin, yfirmaður Roscosmos, geimvísindastofnunnar Rússlands, lýsti því yfir um helgina að Rússar ætli að slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina. Hann sagði ákvörðun hafa verið tekna og það væri vegna refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Rogozin sagði þó að þegar ákvörðunin yrði tilkynnt opinberlega, myndi ár líða þar til Rússar hættu samstarfinu formlega, samkvæmt frétt Axios. Í umfjöllun Ars Technica segir að samkvæmt núgildandi samkomulagi um geimstöðina endi samstarfið árið 2024. Bandaríkin og aðrir sem að því koma hafa sagt að þeir vilji halda því áfram til 2030. Rússar hafa ekkert sagt opinberlega um ætlanir sínar. Samstarf Rússa við önnur ríki í geimnum, og þá sérstaklega samstarf Rússlands og Bandaríkjanna, hefur að mestu farið eðlilega fram á undanförnum árum. Það er þrátt fyrir að stjórnmálasamband ríkjanna hafi versnað til muna og Rússland hafi einangrast nokkuð. Undanfarin ár hafa ummerki um slæma stöðu geimiðnaðar Rússlands litið dagsins ljós. Honum hefur verið haldið á lofti af hinum áreiðanlegu Souyz-eldflaugum en í nokkur ár voru það einu eldflaugarnar sem hægt var að nota til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Ríki heims borguðu Rússum fúlgur fjár fyrir geimskot. Geimskotum hefur þó fækkað verulega á síðustu árum. Dagblað sem tengist yfirvöldum Rússlands birti í desember langa grein um slæma stöðu geimiðnaðar Rússlands, þar sem forsvarsmenn Roscosmos voru gagnrýndir harðlega. Þeirra á meðal Dmitry Rogozin, sem leiðir stofnunina. Í þeirri grein var því haldið fram að Roscosmos væri að rotna innan frá. Alþjóðlega geimstöðin Rússland Geimurinn Bandaríkin Tengdar fréttir Lentu eftir lengstu geimferð Kína Þrír kínverskir geimfarar lentu á jörðinni í morgun eftir að hafa varið hálfu ári um borð í nýjustu geimstöð Kína. Þar með luku þeir lengstu mönnuðu geimferð ríkisins hingað til. 16. apríl 2022 09:43 Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Vísindamenn og verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna lýstu því yfir í kvöld að búið væri að hætta við æfingu fyrir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Það var gert eftir að tvær bilanir komu upp þegar verið var að dæla eldsneyti á Space Launch System-eldflaugina (SLS). 5. apríl 2022 21:40 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Rogozin sagði þó að þegar ákvörðunin yrði tilkynnt opinberlega, myndi ár líða þar til Rússar hættu samstarfinu formlega, samkvæmt frétt Axios. Í umfjöllun Ars Technica segir að samkvæmt núgildandi samkomulagi um geimstöðina endi samstarfið árið 2024. Bandaríkin og aðrir sem að því koma hafa sagt að þeir vilji halda því áfram til 2030. Rússar hafa ekkert sagt opinberlega um ætlanir sínar. Samstarf Rússa við önnur ríki í geimnum, og þá sérstaklega samstarf Rússlands og Bandaríkjanna, hefur að mestu farið eðlilega fram á undanförnum árum. Það er þrátt fyrir að stjórnmálasamband ríkjanna hafi versnað til muna og Rússland hafi einangrast nokkuð. Undanfarin ár hafa ummerki um slæma stöðu geimiðnaðar Rússlands litið dagsins ljós. Honum hefur verið haldið á lofti af hinum áreiðanlegu Souyz-eldflaugum en í nokkur ár voru það einu eldflaugarnar sem hægt var að nota til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Ríki heims borguðu Rússum fúlgur fjár fyrir geimskot. Geimskotum hefur þó fækkað verulega á síðustu árum. Dagblað sem tengist yfirvöldum Rússlands birti í desember langa grein um slæma stöðu geimiðnaðar Rússlands, þar sem forsvarsmenn Roscosmos voru gagnrýndir harðlega. Þeirra á meðal Dmitry Rogozin, sem leiðir stofnunina. Í þeirri grein var því haldið fram að Roscosmos væri að rotna innan frá.
Alþjóðlega geimstöðin Rússland Geimurinn Bandaríkin Tengdar fréttir Lentu eftir lengstu geimferð Kína Þrír kínverskir geimfarar lentu á jörðinni í morgun eftir að hafa varið hálfu ári um borð í nýjustu geimstöð Kína. Þar með luku þeir lengstu mönnuðu geimferð ríkisins hingað til. 16. apríl 2022 09:43 Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Vísindamenn og verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna lýstu því yfir í kvöld að búið væri að hætta við æfingu fyrir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Það var gert eftir að tvær bilanir komu upp þegar verið var að dæla eldsneyti á Space Launch System-eldflaugina (SLS). 5. apríl 2022 21:40 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Lentu eftir lengstu geimferð Kína Þrír kínverskir geimfarar lentu á jörðinni í morgun eftir að hafa varið hálfu ári um borð í nýjustu geimstöð Kína. Þar með luku þeir lengstu mönnuðu geimferð ríkisins hingað til. 16. apríl 2022 09:43
Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Vísindamenn og verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna lýstu því yfir í kvöld að búið væri að hætta við æfingu fyrir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Það var gert eftir að tvær bilanir komu upp þegar verið var að dæla eldsneyti á Space Launch System-eldflaugina (SLS). 5. apríl 2022 21:40